Lífið samstarf

Kristý er glæný netverslun með kvenfatnað

Kristý ehf
Verslunin Kristý selur meðal annars æðislegan hörfatnað fyrir sumarið.
Verslunin Kristý selur meðal annars æðislegan hörfatnað fyrir sumarið.

Verslunin Kristý á Hyrnutorgi í Borgarnesi hefur opnað vefverslun kristý.is. Oddný Bragadóttir, eigandi Kristý nýtti tímann í samkomubanninu til að koma vefnum í loftið. Í tilefni opnunarinnar býðst 10 – 30% afsláttur af völdum vörum.

„Það hafði lengi staðið til að opna vefverslun og í covid ástandinu í vor gafst tími til að klára. Allar nýjustu vörurnar eru inni á vefversluninni en svo er enn meira úrval í versluninni sjálfri hér í verslunarmiðstöðinni á Hyrnutorgi. Við erum staðsett beint á móti Vínbúðinni,“ segir Oddný.

Kristý er „stelpubúð“ eins og Oddný orðar það, með dömufatnað, dömuskó, skartgripi og ilmvötn. Oddný flytur allt inn sjálf og leggur áherslu á öðruvísi vörur.

„Ég flyt meðal annars inn frönsk og ítölsk merki sem fást ekki víða. Fólk kíkir til okkar alls staðar að af landinu og hefur oft orð á því að vörurnar okkar skeri sig úr. Við erum til dæmis með fallegan hörfatnað sem er æðislegur fyrir sumarið, kjólar og túnikur og fleira sem fæst ekki annarsstaðar. Við eigum einnig til flottan fatnað á stórar stelpur en flest merki hjá okkur í stærðum frá 36 og upp í 60.“

Vefverslunin fer vel af stað og sendir Oddný pantanir um allt land viðskiptavinum að kostnaðarlausu. „Ég reyni að senda samdægurs eða daginn eftir að pöntun berst. Einnig er ekkert mál fyrir fólk að senda til baka og skila eða skipta ef þarf eða bara kíkja til okkar í verslunina á Hyrnutorgi.“

Verslunin á Hyrnutorgi, Borgarnesi er opin mánudaga - föstudaga frá 10-18 og laugardaga frá 11-14. Nánar á Kristy.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×