Langri og erfiðri bið Framara lýkur 2022 - Taka á móti ÍR í bikarnum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2020 14:00 Framarar slógu út Álftanes í 1. umferð bikarsins og fylgdu því eftir með sigri á Haukum. VÍSIR/HAG Ef allt gengur eins og í draumi hjá karlaliði Fram í fótbolta í sumar gæti liðið „þurft“ að leika á Laugardalsvelli á næstu leiktíð. Sumarið 2022 standa vonir hins vegar til að ný og glæsileg aðstaða í Úlfarsárdal verði tilbúin fyrir liðið. Framarar, sem leika í næstefstu deild, taka á móti 2. deildarliði ÍR í kvöld kl. 18 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hófu leiktíðina í Lengjudeildinni vel um liðna helgi með 3-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði, og hafa slegið út Álftanes og Hauka í bikarnum. Leikurinn í kvöld fer fram í Safamýri en þar léku Framarar heimaleiki sína í fyrra og aftur í ár. Komist þeir ekki upp úr Lengjudeildinni í haust spila þeir þriðja árið í Safamýri áður en flutt verður upp í Grafarholt fyrir fullt og allt árið 2022. „Þar verðum við með svipaða aðstöðu og er á Hlíðarenda; íþróttahús, og stúku utan á íþróttahúsinu sem snýr að heimavellinum. Stúkan tekur um 1.600-1.700 manns. Þetta ætti að vera heimavöllur Fram að minnsta kosti næstu hundrað árin,“ sagði Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnu hjá Fram og leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Erfitt að vera á tveimur stöðum og spila jafnvel í þriðja hverfinu Þó að gervigrasvöllurinn í Safamýri og aðstaðan við hann dugi sem heimavöllur í næstefstu deild stenst hann ekki kröfurnar í efstu deild. Það mun hinn nýi völlur hins vegar svo sannarlega gera. Fram lék um langt árabil á Laugardalsvelli, síðast sumarið 2018, en var þó með völlinn í Úlfarsárdal sem heimavöll árið 2015 eftir að hafa fallið úr efstu deild. Þá var aðstaðan við völlinn þó ekki klár frekar en nú: „Það er búið að bíða eftir þessu í meira en áratug. Það var samið við Reykjavíkurborg 2008 og allt átti að vera klárt 2012, þannig að þetta hefur verið mjög löng bið. Það hefur verið erfitt fyrir félagið að vera svona á tveimur stöðum; endalausar rútuferðir fyrir iðkendur með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Þegar við spiluðum á Laugardalsvelli vorum við svo að spila í þriðja hverfinu. Við gælum við að það myndist meiri stemning og fólk mæti frekar á völlinn þegar við spilum í hverfinu,“ sagði Daði. Víkingar taka smám saman við hverfinu Framarar endurvöktu meistaraflokk kvenna fyrir þetta sumar og leikur liðið í 2. deild, en æfir að hluta í Úlfarsárdal líkt og yngri flokkar. Víkingur, sem er með bækistöðvar í Fossvogi, mun taka við iðkendum í Safamýrarhverfinu og Fram einbeita sér að starfi sínu í Grafarholti. „Sú þróun er hafin, í góðu samstarfi félaganna og borgarinnar. Hugsunin er sú að Víkingarnir komi smám saman inn í hverfið, svo að það gerist ekki bara á einni nóttu að Fram yfirgefi svæðið. Vorið 2022 standa vonir til að hægt verði að spila fótbolta í Úlfarsárdalnum og að um haustið verðum við flutt með allt okkar starf upp eftir. En þetta veltur auðvitað á því að framkvæmdir gangi eftir áætlun,“ sagði Daði. Íslenski boltinn Fram Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla. 23. júní 2020 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Ef allt gengur eins og í draumi hjá karlaliði Fram í fótbolta í sumar gæti liðið „þurft“ að leika á Laugardalsvelli á næstu leiktíð. Sumarið 2022 standa vonir hins vegar til að ný og glæsileg aðstaða í Úlfarsárdal verði tilbúin fyrir liðið. Framarar, sem leika í næstefstu deild, taka á móti 2. deildarliði ÍR í kvöld kl. 18 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hófu leiktíðina í Lengjudeildinni vel um liðna helgi með 3-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði, og hafa slegið út Álftanes og Hauka í bikarnum. Leikurinn í kvöld fer fram í Safamýri en þar léku Framarar heimaleiki sína í fyrra og aftur í ár. Komist þeir ekki upp úr Lengjudeildinni í haust spila þeir þriðja árið í Safamýri áður en flutt verður upp í Grafarholt fyrir fullt og allt árið 2022. „Þar verðum við með svipaða aðstöðu og er á Hlíðarenda; íþróttahús, og stúku utan á íþróttahúsinu sem snýr að heimavellinum. Stúkan tekur um 1.600-1.700 manns. Þetta ætti að vera heimavöllur Fram að minnsta kosti næstu hundrað árin,“ sagði Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnu hjá Fram og leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Erfitt að vera á tveimur stöðum og spila jafnvel í þriðja hverfinu Þó að gervigrasvöllurinn í Safamýri og aðstaðan við hann dugi sem heimavöllur í næstefstu deild stenst hann ekki kröfurnar í efstu deild. Það mun hinn nýi völlur hins vegar svo sannarlega gera. Fram lék um langt árabil á Laugardalsvelli, síðast sumarið 2018, en var þó með völlinn í Úlfarsárdal sem heimavöll árið 2015 eftir að hafa fallið úr efstu deild. Þá var aðstaðan við völlinn þó ekki klár frekar en nú: „Það er búið að bíða eftir þessu í meira en áratug. Það var samið við Reykjavíkurborg 2008 og allt átti að vera klárt 2012, þannig að þetta hefur verið mjög löng bið. Það hefur verið erfitt fyrir félagið að vera svona á tveimur stöðum; endalausar rútuferðir fyrir iðkendur með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Þegar við spiluðum á Laugardalsvelli vorum við svo að spila í þriðja hverfinu. Við gælum við að það myndist meiri stemning og fólk mæti frekar á völlinn þegar við spilum í hverfinu,“ sagði Daði. Víkingar taka smám saman við hverfinu Framarar endurvöktu meistaraflokk kvenna fyrir þetta sumar og leikur liðið í 2. deild, en æfir að hluta í Úlfarsárdal líkt og yngri flokkar. Víkingur, sem er með bækistöðvar í Fossvogi, mun taka við iðkendum í Safamýrarhverfinu og Fram einbeita sér að starfi sínu í Grafarholti. „Sú þróun er hafin, í góðu samstarfi félaganna og borgarinnar. Hugsunin er sú að Víkingarnir komi smám saman inn í hverfið, svo að það gerist ekki bara á einni nóttu að Fram yfirgefi svæðið. Vorið 2022 standa vonir til að hægt verði að spila fótbolta í Úlfarsárdalnum og að um haustið verðum við flutt með allt okkar starf upp eftir. En þetta veltur auðvitað á því að framkvæmdir gangi eftir áætlun,“ sagði Daði.
Íslenski boltinn Fram Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla. 23. júní 2020 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla. 23. júní 2020 11:30