„Kannski ættum við að horfa meira til óbeinna áhrifa forseta í aðdraganda kosninga“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júní 2020 18:42 Eliza Reid forsetafrú og Guðni Th. Jóhannesson forseti. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti Íslands segir að kjósendur hafi valið að embættið sé sameiningartákn þjóðarinnar. Þó kjörsókn hafi verið minni en í síðustu forsetakosningum hafi hún verið góð. Guðni segir að embætti forseta Íslands sé sameiningartákn. Kjósendur lýstu yfir stuðningi við mín verk á forsetastóli síðustu fjögur ár og veittu mér umboð til að halda áfram á sömu braut. Allir forsetar hafa kappkostað að sameina þjóðina frekar en sundra og leitast við að draga fram þetta einingartákn sem til var stofnað á Þingvöllum árið 1944. Um leið þarf forseti að sýna festu þegar þörf krefur, stíga inná hið pólitíska svið til dæmis við stjórnarmyndunarviðræður. Og eftir vilja og ótvíræðum óskum fólksins í landinu. Kjörsókn í forsetakosningunum nú var 66,9%. Þetta er þó nokkuð minni kjörsókn en í síðustu forsetakosningum árið 2016 þegar kosningaþátttakan var 75,7% og árið 2012 þegar hún var 69,2%. Guðni telur að kjörsókn hafi verið góð. „Ég held að kjörsókn hafi verið óvenju góð miðað við aðdraganda forsendakjörsins og áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Kjörsókn var svipuð og árið 2012 þegar mun fleiri gáfu kost á sér og spennan var meiri. Kjörsókn nú er í samræmi við það sem gerðist 1988 þegar boðið var fram í fyrsta skipti gegn sitjandi forseta og svo aftur árið 2004 þannig að ég tel að þeir sem í tölurnar rýna séu sammála mér að kjörsókn hafi aldeilis verið ásættanleg“ segir Guðni. Í forsetabaráttunni var mikið rætt um 26. grein stjórnarskrárinnar eða um synjunarvald forseta Íslands. Aðspurður um hvort hann ætli að breyta eitthvaða nálgun sinni á það ákvæði svarar Guðni. „Nei. 26. grein stjórnarskrárinnar hefur verið á sínum stað frá lýðveldisstofnun. Íslendingar vita af þessu ákvæði og að því hefur verið beitt þrisvar sinnum í lýðveldissögunni og þá í tíð forvera míns Ólafs Ragnars Grímssonar sem sat á forsetastóli í 20 ár. Þannig að það er nú ekki svo að embætti forseta Íslands snúist um það að sá eða sú sem því embætti gegnir hugsi með sér að morgni dags hvaða lögum á ég nú að synja í dag. Ég þykist vita að fólk sé sammála mér um það að embættið snúist um svo miklu meira en þennan eina en þó mikilvæga þátt embættisins. Forseti hefur vald og öllu valdi fylgir mikil ábyrgð. Forseti hefur beint vald á sviði stjórnskipunar en líka óbeint áhrifavald í samfélaginu og kannski ættum við að horfa aðeins meira til þess í aðdraganda forsetakosninga en að einblína um of á hinn stjórnskipunarlega þátt. Aðspurður um hvort honum hafi fundist ómaklega að sér eða eiginkonu sinni Elizu Reid vegið einhvern tíma í kosningabaráttunni svarar Guðni. „Já mér fannst það en ég er búinn að tala nógu mikið um það.“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Alþingi Tengdar fréttir Minni kosningaþátttaka en í síðustu tveimur forsetakosningum Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti í gær með 92,2% atkvæða. Guðmundur Franklín Jónsson fékk 7,8% atkvæða. Kjörsókn var minni en í síðustu tvennum forsetakosningum. 28. júní 2020 11:04 Minni kosningaþátttaka en í síðustu tveimur forsetakosningum Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti í gær með 92,2% atkvæða. Guðmundur Franklín Jónsson fékk 7,8% atkvæða. Kjörsókn var minni en í síðustu tvennum forsetakosningum. 28. júní 2020 11:04 Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 „Þetta var svona Davíð og Golíat móment“ Guðmundur Franklín Jónsson segir að sér hafi fundist gullið tækifæri að bjóða sig fram til forseta til að vekja athygli á sínum málstað. Framboðið hafi kostað um tvær milljónir sem hann greiði að miklum hluta sjálfur. 28. júní 2020 18:33 Lítur á niðurstöðurnar sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut Þótt lokatölur liggi ekki fyrir er nokkuð ljóst að Guðni Th. Jóhannesson hefur verið endurkjörinn í embætti forseta lýðveldisins Íslands. 28. júní 2020 01:33 Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti Íslands segir að kjósendur hafi valið að embættið sé sameiningartákn þjóðarinnar. Þó kjörsókn hafi verið minni en í síðustu forsetakosningum hafi hún verið góð. Guðni segir að embætti forseta Íslands sé sameiningartákn. Kjósendur lýstu yfir stuðningi við mín verk á forsetastóli síðustu fjögur ár og veittu mér umboð til að halda áfram á sömu braut. Allir forsetar hafa kappkostað að sameina þjóðina frekar en sundra og leitast við að draga fram þetta einingartákn sem til var stofnað á Þingvöllum árið 1944. Um leið þarf forseti að sýna festu þegar þörf krefur, stíga inná hið pólitíska svið til dæmis við stjórnarmyndunarviðræður. Og eftir vilja og ótvíræðum óskum fólksins í landinu. Kjörsókn í forsetakosningunum nú var 66,9%. Þetta er þó nokkuð minni kjörsókn en í síðustu forsetakosningum árið 2016 þegar kosningaþátttakan var 75,7% og árið 2012 þegar hún var 69,2%. Guðni telur að kjörsókn hafi verið góð. „Ég held að kjörsókn hafi verið óvenju góð miðað við aðdraganda forsendakjörsins og áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Kjörsókn var svipuð og árið 2012 þegar mun fleiri gáfu kost á sér og spennan var meiri. Kjörsókn nú er í samræmi við það sem gerðist 1988 þegar boðið var fram í fyrsta skipti gegn sitjandi forseta og svo aftur árið 2004 þannig að ég tel að þeir sem í tölurnar rýna séu sammála mér að kjörsókn hafi aldeilis verið ásættanleg“ segir Guðni. Í forsetabaráttunni var mikið rætt um 26. grein stjórnarskrárinnar eða um synjunarvald forseta Íslands. Aðspurður um hvort hann ætli að breyta eitthvaða nálgun sinni á það ákvæði svarar Guðni. „Nei. 26. grein stjórnarskrárinnar hefur verið á sínum stað frá lýðveldisstofnun. Íslendingar vita af þessu ákvæði og að því hefur verið beitt þrisvar sinnum í lýðveldissögunni og þá í tíð forvera míns Ólafs Ragnars Grímssonar sem sat á forsetastóli í 20 ár. Þannig að það er nú ekki svo að embætti forseta Íslands snúist um það að sá eða sú sem því embætti gegnir hugsi með sér að morgni dags hvaða lögum á ég nú að synja í dag. Ég þykist vita að fólk sé sammála mér um það að embættið snúist um svo miklu meira en þennan eina en þó mikilvæga þátt embættisins. Forseti hefur vald og öllu valdi fylgir mikil ábyrgð. Forseti hefur beint vald á sviði stjórnskipunar en líka óbeint áhrifavald í samfélaginu og kannski ættum við að horfa aðeins meira til þess í aðdraganda forsetakosninga en að einblína um of á hinn stjórnskipunarlega þátt. Aðspurður um hvort honum hafi fundist ómaklega að sér eða eiginkonu sinni Elizu Reid vegið einhvern tíma í kosningabaráttunni svarar Guðni. „Já mér fannst það en ég er búinn að tala nógu mikið um það.“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Alþingi Tengdar fréttir Minni kosningaþátttaka en í síðustu tveimur forsetakosningum Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti í gær með 92,2% atkvæða. Guðmundur Franklín Jónsson fékk 7,8% atkvæða. Kjörsókn var minni en í síðustu tvennum forsetakosningum. 28. júní 2020 11:04 Minni kosningaþátttaka en í síðustu tveimur forsetakosningum Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti í gær með 92,2% atkvæða. Guðmundur Franklín Jónsson fékk 7,8% atkvæða. Kjörsókn var minni en í síðustu tvennum forsetakosningum. 28. júní 2020 11:04 Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 „Þetta var svona Davíð og Golíat móment“ Guðmundur Franklín Jónsson segir að sér hafi fundist gullið tækifæri að bjóða sig fram til forseta til að vekja athygli á sínum málstað. Framboðið hafi kostað um tvær milljónir sem hann greiði að miklum hluta sjálfur. 28. júní 2020 18:33 Lítur á niðurstöðurnar sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut Þótt lokatölur liggi ekki fyrir er nokkuð ljóst að Guðni Th. Jóhannesson hefur verið endurkjörinn í embætti forseta lýðveldisins Íslands. 28. júní 2020 01:33 Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Minni kosningaþátttaka en í síðustu tveimur forsetakosningum Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti í gær með 92,2% atkvæða. Guðmundur Franklín Jónsson fékk 7,8% atkvæða. Kjörsókn var minni en í síðustu tvennum forsetakosningum. 28. júní 2020 11:04
Minni kosningaþátttaka en í síðustu tveimur forsetakosningum Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti í gær með 92,2% atkvæða. Guðmundur Franklín Jónsson fékk 7,8% atkvæða. Kjörsókn var minni en í síðustu tvennum forsetakosningum. 28. júní 2020 11:04
Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16
„Þetta var svona Davíð og Golíat móment“ Guðmundur Franklín Jónsson segir að sér hafi fundist gullið tækifæri að bjóða sig fram til forseta til að vekja athygli á sínum málstað. Framboðið hafi kostað um tvær milljónir sem hann greiði að miklum hluta sjálfur. 28. júní 2020 18:33
Lítur á niðurstöðurnar sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut Þótt lokatölur liggi ekki fyrir er nokkuð ljóst að Guðni Th. Jóhannesson hefur verið endurkjörinn í embætti forseta lýðveldisins Íslands. 28. júní 2020 01:33