Of hættulegt og of mikill hiti til að senda inn reykkafara Atli Ísleifsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 26. júní 2020 11:16 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir slökkvistarf hafa verið erfitt. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir enn óstaðfest hvar eldurinn hafi komið upp í húsinu við Bræðraborgarstíg sem brann í gær. „Það eru til góðar myndir af þessu frá fyrstu stundu þannig að það er sennilega verið að vinna með það.“ Hann segir að enn liggi ekkert fyrir um eldsupptök, en að rannsókn standi yfir. „[Lögregla] fékk vettvanginn afhentan klukkan hálf fjögur í nótt þannig að sú vinna er í gangi.“ Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir eldsvoðann, en einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna málsins. Húsið var byggt árið 1906 og segir Jón Viðar að það hafi verið byggt upp samkvæmt þeim byggingarefnum sem voru ráðandi á þeim tíma. Jón Viðar segir að sú staðreynd að vitað hafi verið um menn inni í húsinu hafi mótað allt starf slökkviliðs. „Fyrir okkur var þetta mjög erfitt slökkvistarf. […] Við reynum fyrst í upphafi að fara inn með reykkafara til að reyna að bjarga. En í raun er tekin sú ákvörðun að það var ekki að skila árangri, það var of hættulegt, of mikill hiti. Þannig að það sem kom í kjölfarið litaðist af því að menn vissu af einstaklingum inni og var lögð áhersla á að reyna að ná til þeirra eins fljótt og hægt var. En það tók sinn tíma þar sem það var kominn eldur í innveggi og útveggi og við þurftum svo að fara í að rífa þakið af húsinu til að ná betri tökum á eldinum og komast að þeim látnu.“ Að neðan má sjá frétt um brunann úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir enn óstaðfest hvar eldurinn hafi komið upp í húsinu við Bræðraborgarstíg sem brann í gær. „Það eru til góðar myndir af þessu frá fyrstu stundu þannig að það er sennilega verið að vinna með það.“ Hann segir að enn liggi ekkert fyrir um eldsupptök, en að rannsókn standi yfir. „[Lögregla] fékk vettvanginn afhentan klukkan hálf fjögur í nótt þannig að sú vinna er í gangi.“ Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir eldsvoðann, en einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna málsins. Húsið var byggt árið 1906 og segir Jón Viðar að það hafi verið byggt upp samkvæmt þeim byggingarefnum sem voru ráðandi á þeim tíma. Jón Viðar segir að sú staðreynd að vitað hafi verið um menn inni í húsinu hafi mótað allt starf slökkviliðs. „Fyrir okkur var þetta mjög erfitt slökkvistarf. […] Við reynum fyrst í upphafi að fara inn með reykkafara til að reyna að bjarga. En í raun er tekin sú ákvörðun að það var ekki að skila árangri, það var of hættulegt, of mikill hiti. Þannig að það sem kom í kjölfarið litaðist af því að menn vissu af einstaklingum inni og var lögð áhersla á að reyna að ná til þeirra eins fljótt og hægt var. En það tók sinn tíma þar sem það var kominn eldur í innveggi og útveggi og við þurftum svo að fara í að rífa þakið af húsinu til að ná betri tökum á eldinum og komast að þeim látnu.“ Að neðan má sjá frétt um brunann úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01