Eru allir sveitarstjórnarmenn að vinna? Tómas Ellert Tómasson skrifar 29. júní 2020 09:00 Í mars sl. benti bæjarráð Svf. Árborgar á að kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi væri ógn við tekjustofna sveitarfélaga og að grípa þyrfti til róttækra aðgerða til að verja störfin með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar en með því fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantaði og þannig mætti verja störfin. Einnig lagði bæjarráð til að ríkið myndi tímabundið fella niður virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum, sem myndu þá gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum. Á dagskrá Alþingis liggur nú fyrir lagafrumvarp þar sem lögð er til breyting á bráðabirgðaákvæði um endurgreiðslu vegna vinnu manna á byggingarstað. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að bráðabirgðaákvæðið sé lagt til í kjölfar lagabreytinga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Samkvæmt frumvarpinu geta sveitarfélög fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna vinnu manna sem innt er af hendi á byggingarstað innan tímabilsins 1. mars 2020 og til og með 31. desember 2020. Með boðaðri lagabreytingu er að hálfu leyti komið til móts við ábendingar bæjarráðs, sem er vel, en tímabilið sem lagt er til að ákvæðið sé virkt er alltof stutt. Á það bendir einnig Samband íslenskra sveitarfélaga í umsögn sinni um lagafrumvarpið ásamt því að upplýsa um að sveitarfélögin hafi mörg hver verið að flýta fyrir framkvæmdum á stórum verkum á árinu, sem verða þá komin tiltölulega skammt á veg um næstu áramót þegar endurgreiðslutímabilinu á að ljúka. Sambandið hvetur því fjármálaráðuneytið í því samhengi að hefja strax vinnu við gerð frumvarps til lengingar endurgreiðslutímabilsins út árið 2021 svo það geti verið lagt fyrir Alþingi ekki síðar en í haust. Þannig geti sveitarfélögin tekið tillit til þess að tímabilið hafi verið lengt þegar fjárhagsáætlun er tekin fyrir í sveitarstjórn og áætlanir um framkvæmdir næsta árs eru samþykktar. Undirritaður tekur undir hvatningarorð sambandsins og hvetur sveitarstjórnarmenn um land allt til þess að gera slíkt hið sama ásamt því að koma skilaboðunum áleiðis til ráðherra og þingmanna í sínu héraði. Eru ekki allir sveitarstjórnarmenn að vinna í því? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í mars sl. benti bæjarráð Svf. Árborgar á að kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi væri ógn við tekjustofna sveitarfélaga og að grípa þyrfti til róttækra aðgerða til að verja störfin með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar en með því fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantaði og þannig mætti verja störfin. Einnig lagði bæjarráð til að ríkið myndi tímabundið fella niður virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum, sem myndu þá gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum. Á dagskrá Alþingis liggur nú fyrir lagafrumvarp þar sem lögð er til breyting á bráðabirgðaákvæði um endurgreiðslu vegna vinnu manna á byggingarstað. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að bráðabirgðaákvæðið sé lagt til í kjölfar lagabreytinga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Samkvæmt frumvarpinu geta sveitarfélög fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna vinnu manna sem innt er af hendi á byggingarstað innan tímabilsins 1. mars 2020 og til og með 31. desember 2020. Með boðaðri lagabreytingu er að hálfu leyti komið til móts við ábendingar bæjarráðs, sem er vel, en tímabilið sem lagt er til að ákvæðið sé virkt er alltof stutt. Á það bendir einnig Samband íslenskra sveitarfélaga í umsögn sinni um lagafrumvarpið ásamt því að upplýsa um að sveitarfélögin hafi mörg hver verið að flýta fyrir framkvæmdum á stórum verkum á árinu, sem verða þá komin tiltölulega skammt á veg um næstu áramót þegar endurgreiðslutímabilinu á að ljúka. Sambandið hvetur því fjármálaráðuneytið í því samhengi að hefja strax vinnu við gerð frumvarps til lengingar endurgreiðslutímabilsins út árið 2021 svo það geti verið lagt fyrir Alþingi ekki síðar en í haust. Þannig geti sveitarfélögin tekið tillit til þess að tímabilið hafi verið lengt þegar fjárhagsáætlun er tekin fyrir í sveitarstjórn og áætlanir um framkvæmdir næsta árs eru samþykktar. Undirritaður tekur undir hvatningarorð sambandsins og hvetur sveitarstjórnarmenn um land allt til þess að gera slíkt hið sama ásamt því að koma skilaboðunum áleiðis til ráðherra og þingmanna í sínu héraði. Eru ekki allir sveitarstjórnarmenn að vinna í því? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun