Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að húsakynnum Mjólkursamsölunnar í Hálsahverfi í Reykjavík um klukkan 14 eftir að tilkynnt var um eld í flutningabíl.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði kom útkallið klukkan 14:06.
Tveir slökkviliðsbílar hafi verið sendir á vettvang og greiðlega hafi tekist að slökkva eldinn.
