Of hættulegt og of mikill hiti til að senda inn reykkafara Atli Ísleifsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 26. júní 2020 11:16 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir slökkvistarf hafa verið erfitt. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir enn óstaðfest hvar eldurinn hafi komið upp í húsinu við Bræðraborgarstíg sem brann í gær. „Það eru til góðar myndir af þessu frá fyrstu stundu þannig að það er sennilega verið að vinna með það.“ Hann segir að enn liggi ekkert fyrir um eldsupptök, en að rannsókn standi yfir. „[Lögregla] fékk vettvanginn afhentan klukkan hálf fjögur í nótt þannig að sú vinna er í gangi.“ Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir eldsvoðann, en einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna málsins. Húsið var byggt árið 1906 og segir Jón Viðar að það hafi verið byggt upp samkvæmt þeim byggingarefnum sem voru ráðandi á þeim tíma. Jón Viðar segir að sú staðreynd að vitað hafi verið um menn inni í húsinu hafi mótað allt starf slökkviliðs. „Fyrir okkur var þetta mjög erfitt slökkvistarf. […] Við reynum fyrst í upphafi að fara inn með reykkafara til að reyna að bjarga. En í raun er tekin sú ákvörðun að það var ekki að skila árangri, það var of hættulegt, of mikill hiti. Þannig að það sem kom í kjölfarið litaðist af því að menn vissu af einstaklingum inni og var lögð áhersla á að reyna að ná til þeirra eins fljótt og hægt var. En það tók sinn tíma þar sem það var kominn eldur í innveggi og útveggi og við þurftum svo að fara í að rífa þakið af húsinu til að ná betri tökum á eldinum og komast að þeim látnu.“ Að neðan má sjá frétt um brunann úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir enn óstaðfest hvar eldurinn hafi komið upp í húsinu við Bræðraborgarstíg sem brann í gær. „Það eru til góðar myndir af þessu frá fyrstu stundu þannig að það er sennilega verið að vinna með það.“ Hann segir að enn liggi ekkert fyrir um eldsupptök, en að rannsókn standi yfir. „[Lögregla] fékk vettvanginn afhentan klukkan hálf fjögur í nótt þannig að sú vinna er í gangi.“ Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir eldsvoðann, en einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna málsins. Húsið var byggt árið 1906 og segir Jón Viðar að það hafi verið byggt upp samkvæmt þeim byggingarefnum sem voru ráðandi á þeim tíma. Jón Viðar segir að sú staðreynd að vitað hafi verið um menn inni í húsinu hafi mótað allt starf slökkviliðs. „Fyrir okkur var þetta mjög erfitt slökkvistarf. […] Við reynum fyrst í upphafi að fara inn með reykkafara til að reyna að bjarga. En í raun er tekin sú ákvörðun að það var ekki að skila árangri, það var of hættulegt, of mikill hiti. Þannig að það sem kom í kjölfarið litaðist af því að menn vissu af einstaklingum inni og var lögð áhersla á að reyna að ná til þeirra eins fljótt og hægt var. En það tók sinn tíma þar sem það var kominn eldur í innveggi og útveggi og við þurftum svo að fara í að rífa þakið af húsinu til að ná betri tökum á eldinum og komast að þeim látnu.“ Að neðan má sjá frétt um brunann úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01