Of hættulegt og of mikill hiti til að senda inn reykkafara Atli Ísleifsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 26. júní 2020 11:16 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir slökkvistarf hafa verið erfitt. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir enn óstaðfest hvar eldurinn hafi komið upp í húsinu við Bræðraborgarstíg sem brann í gær. „Það eru til góðar myndir af þessu frá fyrstu stundu þannig að það er sennilega verið að vinna með það.“ Hann segir að enn liggi ekkert fyrir um eldsupptök, en að rannsókn standi yfir. „[Lögregla] fékk vettvanginn afhentan klukkan hálf fjögur í nótt þannig að sú vinna er í gangi.“ Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir eldsvoðann, en einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna málsins. Húsið var byggt árið 1906 og segir Jón Viðar að það hafi verið byggt upp samkvæmt þeim byggingarefnum sem voru ráðandi á þeim tíma. Jón Viðar segir að sú staðreynd að vitað hafi verið um menn inni í húsinu hafi mótað allt starf slökkviliðs. „Fyrir okkur var þetta mjög erfitt slökkvistarf. […] Við reynum fyrst í upphafi að fara inn með reykkafara til að reyna að bjarga. En í raun er tekin sú ákvörðun að það var ekki að skila árangri, það var of hættulegt, of mikill hiti. Þannig að það sem kom í kjölfarið litaðist af því að menn vissu af einstaklingum inni og var lögð áhersla á að reyna að ná til þeirra eins fljótt og hægt var. En það tók sinn tíma þar sem það var kominn eldur í innveggi og útveggi og við þurftum svo að fara í að rífa þakið af húsinu til að ná betri tökum á eldinum og komast að þeim látnu.“ Að neðan má sjá frétt um brunann úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir enn óstaðfest hvar eldurinn hafi komið upp í húsinu við Bræðraborgarstíg sem brann í gær. „Það eru til góðar myndir af þessu frá fyrstu stundu þannig að það er sennilega verið að vinna með það.“ Hann segir að enn liggi ekkert fyrir um eldsupptök, en að rannsókn standi yfir. „[Lögregla] fékk vettvanginn afhentan klukkan hálf fjögur í nótt þannig að sú vinna er í gangi.“ Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir eldsvoðann, en einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna málsins. Húsið var byggt árið 1906 og segir Jón Viðar að það hafi verið byggt upp samkvæmt þeim byggingarefnum sem voru ráðandi á þeim tíma. Jón Viðar segir að sú staðreynd að vitað hafi verið um menn inni í húsinu hafi mótað allt starf slökkviliðs. „Fyrir okkur var þetta mjög erfitt slökkvistarf. […] Við reynum fyrst í upphafi að fara inn með reykkafara til að reyna að bjarga. En í raun er tekin sú ákvörðun að það var ekki að skila árangri, það var of hættulegt, of mikill hiti. Þannig að það sem kom í kjölfarið litaðist af því að menn vissu af einstaklingum inni og var lögð áhersla á að reyna að ná til þeirra eins fljótt og hægt var. En það tók sinn tíma þar sem það var kominn eldur í innveggi og útveggi og við þurftum svo að fara í að rífa þakið af húsinu til að ná betri tökum á eldinum og komast að þeim látnu.“ Að neðan má sjá frétt um brunann úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01