Fjögur af síðustu fimm komið gegn Fylki | Sjáðu sigurmarkið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 12:00 Damir var hinn rólegasti eftir leik þrátt fyrir að hafa tryggt Blikum öll þrjú stigin. Mynd/Stöð 2 Sport Varnarjaxlinn Damir Muminovic tryggði Breiðabliki 1-0 sigur á Fylki í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær er liðin mættust í Lautinni í Árbænum. „Ég skora ekki oft en fyrir mér skiptir engu máli hver skorar, ég vill bara vinna,“ sagði Damir um sigurmark gærkvöldsins. Damir – sem skorar þó eflaust meira en margir – hefur ekki beint farið mikinn fyrir framan mark andstæðinganna síðan hann gekk í raðir Breiðabliks. Damir er meira fyrir að láta verkin tala á eigin vallarhelming þar sem hann hefur verið einn allra besti varnarmaður Pepsi Max deildarinnar undanfarin ár. Frá árinu 2014 hefur miðvörðurinn skorað átta mörk í deild og bikar í samtals 138 leikjum. Það sem gerir mark gærdagsins sérstakt er sú staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hans hafa komið gegn Fylki. Klippa: Sigurmark Blika gegn Fylki Sumarið 2016 skoraði Damir tvö mörk í tuttugu leikjum, bæði gegn Fylki. Í fyrri leik liðanna þá tryggði hann Blikum 2-1 sigur. Fór leikurinn fram í Lautinni í Árbænum og skoraði Damir þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Nær alveg eins og í gær. Í síðari leik liðanna kom hann Blikum yfir þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Emil Ásmundsson jafnaði metin fyrir Fylki skömmu síðar. Síðasta sumar skoraði Damir eitt þriggja marka Blika – aftur í Lautinni – í ótrúlegu 4-3 tapi. Skoraði Damir í upphafi síðari hálfleiks og jafnaði metin í 2-2. Það dugði ekki til að þessu sinni en Blikar fengu á sig tvö mörk áður en Thomas Mikkelsen minnkaði muninn undir lok leiks. Þarna á milli er svo eitt mark í 4-2 sigri Breiðabliks á KA sumarið 2017. Af þeim átta mörkum sem Damir hefur skorað þá hafa sex þeirra tryggt Blikum annað hvort jafntefli eða sigur. Geri aðrir betur. Klippa: Damir í viðtali eftir leik Blaðamaður vissi ekki af þeirri staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hefðu verið gegn Fylki og ef marka má viðtalið þá vissi Damir það ekki heldur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. 21. júní 2020 22:15 Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. 21. júní 2020 21:45 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Varnarjaxlinn Damir Muminovic tryggði Breiðabliki 1-0 sigur á Fylki í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær er liðin mættust í Lautinni í Árbænum. „Ég skora ekki oft en fyrir mér skiptir engu máli hver skorar, ég vill bara vinna,“ sagði Damir um sigurmark gærkvöldsins. Damir – sem skorar þó eflaust meira en margir – hefur ekki beint farið mikinn fyrir framan mark andstæðinganna síðan hann gekk í raðir Breiðabliks. Damir er meira fyrir að láta verkin tala á eigin vallarhelming þar sem hann hefur verið einn allra besti varnarmaður Pepsi Max deildarinnar undanfarin ár. Frá árinu 2014 hefur miðvörðurinn skorað átta mörk í deild og bikar í samtals 138 leikjum. Það sem gerir mark gærdagsins sérstakt er sú staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hans hafa komið gegn Fylki. Klippa: Sigurmark Blika gegn Fylki Sumarið 2016 skoraði Damir tvö mörk í tuttugu leikjum, bæði gegn Fylki. Í fyrri leik liðanna þá tryggði hann Blikum 2-1 sigur. Fór leikurinn fram í Lautinni í Árbænum og skoraði Damir þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Nær alveg eins og í gær. Í síðari leik liðanna kom hann Blikum yfir þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Emil Ásmundsson jafnaði metin fyrir Fylki skömmu síðar. Síðasta sumar skoraði Damir eitt þriggja marka Blika – aftur í Lautinni – í ótrúlegu 4-3 tapi. Skoraði Damir í upphafi síðari hálfleiks og jafnaði metin í 2-2. Það dugði ekki til að þessu sinni en Blikar fengu á sig tvö mörk áður en Thomas Mikkelsen minnkaði muninn undir lok leiks. Þarna á milli er svo eitt mark í 4-2 sigri Breiðabliks á KA sumarið 2017. Af þeim átta mörkum sem Damir hefur skorað þá hafa sex þeirra tryggt Blikum annað hvort jafntefli eða sigur. Geri aðrir betur. Klippa: Damir í viðtali eftir leik Blaðamaður vissi ekki af þeirri staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hefðu verið gegn Fylki og ef marka má viðtalið þá vissi Damir það ekki heldur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. 21. júní 2020 22:15 Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. 21. júní 2020 21:45 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. 21. júní 2020 22:15
Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. 21. júní 2020 21:45