Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 20:00 KA vann öruggan sigur í kvöld og er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vísir/Bára Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. KA tók á móti Leikni frá Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri. Heimamenn leika í Pepsi Max deildinni en gestirnir eru deild neðar og spila í Lengjudeildinni. Var búist við jöfnum leik enda KA ekki spáð góðu gengi í sumar á meðan Leiknir gæti daðrað við að komast upp í deild þeira bestu. Annað var þó upp á teningnum í kvöld. Nökkvi Þeyr Þórisson kom KA mönnum yfir strax á 5. mínútu og svo lauk leiknum í raun formlega eftir hálftíma. Áður en kom af því þurfti Hallgrímur Jónasson að fara af velli vegna meiðsla í liði KA og eru það slæmar fréttir fyrir heimamenn ef hann er frá til lengri tíma en liðið er nú þegar án varnarmannsins Hauks Heiðar Haukssonar. Þegar hálftími var liðinn af leiknum rann Sólon Breki Leifsson er hann pressaði Kristijan Jajalo, markvörð KA, og endaði með því að fljúga inn í markvörðinn. Fyrir það fékk Sólon Breki sitt annað gula spjald í leiknum. Brynjar Hlöðversson, fyrirliði Leiknis, var ekki sáttur með gang mála og lét Valdimar Pálsson, dómara leiksins, heyra nokkur vel valin orð. Fyrir það fékk Brynjar einnig sitt annað gula spjald og þar með rautt. Klippa: Tvö rauð spjöld á sömu mínútunni Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi með löngu innköstin, Mikkel Qvist, tvöfaldaði forystu KA fyrir hálfleik og staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir áttu aldrei möguleika í þeim síðari og skoruðu heimamenn fjögur mörk. Þau gerðu þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson, Gunnar Örvar Stefánsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson. Þá skoraði Nökkvi Þeyr sitt annað mark í leiknum. Lokatölur 6-0 og KA komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á Grenivík voru HK-ingar í heimsókn en gestirnir unnu stórsigur á Íslandsmeisturum KR á dögunum í Pepsi Max deildinni. Heimamenn eru líkt og Leiknir í Lengjudeildinni. Eitthvað hefur ferðalagið setið í gestunum en heimamenn komust yfir á 17. mínútu þökk sé marki Gauta Gautasonar og þannig var staðan allt fram á 68. mínútu leiksins. Þá jafnaði Birnir Snær Ingason metin og Atli Arnarson tryggði gestunum svo farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Lokatölur 2-1 HK í vil. Fótbolti Mjólkurbikarinn HK KA Tengdar fréttir KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. KA tók á móti Leikni frá Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri. Heimamenn leika í Pepsi Max deildinni en gestirnir eru deild neðar og spila í Lengjudeildinni. Var búist við jöfnum leik enda KA ekki spáð góðu gengi í sumar á meðan Leiknir gæti daðrað við að komast upp í deild þeira bestu. Annað var þó upp á teningnum í kvöld. Nökkvi Þeyr Þórisson kom KA mönnum yfir strax á 5. mínútu og svo lauk leiknum í raun formlega eftir hálftíma. Áður en kom af því þurfti Hallgrímur Jónasson að fara af velli vegna meiðsla í liði KA og eru það slæmar fréttir fyrir heimamenn ef hann er frá til lengri tíma en liðið er nú þegar án varnarmannsins Hauks Heiðar Haukssonar. Þegar hálftími var liðinn af leiknum rann Sólon Breki Leifsson er hann pressaði Kristijan Jajalo, markvörð KA, og endaði með því að fljúga inn í markvörðinn. Fyrir það fékk Sólon Breki sitt annað gula spjald í leiknum. Brynjar Hlöðversson, fyrirliði Leiknis, var ekki sáttur með gang mála og lét Valdimar Pálsson, dómara leiksins, heyra nokkur vel valin orð. Fyrir það fékk Brynjar einnig sitt annað gula spjald og þar með rautt. Klippa: Tvö rauð spjöld á sömu mínútunni Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi með löngu innköstin, Mikkel Qvist, tvöfaldaði forystu KA fyrir hálfleik og staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir áttu aldrei möguleika í þeim síðari og skoruðu heimamenn fjögur mörk. Þau gerðu þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson, Gunnar Örvar Stefánsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson. Þá skoraði Nökkvi Þeyr sitt annað mark í leiknum. Lokatölur 6-0 og KA komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á Grenivík voru HK-ingar í heimsókn en gestirnir unnu stórsigur á Íslandsmeisturum KR á dögunum í Pepsi Max deildinni. Heimamenn eru líkt og Leiknir í Lengjudeildinni. Eitthvað hefur ferðalagið setið í gestunum en heimamenn komust yfir á 17. mínútu þökk sé marki Gauta Gautasonar og þannig var staðan allt fram á 68. mínútu leiksins. Þá jafnaði Birnir Snær Ingason metin og Atli Arnarson tryggði gestunum svo farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Lokatölur 2-1 HK í vil.
Fótbolti Mjólkurbikarinn HK KA Tengdar fréttir KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18
Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00
Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00
Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00