Karlmaður leiddur fyrir héraðsdóm vegna brunans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 15:33 Maðurinn fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. vísir/vilhelm Karlmaðurinn sem handtekinn var í gær í þágu rannsóknar á brunanum við Bræðraborgastíg var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag. Þess er krafist að maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Maðurinn var fluttur með lögreglubíl í Héraðsdóm Reykjavíkur rétt fyrir klukkan þrjú í dag að því er greint er frá á vef Fréttablaðsins. Ekki náðist í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón við vinnslu þessarar fréttar. Tveir voru handteknir á vettvangi brunans í gær fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögregluþjóna á vettvangi en þeim sleppt eftir skýrslutökur. Tilkynning barst um eldsvoðann klukkan 15:15 í gær. Húsið, sem er á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, varð hratt alelda og voru aðstæður mjög erfiðar slökkviliðsmönnum. Þá lagði mikinn reyk frá húsinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang. Þrír létust og tveir eru á gjörgæslu eftir brunann. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þá er hafin rannsókn á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna brunans en hún beinist að slökkvistarfi og aðstæðum í húsinu. Þá hefur verið boðað til blaðamannafundar vegna brunans í húsnæði Slökkviliðsins að Skógarhlíð 14 klukkan 17:30 í dag. Þar munu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn munu fara yfir atburði gærdagsins. Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Félagsmálaráðherra verði kallaður fyrir velferðarnefnd vegna aðbúnaðar erlends verkafólks Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefnina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda. 26. júní 2020 13:37 ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. 26. júní 2020 12:07 Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Karlmaðurinn sem handtekinn var í gær í þágu rannsóknar á brunanum við Bræðraborgastíg var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag. Þess er krafist að maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Maðurinn var fluttur með lögreglubíl í Héraðsdóm Reykjavíkur rétt fyrir klukkan þrjú í dag að því er greint er frá á vef Fréttablaðsins. Ekki náðist í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón við vinnslu þessarar fréttar. Tveir voru handteknir á vettvangi brunans í gær fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögregluþjóna á vettvangi en þeim sleppt eftir skýrslutökur. Tilkynning barst um eldsvoðann klukkan 15:15 í gær. Húsið, sem er á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, varð hratt alelda og voru aðstæður mjög erfiðar slökkviliðsmönnum. Þá lagði mikinn reyk frá húsinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang. Þrír létust og tveir eru á gjörgæslu eftir brunann. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þá er hafin rannsókn á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna brunans en hún beinist að slökkvistarfi og aðstæðum í húsinu. Þá hefur verið boðað til blaðamannafundar vegna brunans í húsnæði Slökkviliðsins að Skógarhlíð 14 klukkan 17:30 í dag. Þar munu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn munu fara yfir atburði gærdagsins.
Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Félagsmálaráðherra verði kallaður fyrir velferðarnefnd vegna aðbúnaðar erlends verkafólks Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefnina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda. 26. júní 2020 13:37 ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. 26. júní 2020 12:07 Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Félagsmálaráðherra verði kallaður fyrir velferðarnefnd vegna aðbúnaðar erlends verkafólks Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefnina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda. 26. júní 2020 13:37
ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. 26. júní 2020 12:07
Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51