Bolton fær að gefa út bókina um tíma sinn með Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 16:14 John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna hyggst gefa út bók um tíma sinn við hlið Trump í næstu viku. Getty/Melissa Sue Gerrits Alríkisdómari skar úr um það í dag að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fái leyfi til að gefa út bók sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku en Bolton hefur verið sakaður af Hvíta húsinu um að hún innihaldi leynilegar upplýsingar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Bolton fyrr í vikunni vegna bókarinnar. Ráðuneytið hélt því fram að Bolton hafi brotið þagnarsamkomulag við ríkisstjórnina með því að skrifa bókina. Ákvörðun Royce Lamberth, alríkisdómara, er stór sigur fyrir Bolton og var deilt um hvort skrif bókarinnar væri brot á fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og brot á öryggi ríkisins. Dómarinn gerði það þó ljóst að hann hefði áhyggjur af því að ákvörðun Bolton um að skrifa bókina hefði getað stefnt þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu með því að taka einhliða ákvörðun um útgáfu bókarinnar án þess að ræða það við Hvíta húsið. Hvíta húsið fór fram á að útgáfa bókarinnar yrði stöðvuð þar til veitt væri skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá var þess krafist að öll eintök sem þegar höfðu verið afhent utanaðkomandi aðilum yrðu sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar færi í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur hefur þvertekið fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. ....Bolton broke the law and has been called out and rebuked for so doing, with a really big price to pay. He likes dropping bombs on people, and killing them. Now he will have bombs dropped on him!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 20, 2020 Stuttu eftir að úrskurður dómarans var birtur tísti Trump að Bolton hafi brotið lög með því að birta leynilegar upplýsingar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Endurkjör sem var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 12. júní 2020 19:43 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Alríkisdómari skar úr um það í dag að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fái leyfi til að gefa út bók sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku en Bolton hefur verið sakaður af Hvíta húsinu um að hún innihaldi leynilegar upplýsingar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Bolton fyrr í vikunni vegna bókarinnar. Ráðuneytið hélt því fram að Bolton hafi brotið þagnarsamkomulag við ríkisstjórnina með því að skrifa bókina. Ákvörðun Royce Lamberth, alríkisdómara, er stór sigur fyrir Bolton og var deilt um hvort skrif bókarinnar væri brot á fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og brot á öryggi ríkisins. Dómarinn gerði það þó ljóst að hann hefði áhyggjur af því að ákvörðun Bolton um að skrifa bókina hefði getað stefnt þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu með því að taka einhliða ákvörðun um útgáfu bókarinnar án þess að ræða það við Hvíta húsið. Hvíta húsið fór fram á að útgáfa bókarinnar yrði stöðvuð þar til veitt væri skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá var þess krafist að öll eintök sem þegar höfðu verið afhent utanaðkomandi aðilum yrðu sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar færi í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur hefur þvertekið fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. ....Bolton broke the law and has been called out and rebuked for so doing, with a really big price to pay. He likes dropping bombs on people, and killing them. Now he will have bombs dropped on him!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 20, 2020 Stuttu eftir að úrskurður dómarans var birtur tísti Trump að Bolton hafi brotið lög með því að birta leynilegar upplýsingar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Endurkjör sem var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 12. júní 2020 19:43 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47
Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21
Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Endurkjör sem var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 12. júní 2020 19:43