Jöfn og frjáls! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 19. júní 2020 22:54 Á Kvenréttindadaginn minnumst við langrar og erfiðrar baráttu kvenna fyrir kvenfrelsi, kosningarétti og kjörgengi og dagurinn í ár var jafn hátíðlegur og hvetjandi og alltaf. Við gleymum nefnilega oft í dagsins önn að þakka þeim konum sem tóku slaginn fyrir kynsystur sínar og kröfðust þess að konur væru líka menn. Um leið og við fyllumst þakklæti og lítum til baka þá er líka mikilvægt að horfa fram og velta fyrir sér hvar erum við stödd. Við eigum því miður enn langt í land að ná fullkomnu jafnrétti á Íslandi og birtingarmyndir þess samfélagsbundna óréttlætis eru margar og þekktar. Þar má nefna launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi, kynbundin forystuhlutverk, hlutfall viðmælenda fjölmiðla og svo fleira og fleira. Við í Reykjavíkurborg höfum undir stjórn Samfylkingar tekið stór og mikilvæg skref í jafnréttisátt. Við höfum unnið markvisst að því að eyða launamun með þeim árangri að hann mælist varla. Jafnréttisborgin Reykjavík Á síðasta kjörtímabili settum við á fót ofbeldisvarnarnefnd sem hefur forgangsraðað aðgerðum hvað varðar heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Við höfum sett viðbragðsreglur um hvernig bregðast skuli við áreitni og ofbeldi starfsemi borgarinnar og við nýtum okkur verkfæri kynjaðrar fjárhagsáætlunar til að reyna að tryggja að áhrif aðgerða okkar og framkvæmda hafi ekki neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna eða jafnrétti almennt. Til að mynda eiga skólar, íþróttafélög og aðrir að setja sér jafnréttisáætlanir og fylgja þeim. Á síðasta ári höfum við horft mikið til kvenna af erlendum uppruna, fatlaðra kvenna, heimilislausra kvenna, eldri kvenna og hinsegin fólks sem við þurfum að taka með okkur í baráttuna fyrir jöfnum rétti og tækifærum allra. Við erum öll jöfn, við höfum náð miklum árangri í kvennabaráttunni og ef við tökum öll höndum saman getum við náð fullu jafnrétti á Íslandi. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Heiða Björg Hilmisdóttir Jafnréttismál Reykjavík Borgarstjórn Kvenréttindadagurinn Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Á Kvenréttindadaginn minnumst við langrar og erfiðrar baráttu kvenna fyrir kvenfrelsi, kosningarétti og kjörgengi og dagurinn í ár var jafn hátíðlegur og hvetjandi og alltaf. Við gleymum nefnilega oft í dagsins önn að þakka þeim konum sem tóku slaginn fyrir kynsystur sínar og kröfðust þess að konur væru líka menn. Um leið og við fyllumst þakklæti og lítum til baka þá er líka mikilvægt að horfa fram og velta fyrir sér hvar erum við stödd. Við eigum því miður enn langt í land að ná fullkomnu jafnrétti á Íslandi og birtingarmyndir þess samfélagsbundna óréttlætis eru margar og þekktar. Þar má nefna launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi, kynbundin forystuhlutverk, hlutfall viðmælenda fjölmiðla og svo fleira og fleira. Við í Reykjavíkurborg höfum undir stjórn Samfylkingar tekið stór og mikilvæg skref í jafnréttisátt. Við höfum unnið markvisst að því að eyða launamun með þeim árangri að hann mælist varla. Jafnréttisborgin Reykjavík Á síðasta kjörtímabili settum við á fót ofbeldisvarnarnefnd sem hefur forgangsraðað aðgerðum hvað varðar heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Við höfum sett viðbragðsreglur um hvernig bregðast skuli við áreitni og ofbeldi starfsemi borgarinnar og við nýtum okkur verkfæri kynjaðrar fjárhagsáætlunar til að reyna að tryggja að áhrif aðgerða okkar og framkvæmda hafi ekki neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna eða jafnrétti almennt. Til að mynda eiga skólar, íþróttafélög og aðrir að setja sér jafnréttisáætlanir og fylgja þeim. Á síðasta ári höfum við horft mikið til kvenna af erlendum uppruna, fatlaðra kvenna, heimilislausra kvenna, eldri kvenna og hinsegin fólks sem við þurfum að taka með okkur í baráttuna fyrir jöfnum rétti og tækifærum allra. Við erum öll jöfn, við höfum náð miklum árangri í kvennabaráttunni og ef við tökum öll höndum saman getum við náð fullu jafnrétti á Íslandi. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar