Chelsea varð í dag þriðja liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins með 1-0 sigri á Leicester.
Leicester byrjaði af miklum krafti og voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Frank Lampard, stjóri Chelsea, brást við því með þrefaldri skiptingu í hálfeik.
Ein af þeim bar árangur og rúmlega það því fyrsta og eina mark leiksins skoraði varamaðurinn Ross Barkley á 63. mínútu eftir undirbúning Willian.
Ross Barkley has now scored more goals in domestic cup competitions for Chelsea (4) than he has in the Premier League (3).
— Squawka Football (@Squawka) June 28, 2020
Lampard's go-to goalscorer in the cups. pic.twitter.com/seMKN81PhS
Heimamenn í Leicester pressuðu á Chelsea undir lokin en náðu ekki að koma boltanum í netið og Chelsea er því komið í undanúrslitin.
Chelsea, Manchester United og Arsenal eru því komin í undanúrslitin en síðasti leikur átta liða úrslitanna hefst klukkan 17.30 er Newcastle fær Man. City í heimsókn.
All three managers of this season's current FA Cup semi-finalists won the trophy multiple times with their club as a player:
— Squawka Football (@Squawka) June 28, 2020
Ole Gunnar Solskjær
Mikel Arteta
Frank Lampard
Box-office line-up. pic.twitter.com/XvUpNsLqxF