Kristjana Eir Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR og mun því aðstoða Borce Ilievski næsta vetur.
Í yfirlýsingu frá ÍR segir að Kristjana sé ein efnilegasti þjálfari landsins en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún mikla reynslu af þjálfun og er hún þjálfari U16-ára landsliðs kvenna.
Kristjana mun ekki bara þjálfa meistaraflokk karla hjá félaginu heldur einnig mun hún sinna þjálfun drengjaflokks hjá félaginu.
Kristjana er því annar kvenkyns aðstoðarþjálfarinn sem mun þjálfa í Dominos-deild karla næsta vetur en Danielle Rodriguez er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.