Eins og áður hefur komið fram mun NBA-deildin fara fram fyrir luktum dyrum í Disney World. Alls munu 22 af 30 liðum deildarinnar mæta og leika til þrautar þangað til úr verður skorið hvað alið stendur uppi sem sigurvegari.
Einn af máttarstólpum Los Angeles Lakers mun ekki mæta með liði sínu sökum kórónufaraldursins en hann vill ekki gera neitt sem gæti lagt fjölskyldumeðlimi sína í hættu.
Um er að ræða Avery Bradley sem er á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. Bradley á þrjú börn og eitt þeirra hefur glímt við veikindi tengd öndunarörðugleikum.
LA Lakers guard Avery Bradley announced that he will sit out of the NBA s restart of the season in Florida to protect his family's health https://t.co/GZyIDAFMrm pic.twitter.com/3uAZRzGhSx
— Forbes (@Forbes) June 24, 2020
Bradley hefur byrjað nær alla leiki Lakers á leiktíðinni en talið er að Kentavious Caldwell-Pope taki sæti hans í byrjunarliðinu. Þá má Lakers fá til sín nýjan leikmann í staðinn fyrir Bradley og hefur nafn J.R. Smith komið upp en hann lék með Lebron James hjá Cleveland Cavaliers á sínum tíma.