Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun sem kynnt var í dag. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar skoðum við líka nýja skýrslu frá Europol, þar sem fram kemur að gríðarleg aukning varð í dreifingu á stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í Evrópu. Vísbendingar eru um að sama þróun hafi átt sér stað hér á landi.

Í fréttatímanum kynnum við okkur líka nýjan markað sem opnast fyrir íslenskar framleiðsluvörur með straumhvörfum í siglingum á milli Íslands og Grænlands og skoðum loks tvo amúrhlébarða sem fæddust nýverið í dýragarði í Bandaríkjunum, en tegundin er í bráðri útrýmingarhættu.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×