Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 00:00 Skimun á Keflavíkurflugvelli hefst í dag, samhliða tilslökun á samkomubanni. Vísir/Vilhelm Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi, í samræmi við auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þess efnis. Ákvörðunin var tekin í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hvernig haga ætti tilslökunum. Þá hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag. Helstu breytingar sem urðu nú á miðnætti er að fjöldatakmörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Þá falla niður þær takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva sem hafa verið í gildi frá því slíkir staðir opnuðu aftur eftir að samkomubann var hert í mars. Þá var leyfilegur fjöldi gesta takmarkaður við 75% af þeim fjölda sem húsrúm leyfði. Fyrstu farþegar lenda upp úr tíu Í dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Áætluð flug til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag eru alls níu talsins. Það fyrsta er flug ungverska flugfélagsins Wizz Air frá London, sem áætlað er að lendi klukkan 10:10. Gera má ráð fyrir að farþegar þeirrar vélar verði þeir fyrstu sem verði skimaðir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Hér má nálgast nánari upplýsingar um fyrirhuguð komuflug til Keflavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag var fjallað nánar um málið, og skimunaraðstaðan skoðuð. Fjórða afléttingin Fyrsta aflétting á samkomutakmörkunum var gerð þ. 4 maí síðastliðinn, önnur aflétting var gerð 18. maí en þá voru sundlaugar opnaðar með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta og þriðja aflétting var gerð 25. maí síðastliðinn. Samkomubanni var komið á hér á landi þann 15. mars, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Bannið var tilkynnt tveimur dögum áður og sett til fjögurra vikna. Þá máttu ekki fleiri en hundrað koma saman á hverjum stað. Þann 22. mars var síðan tilkynnt um að samkomubannið yrði hert þann 24. mars og það framlengt. Þá var tilkynnt að ekki mættu fleiri en 20 koma saman á hverjum stað, nema um væri að ræða rými á borð við matvörubúðir eða lyfjaverslanir. Í maí fór að rofa til í þessum málum, en þann 4. maí voru gerðar fyrstu tilslakanir á banninu. Þá voru samkomutakmörk hækkuð upp í 50. Eins hófst starf í leik- og grunnskólum með eðlilegum hætti að nýju. Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi gat opnað á ný en áfram átti að tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur var. Þann 18. maí opnuðu sundlaugar síðan á nýjan leik, mörgum til mikillar gleði. Líkamsræktarstöðvarnar fylgdu fljótlega á eftir, en þær opnuðu dyr sínar þann 25. maí. Voru það síðustu tilslakanir sem gerðar voru á samkomubanninu þar til í dag. Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Fréttir af flugi Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi, í samræmi við auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þess efnis. Ákvörðunin var tekin í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hvernig haga ætti tilslökunum. Þá hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag. Helstu breytingar sem urðu nú á miðnætti er að fjöldatakmörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Þá falla niður þær takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva sem hafa verið í gildi frá því slíkir staðir opnuðu aftur eftir að samkomubann var hert í mars. Þá var leyfilegur fjöldi gesta takmarkaður við 75% af þeim fjölda sem húsrúm leyfði. Fyrstu farþegar lenda upp úr tíu Í dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Áætluð flug til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag eru alls níu talsins. Það fyrsta er flug ungverska flugfélagsins Wizz Air frá London, sem áætlað er að lendi klukkan 10:10. Gera má ráð fyrir að farþegar þeirrar vélar verði þeir fyrstu sem verði skimaðir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Hér má nálgast nánari upplýsingar um fyrirhuguð komuflug til Keflavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag var fjallað nánar um málið, og skimunaraðstaðan skoðuð. Fjórða afléttingin Fyrsta aflétting á samkomutakmörkunum var gerð þ. 4 maí síðastliðinn, önnur aflétting var gerð 18. maí en þá voru sundlaugar opnaðar með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta og þriðja aflétting var gerð 25. maí síðastliðinn. Samkomubanni var komið á hér á landi þann 15. mars, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Bannið var tilkynnt tveimur dögum áður og sett til fjögurra vikna. Þá máttu ekki fleiri en hundrað koma saman á hverjum stað. Þann 22. mars var síðan tilkynnt um að samkomubannið yrði hert þann 24. mars og það framlengt. Þá var tilkynnt að ekki mættu fleiri en 20 koma saman á hverjum stað, nema um væri að ræða rými á borð við matvörubúðir eða lyfjaverslanir. Í maí fór að rofa til í þessum málum, en þann 4. maí voru gerðar fyrstu tilslakanir á banninu. Þá voru samkomutakmörk hækkuð upp í 50. Eins hófst starf í leik- og grunnskólum með eðlilegum hætti að nýju. Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi gat opnað á ný en áfram átti að tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur var. Þann 18. maí opnuðu sundlaugar síðan á nýjan leik, mörgum til mikillar gleði. Líkamsræktarstöðvarnar fylgdu fljótlega á eftir, en þær opnuðu dyr sínar þann 25. maí. Voru það síðustu tilslakanir sem gerðar voru á samkomubanninu þar til í dag.
Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Fréttir af flugi Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira