Slagsmálahundar í brúðkaupi systur Hafþórs hlupu í burtu þegar Fjallið mætti á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig aðeins niður en þessi mynd er af Instagram siðu hans. Mynd/Instagram Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson sagði sögu úr brúðkaupi systur sinnar í nýjasta Youtube myndbandi sínu og Hafþór sagði þar líka frá því að hann væri farinn að huga að lyftingum á ný eftir fimm vikur af þolæfingum og hnefaleikaæfingum. Myndbandið byrjaði þó á smá sögu úr daglega lífinu en það var stór dagur hjá systur Fjallsins á dögunum og þá er oft gott að eiga að stóran og sterkan bróður. Hafþór Júlíus Björnsson og félagi hans voru nálægt því að lenda í slagsmálum þegar menn voru með ólæti fyrir utan brúðkaupsveislu systur hans. Sem betur fer leyst slagsmálahundunum ekkert á blikuna þegar Fjallið kom út úr veislusalnum. „Það voru einhverjir strákar að slást fyrir utan húsið þar sem brúðkaup systur minnar fór fram. Ég fór út og bað þá um að haga sér eins og menn og þeir fóru bara,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem fór síðan yfir æfingar síðustu vikna og hvað er fram undan. View this post on Instagram Stay focused, determined and consistent and you will see progress. A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 12, 2020 at 7:46am PDT „Ég hef ekki verið mikið í kraftlyftingum undanfarnar fimm vikur en ég vildi sjá stöðuna á mér í dag. Ég hef verið mikið í þolþjálfun að undanförnu og að boxa. Ég er því áhugasamur um hvernig þessi lyftingaæfing gengur og hversu mikinn kraft ég er búinn að missa á þessum fimm vikum. Það er samt ótrúlegt hvað þú getur misst mikinn kraft á svo stuttum tíma,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem er farinn að undirbúa sig fyrir keppnina um sterkasta mann Íslands. Hafþór Júlíus Björnsson ræddi líka stöðuna á skrokknum sínum í myndbandinu. Hann er orðinn miklu grennri og það er greinilegt að hann hefur misst mörg kíló á síðustu vikum. „Ég missti kílóin frekar fljótt í byrjun en þó að ég sé að borða miklu færri kaloríur þá er ég ekki að léttast mikið núna. Núna hefst aðal áskorunin,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að mæta tilbúinn í hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. „Ég er ekkert að flýta mér því ég veit að ég hef nægan tíma. Bardaginn er ekki fyrr en í september á næsta ári og það eru því margir dagar eftir ennþá til að æfa og bæta sig. Það eru góðu fréttirnar,“ sagði Hafþór Júlíus sem sýndi frá æfingu sinni í myndbandinu. Hann lyfti meðal annars 370 kílóum tvisvar í röð í réttstöðulyftu. Það má sjá myndbandið hans hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Kraftlyftingar Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira
Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson sagði sögu úr brúðkaupi systur sinnar í nýjasta Youtube myndbandi sínu og Hafþór sagði þar líka frá því að hann væri farinn að huga að lyftingum á ný eftir fimm vikur af þolæfingum og hnefaleikaæfingum. Myndbandið byrjaði þó á smá sögu úr daglega lífinu en það var stór dagur hjá systur Fjallsins á dögunum og þá er oft gott að eiga að stóran og sterkan bróður. Hafþór Júlíus Björnsson og félagi hans voru nálægt því að lenda í slagsmálum þegar menn voru með ólæti fyrir utan brúðkaupsveislu systur hans. Sem betur fer leyst slagsmálahundunum ekkert á blikuna þegar Fjallið kom út úr veislusalnum. „Það voru einhverjir strákar að slást fyrir utan húsið þar sem brúðkaup systur minnar fór fram. Ég fór út og bað þá um að haga sér eins og menn og þeir fóru bara,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem fór síðan yfir æfingar síðustu vikna og hvað er fram undan. View this post on Instagram Stay focused, determined and consistent and you will see progress. A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 12, 2020 at 7:46am PDT „Ég hef ekki verið mikið í kraftlyftingum undanfarnar fimm vikur en ég vildi sjá stöðuna á mér í dag. Ég hef verið mikið í þolþjálfun að undanförnu og að boxa. Ég er því áhugasamur um hvernig þessi lyftingaæfing gengur og hversu mikinn kraft ég er búinn að missa á þessum fimm vikum. Það er samt ótrúlegt hvað þú getur misst mikinn kraft á svo stuttum tíma,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem er farinn að undirbúa sig fyrir keppnina um sterkasta mann Íslands. Hafþór Júlíus Björnsson ræddi líka stöðuna á skrokknum sínum í myndbandinu. Hann er orðinn miklu grennri og það er greinilegt að hann hefur misst mörg kíló á síðustu vikum. „Ég missti kílóin frekar fljótt í byrjun en þó að ég sé að borða miklu færri kaloríur þá er ég ekki að léttast mikið núna. Núna hefst aðal áskorunin,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að mæta tilbúinn í hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. „Ég er ekkert að flýta mér því ég veit að ég hef nægan tíma. Bardaginn er ekki fyrr en í september á næsta ári og það eru því margir dagar eftir ennþá til að æfa og bæta sig. Það eru góðu fréttirnar,“ sagði Hafþór Júlíus sem sýndi frá æfingu sinni í myndbandinu. Hann lyfti meðal annars 370 kílóum tvisvar í röð í réttstöðulyftu. Það má sjá myndbandið hans hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Kraftlyftingar Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira