Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 18:00 Kristinn fagnaði marki sínu í gær vel og innilega. Vísir/Daniel Thor Breiðablik vann Gróttu 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær og var leikurinn merkilegur fyrir margar sakir. Var þetta til að mynda fyrsti leikur Gróttu í efstu deild. Þá var þetta fyrsti deildarleikurinn sem Kristinn Steindórsson skorar í síðan í október árið 2014. Kristinn hóf leikinn á varamannabekknum en þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum kom hann inn fyrir Brynjólf Andersen Willumsson. Það var svo í uppbótartíma leiksins sem Guðjón Pétur Lýðsson átti sendingu á Kristinn sem lék á varnarmenn Gróttu áður en hann setti boltann í slá og inn. Stórkostlegt mark og algjörlega óverjandi fyrir Hákon Rafn Valdimarsson í marki gestanna. Markið ásamt viðtali sem var tekið eftir leik má sjá og heyra hér að neðan. Hinn þrítugi Kristinn var mikill markaskorari á sínum yngri árum en hefur ekki átt sjö dagana sæla fyrir framan markið undanfarin ár. Raunar er það svo að hann hefur ekki skorað mark sem hefur verið skráð síðan hann skoraði í 3-2 tapi íslenska landsliðsins gegn Bandaríkjunum er liðin mættust í æfingaleik í Los Angeles í janúar árið 2016. Iceland lead! Luis Robles is stranded in the U.S. goal as Kristinn Steindorsson's shot is deflected in.LIVE chat: https://t.co/VJAfwl63RY— ESPN FC (@ESPNFC) January 31, 2016 Það eru því komin fjögur og hálft ár síðan Kristinn þandi netmöskvana í leik. Það þarf svo að fara enn lengra aftur í tímann til að finna síðasta mark hans með félagsliði. Vert er þó að nefna að Kristinn skoraði einnig í landsleik í janúar 2015 en þá lagði íslenska liðið Kanada af velli með tveimur mörkum gegn einu. Alls hefur Kristinn skorað tvö mörk í aðeins þremur landsleikjum. Kristinn skoraði síðast í deildarleik þegar Halmstad vann Falkenberg 4-0 í október árið 2014. Síðan þá hefur Kristinn leikið með Columbus Crew í Bandaríkjunum, GIF Sundsvall í Svíþjóð og svo FH í Pepsi Max deildinni 2018 og 2019. Kristinn hafði því leikið 92 deildarleiki frá árinu 2014 án þess að koma knettinum í markið áður en hann söng í netinu í gær. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristinn Steindórsson Undir lokin hjá FH var Kristinn farinn að spila sem djúpur miðjumaður en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, stefnir á að nota Kristinn ofar á vellinum. Það er ljóst að honum líður hvað best í grænu treyjunni en skoraði 34 mörk fyrir Blika frá 2007-2011. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Breiðablik vann Gróttu örugglega 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær en athygli vakti að bæði lið léku með „hefðbundna“ fjögurra manna varnarlínu. 15. júní 2020 14:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Breiðablik vann Gróttu 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær og var leikurinn merkilegur fyrir margar sakir. Var þetta til að mynda fyrsti leikur Gróttu í efstu deild. Þá var þetta fyrsti deildarleikurinn sem Kristinn Steindórsson skorar í síðan í október árið 2014. Kristinn hóf leikinn á varamannabekknum en þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum kom hann inn fyrir Brynjólf Andersen Willumsson. Það var svo í uppbótartíma leiksins sem Guðjón Pétur Lýðsson átti sendingu á Kristinn sem lék á varnarmenn Gróttu áður en hann setti boltann í slá og inn. Stórkostlegt mark og algjörlega óverjandi fyrir Hákon Rafn Valdimarsson í marki gestanna. Markið ásamt viðtali sem var tekið eftir leik má sjá og heyra hér að neðan. Hinn þrítugi Kristinn var mikill markaskorari á sínum yngri árum en hefur ekki átt sjö dagana sæla fyrir framan markið undanfarin ár. Raunar er það svo að hann hefur ekki skorað mark sem hefur verið skráð síðan hann skoraði í 3-2 tapi íslenska landsliðsins gegn Bandaríkjunum er liðin mættust í æfingaleik í Los Angeles í janúar árið 2016. Iceland lead! Luis Robles is stranded in the U.S. goal as Kristinn Steindorsson's shot is deflected in.LIVE chat: https://t.co/VJAfwl63RY— ESPN FC (@ESPNFC) January 31, 2016 Það eru því komin fjögur og hálft ár síðan Kristinn þandi netmöskvana í leik. Það þarf svo að fara enn lengra aftur í tímann til að finna síðasta mark hans með félagsliði. Vert er þó að nefna að Kristinn skoraði einnig í landsleik í janúar 2015 en þá lagði íslenska liðið Kanada af velli með tveimur mörkum gegn einu. Alls hefur Kristinn skorað tvö mörk í aðeins þremur landsleikjum. Kristinn skoraði síðast í deildarleik þegar Halmstad vann Falkenberg 4-0 í október árið 2014. Síðan þá hefur Kristinn leikið með Columbus Crew í Bandaríkjunum, GIF Sundsvall í Svíþjóð og svo FH í Pepsi Max deildinni 2018 og 2019. Kristinn hafði því leikið 92 deildarleiki frá árinu 2014 án þess að koma knettinum í markið áður en hann söng í netinu í gær. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristinn Steindórsson Undir lokin hjá FH var Kristinn farinn að spila sem djúpur miðjumaður en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, stefnir á að nota Kristinn ofar á vellinum. Það er ljóst að honum líður hvað best í grænu treyjunni en skoraði 34 mörk fyrir Blika frá 2007-2011.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Breiðablik vann Gróttu örugglega 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær en athygli vakti að bæði lið léku með „hefðbundna“ fjögurra manna varnarlínu. 15. júní 2020 14:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Breiðablik vann Gróttu örugglega 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær en athygli vakti að bæði lið léku með „hefðbundna“ fjögurra manna varnarlínu. 15. júní 2020 14:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti