Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 13:51 Um þrjú hundruð manns gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. Vísir/Nadine Um þrjú hundruð manns sem söfnuðust saman á Austurvelli á hádegi í dag til að minnast þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 á fimmtudag og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi gengu að vettvangi brunans og lögðu þar blóm. Þar á meðal var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem lagði blómvönd að húsinu. Haldin voru mótmæli á Austurvelli sem hófust klukkan tólf í dag til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Flestir íbúar hússins sem brann á fimmtudag voru einstaklingar af erlendum uppruna sem komu hingað í atvinnuleit. Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn á Íslandi, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hinir látnu hafi líklegast allir verið pólskir ríkisborgarar, á þrítugs- og fertugsaldri og tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll áðan til að sýna mótmælendum samstöðu. Lögreglan telur að um þrjú hundruð manns hafi gengið að Bræðraborgarstíg frá Austurvelli til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.Vísir/NadineMótmælendur ganga nú að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola á fimmtudaginn. Þrír verkamenn, sem taldir eru vera pólskir ríkisborgarar, létust í brunanum.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/EinarVísir/Einar„Við munum ekki þegja,“ stendur á einu skiltanna.Vísir/EinarSlökkviliðsmenn mættu niður á Austurvöll til að sýna samstöðu. Lengst til hægri er Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli. Á skiltinu stendur „Nú er komið nóg!“ á íslensku, pólsku og ensku.Vísir/EinarSlökkviliðið sýnir mótmælendum samstöðu.Vísir/EinarDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæla slæmum aðbúnaði verkafólks hér á landi Mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna slæms aðbúnaðar verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 12:30 Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30 Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Um þrjú hundruð manns sem söfnuðust saman á Austurvelli á hádegi í dag til að minnast þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 á fimmtudag og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi gengu að vettvangi brunans og lögðu þar blóm. Þar á meðal var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem lagði blómvönd að húsinu. Haldin voru mótmæli á Austurvelli sem hófust klukkan tólf í dag til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Flestir íbúar hússins sem brann á fimmtudag voru einstaklingar af erlendum uppruna sem komu hingað í atvinnuleit. Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn á Íslandi, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hinir látnu hafi líklegast allir verið pólskir ríkisborgarar, á þrítugs- og fertugsaldri og tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll áðan til að sýna mótmælendum samstöðu. Lögreglan telur að um þrjú hundruð manns hafi gengið að Bræðraborgarstíg frá Austurvelli til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.Vísir/NadineMótmælendur ganga nú að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola á fimmtudaginn. Þrír verkamenn, sem taldir eru vera pólskir ríkisborgarar, létust í brunanum.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/EinarVísir/Einar„Við munum ekki þegja,“ stendur á einu skiltanna.Vísir/EinarSlökkviliðsmenn mættu niður á Austurvöll til að sýna samstöðu. Lengst til hægri er Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli. Á skiltinu stendur „Nú er komið nóg!“ á íslensku, pólsku og ensku.Vísir/EinarSlökkviliðið sýnir mótmælendum samstöðu.Vísir/EinarDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæla slæmum aðbúnaði verkafólks hér á landi Mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna slæms aðbúnaðar verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 12:30 Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30 Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Mótmæla slæmum aðbúnaði verkafólks hér á landi Mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna slæms aðbúnaðar verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 12:30
Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30
Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08