Aðskotahlutur sprengdi dekk á vél Norwegian Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 07:00 Eins og sjá má var dekkið illa farið. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks sem varð við flugtak Boeing 737-800 flugvélar Norwegian Air frá Keflavíkurflugvelli þann 16. júní 2018. Aðskotahlutur á flugbrautinni varð til þess að eitt af dekkjum flugvélarinnar hvellsprakk. Við það urðu margvíslegar skemmdir á búnaði vélarinnar, sem flogið var til Birmingham á Englandi svo hægt væri að lenda á þurri flugbraut. Í skýrslu nefndarinnar segir að við flugtak frá Keflavíkurflugvelli hafi flugmenn og flugliðar fundið fyrir óvenjulegum titringi frá lendingarbúnaði í nefi flugvélarinnar. Úr skýrslu RNSA. Listi yfir þann búnað flugvélarinnar sem varð fyrir skemmdum.Mynd/RNSA Eftir flugtak fengu flugmennirnir upplýsingar um að leifar úr dekki flugvélarinnar hafi fundist á flugbrautinni, auk þess sem að málmbiti hafi einnig fundist. Þar sem flugmennirnir höfðu einnig fengið ýmsar meldingar frá nemum flugvélarinnar töldu þeir líklegt að einhverjar skemmdir hafi orðið á flugvélinni við flugtak. Eftir að hafa farið yfir stöðu mála mátu þeir stöðuna svo að ekki væri fýsilegt að snúa við og lenda aftur í Keflavík. Skyggni hafi verið lélegt og flugbrautin hafi verið blaut vegna rigningar. Hafi einhver búnaður vélarinnar skemmst væri vænlegra að lenda á þurri flugbraut, en vélin var á leið til Madrídar. Ákváðu flugmenn að best væri að lenda í Birmingham á Englandi. Lýst var yfir neyðarástand þar sem vökvahemlunarbúnaði hafði misst þrýsting og haldið til Birmingham. Við lendingu kom í ljós að vindbrjótar á vinstri væng vélarinnar virkuðu ekki sem skyldi, auk þess sem að tætlur úr hinu sprungna dekki dreifðust yfir flugbrautina. Að öðru leyti gekk lendingin vel, en eftir lendingu sprautuðu slökkviliðsmenn froðu á lendingarbúnaðinn í nefi flugvélarinnar til þess að koma í veg fyrir að eldur kæmi upp. Engan sakaði. Aðskotahlutir sem fundust við flugbraut á Keflavíkurflugvelli eftir atvikið.Mynd/RNSA Eins og sjá má á listanum hér fyrir ofan varð margvíslegur búnaður vélarinnar fyrir skemmdum er aðskotahluturinn sprengdi dekkið. Eftir atvikið voru flugbrautirnar í Keflavík og Birmingham kembdar fyrir aðskotahlutum, í Keflavík fannst ýmis málmbúnaður á og við flugbrautirnar. Mælir flugslysanefndin með því að reglulega sé farið yfir verkferla í tengslum við fjarlægingu aðskotahluta á flugbrautum, til þess að tryggja að flugbrautir séu eins lausar við aðskotahluti og hægt er. Samgönguslys Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsós „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks sem varð við flugtak Boeing 737-800 flugvélar Norwegian Air frá Keflavíkurflugvelli þann 16. júní 2018. Aðskotahlutur á flugbrautinni varð til þess að eitt af dekkjum flugvélarinnar hvellsprakk. Við það urðu margvíslegar skemmdir á búnaði vélarinnar, sem flogið var til Birmingham á Englandi svo hægt væri að lenda á þurri flugbraut. Í skýrslu nefndarinnar segir að við flugtak frá Keflavíkurflugvelli hafi flugmenn og flugliðar fundið fyrir óvenjulegum titringi frá lendingarbúnaði í nefi flugvélarinnar. Úr skýrslu RNSA. Listi yfir þann búnað flugvélarinnar sem varð fyrir skemmdum.Mynd/RNSA Eftir flugtak fengu flugmennirnir upplýsingar um að leifar úr dekki flugvélarinnar hafi fundist á flugbrautinni, auk þess sem að málmbiti hafi einnig fundist. Þar sem flugmennirnir höfðu einnig fengið ýmsar meldingar frá nemum flugvélarinnar töldu þeir líklegt að einhverjar skemmdir hafi orðið á flugvélinni við flugtak. Eftir að hafa farið yfir stöðu mála mátu þeir stöðuna svo að ekki væri fýsilegt að snúa við og lenda aftur í Keflavík. Skyggni hafi verið lélegt og flugbrautin hafi verið blaut vegna rigningar. Hafi einhver búnaður vélarinnar skemmst væri vænlegra að lenda á þurri flugbraut, en vélin var á leið til Madrídar. Ákváðu flugmenn að best væri að lenda í Birmingham á Englandi. Lýst var yfir neyðarástand þar sem vökvahemlunarbúnaði hafði misst þrýsting og haldið til Birmingham. Við lendingu kom í ljós að vindbrjótar á vinstri væng vélarinnar virkuðu ekki sem skyldi, auk þess sem að tætlur úr hinu sprungna dekki dreifðust yfir flugbrautina. Að öðru leyti gekk lendingin vel, en eftir lendingu sprautuðu slökkviliðsmenn froðu á lendingarbúnaðinn í nefi flugvélarinnar til þess að koma í veg fyrir að eldur kæmi upp. Engan sakaði. Aðskotahlutir sem fundust við flugbraut á Keflavíkurflugvelli eftir atvikið.Mynd/RNSA Eins og sjá má á listanum hér fyrir ofan varð margvíslegur búnaður vélarinnar fyrir skemmdum er aðskotahluturinn sprengdi dekkið. Eftir atvikið voru flugbrautirnar í Keflavík og Birmingham kembdar fyrir aðskotahlutum, í Keflavík fannst ýmis málmbúnaður á og við flugbrautirnar. Mælir flugslysanefndin með því að reglulega sé farið yfir verkferla í tengslum við fjarlægingu aðskotahluta á flugbrautum, til þess að tryggja að flugbrautir séu eins lausar við aðskotahluti og hægt er.
Samgönguslys Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsós „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira