Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 13:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Rússlands, GRU, hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Hann segir að Mike Pence, varaforseti, og Mark Meadows, starfsmannastjóri, hafi ekki heldur fengið þær fregnir. New York Times sagði frá þessari áætlun í gær og aðrir fjölmiðlar vestanhafs hafa sömuleiðis staðfest fregnirnar. Þær hafa jafnvel verið staðfestar af heimildarmönnum fjölmiðla úr leyniþjónustusamfélagi Evrópu. Sky News hefur einnig staðfest fregnirnar. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Í frétt NYT sagði að Trump hafi verið kynntar þessar upplýsingar í mars. Hann hafi þó ekkert aðhafst þeirra vegna. Í millitíðinni hefur Trump gripið til ýmissa aðgerða sem teljast Rússum í hag. Til dæmis hefur hann krafist þess að Rússum verði hleypt aftur í G-7 hópinn, sem hét áður G-8 og Rússum var vísað úr vegna innlimunar þeirra á Krímskaga. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur í Bandaríkjunum vegna fregnanna, sem hann segir kolrangar. Hann tjáði sig um málið á Twitter og lýsir hann áætluninni sem „svokölluðum árásum Rússa“ á hermenn Bandaríkjanna. Hann segir engan hafa sagt sér, Pence eða Meadows frá þessu máli og gagnrýnir New York Times fyrir að hafa það eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Trump segir „alla hafna þessu“ og að fáar árásir hafi verið gerðar á bandaríska hermenn í Afganistan. Þá gagnrýnir Trump Barack Obama, forvera sinn, og Joe Biden, fyrir að hafa ekki verið harðir í horn að taka gagnvart Rússlandi. Segir hann að enginn hafi verið strangari en hann gagnvart Rússlandi, sem er fjarri raunveruleikanum. ...Nobody s been tougher on Russia than the Trump Administration. With Corrupt Joe Biden & Obama, Russia had a field day, taking over important parts of Ukraine - Where s Hunter? Probably just another phony Times hit job, just like their failed Russia Hoax. Who is their source ?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2020 Rétt er að benda á að ásakanirnar snúa ekki að því að Rússar hafi ráðist á bandaríska hermenn, eins og Trump heldur fram, heldur að Rússar hafi greitt verðlaunafé fyrir fellda bandaríska hermenn. Þá var Mark Meadows ekki starfsmannastjóri Hvíta hússins í mars þegar áðurnefndur fundur á að hafa farið fram. hann tók við stöðunni í byrjun apríl. Þar að auki, þá féllu 22 bandarískir hermenn í árásum Talibana í Afganistan í fyrra. Þegar Trump segir að „allir“ hafi hafnað þessum fregnum, er hann að mestu að vísa til yfirvalda Rússlands, sem segja ásakanirnar vera þvætting, og Talibana, sem hafa einnig hafnað fregnunum. Richard Grenell, sem Trump skipaði sem yfirmann leyniþjónustumála í febrúar, segist einnig aldrei hafa heyrt af þessum ásökunum. Hann var þó einungis skipaður tímabundið og John Ratcliffe tók við af honum í maí. Sá segir einnig að fregnirnar séu ekki réttar. "The White House statement addressing this issue earlier today, which denied such a briefing occurred, was accurate. The New York Times reporting, and all other subsequent news reports about such an alleged briefing are inaccurate. (2/2)— Office of the DNI (@ODNIgov) June 28, 2020 Enginn í Bandaríkjunum virðist enn sem komið er hafa neitað því berum orðum að fregnirnar af verðlaununum séu rangar, heldur sé rangt að Trump hafi heyrt af því. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Viðræður áttu að hefjast á milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistan en þeim hefur nokkrum sinum verið frestað. Frá 30. mars hefur Trump minnst sex sinnum rætt við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Í aðdraganda samtala forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga fær forsetinn iðulega skýrslu um helstu málefnin varðandi þessi tilteknu ríki. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Rússlands, GRU, hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Hann segir að Mike Pence, varaforseti, og Mark Meadows, starfsmannastjóri, hafi ekki heldur fengið þær fregnir. New York Times sagði frá þessari áætlun í gær og aðrir fjölmiðlar vestanhafs hafa sömuleiðis staðfest fregnirnar. Þær hafa jafnvel verið staðfestar af heimildarmönnum fjölmiðla úr leyniþjónustusamfélagi Evrópu. Sky News hefur einnig staðfest fregnirnar. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Í frétt NYT sagði að Trump hafi verið kynntar þessar upplýsingar í mars. Hann hafi þó ekkert aðhafst þeirra vegna. Í millitíðinni hefur Trump gripið til ýmissa aðgerða sem teljast Rússum í hag. Til dæmis hefur hann krafist þess að Rússum verði hleypt aftur í G-7 hópinn, sem hét áður G-8 og Rússum var vísað úr vegna innlimunar þeirra á Krímskaga. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur í Bandaríkjunum vegna fregnanna, sem hann segir kolrangar. Hann tjáði sig um málið á Twitter og lýsir hann áætluninni sem „svokölluðum árásum Rússa“ á hermenn Bandaríkjanna. Hann segir engan hafa sagt sér, Pence eða Meadows frá þessu máli og gagnrýnir New York Times fyrir að hafa það eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Trump segir „alla hafna þessu“ og að fáar árásir hafi verið gerðar á bandaríska hermenn í Afganistan. Þá gagnrýnir Trump Barack Obama, forvera sinn, og Joe Biden, fyrir að hafa ekki verið harðir í horn að taka gagnvart Rússlandi. Segir hann að enginn hafi verið strangari en hann gagnvart Rússlandi, sem er fjarri raunveruleikanum. ...Nobody s been tougher on Russia than the Trump Administration. With Corrupt Joe Biden & Obama, Russia had a field day, taking over important parts of Ukraine - Where s Hunter? Probably just another phony Times hit job, just like their failed Russia Hoax. Who is their source ?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2020 Rétt er að benda á að ásakanirnar snúa ekki að því að Rússar hafi ráðist á bandaríska hermenn, eins og Trump heldur fram, heldur að Rússar hafi greitt verðlaunafé fyrir fellda bandaríska hermenn. Þá var Mark Meadows ekki starfsmannastjóri Hvíta hússins í mars þegar áðurnefndur fundur á að hafa farið fram. hann tók við stöðunni í byrjun apríl. Þar að auki, þá féllu 22 bandarískir hermenn í árásum Talibana í Afganistan í fyrra. Þegar Trump segir að „allir“ hafi hafnað þessum fregnum, er hann að mestu að vísa til yfirvalda Rússlands, sem segja ásakanirnar vera þvætting, og Talibana, sem hafa einnig hafnað fregnunum. Richard Grenell, sem Trump skipaði sem yfirmann leyniþjónustumála í febrúar, segist einnig aldrei hafa heyrt af þessum ásökunum. Hann var þó einungis skipaður tímabundið og John Ratcliffe tók við af honum í maí. Sá segir einnig að fregnirnar séu ekki réttar. "The White House statement addressing this issue earlier today, which denied such a briefing occurred, was accurate. The New York Times reporting, and all other subsequent news reports about such an alleged briefing are inaccurate. (2/2)— Office of the DNI (@ODNIgov) June 28, 2020 Enginn í Bandaríkjunum virðist enn sem komið er hafa neitað því berum orðum að fregnirnar af verðlaununum séu rangar, heldur sé rangt að Trump hafi heyrt af því. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Viðræður áttu að hefjast á milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistan en þeim hefur nokkrum sinum verið frestað. Frá 30. mars hefur Trump minnst sex sinnum rætt við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Í aðdraganda samtala forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga fær forsetinn iðulega skýrslu um helstu málefnin varðandi þessi tilteknu ríki.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira