Liverpool varð í gær Englandsmeistari í ensku úrvalsdeildinni en félagið vann titilinn síðast árið 1991.
Liverpool er eitt vinsælasta íþróttafélagið hér á landi og halda gríðarlega margir Íslendingar með liðinu.
Þjóðsöngur Liverpool er lagið You'll Never Walk Alone með Gerry & The Pacemakers.
Söngvarinn Bjarni Arason mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og flutti lagið ásamt gítarleikaranum Hrafnkeli Pálmarssyni og má heyra flutninginn hér að neðan.