Þarf Fjallið að fara að hafa áhyggjur af forminu hjá Eddie Hall? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 08:30 Eddie Hall setti þessar tvær myndir inn á Instagam reikninginn sinn þar sem sést vel hvað hann hefur bætt sitt form á þessum tíma. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall hafa sagt ýmislegt um hvorn annan í gegnum tíðina en þeir ætla að útkljá sín mál í hnefaleikahringnum. Þeir fengu því báðir það risaverkefni að breyta sér út kraftajötni í hnefaleikamann. Það er hins vegar annað en að segja það. Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn á fullt í hnefaleikaæfingarnar og honum hefur einmitt gengið vel í því að létta sig og koma sér í betra form. Hafþór lét vita af því á samfélagsmiðlum á dögunum að hann væri þegar búinn að missa heil átján kíló. Eddie Hall átti hins vegar svar við þeirri tilkynningu Hafþórs og það er greinilegt á nýjum myndum af Eddie Hall að hann tekur undirbúninginn sinn mjög alvarlega. ?? 2017: 196kg?? 2020: 163kgHall is looking RIPPED ahead of his fight against The Mountain! ????https://t.co/br6DaJ2DcO— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 11, 2020 Eddie Hall birti nýja mynd af sér á Instagram og þar lítur kappinn frábærlega út. Hann er búinn að taka af sér 33 kíló síðan að hann var þyngstur fyrir þremur árum. Það má greina kviðvöðvana þar sem áður var hrein og klár bumba en Eddie Hall lét vita af því á dögunum að hann hefði tekið hundrað magaæfingar á dag í 30 daga. Með því hefur Bretinn farið úr því að vera 196 kíló árið 2017 í að vera orðinn 163 kíló í dag. Hafþór Júlíus er stærri og nú mun þyngri. Hann er búinn að létta sig um næstum því tuttugu kíló en er enn samt 188 kíló að þyngd. Hafþór Júlíus Björnsson sendi Eddie Hall tóninn eftir að hann tók heimsmetið í réttstöðulyftu af Hall. „Ég sló metið þitt og nú ætla ég að slá þig niður í hringnum,“ sagði Hafþór strax eftir að hann bætti heimsmetið. „Ég vona að þú sért ánægður því ég er ánægður. Ég græði fullt af pening og fær líka að stíga inn í hringinn með þér og gera allt hlutina upp sem er algjörlega frábært,“ sagði Eddie Hall. Hnefaleikabardagi Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Eddie Hall fer fam í Las Vegas í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Það verður örugglega fylgst vel með þessum tveimur þangað til því mikið verk er enn fyrir höndum og þá sérstaklega hjá Fjallinu. Box Kraftlyftingar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall hafa sagt ýmislegt um hvorn annan í gegnum tíðina en þeir ætla að útkljá sín mál í hnefaleikahringnum. Þeir fengu því báðir það risaverkefni að breyta sér út kraftajötni í hnefaleikamann. Það er hins vegar annað en að segja það. Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn á fullt í hnefaleikaæfingarnar og honum hefur einmitt gengið vel í því að létta sig og koma sér í betra form. Hafþór lét vita af því á samfélagsmiðlum á dögunum að hann væri þegar búinn að missa heil átján kíló. Eddie Hall átti hins vegar svar við þeirri tilkynningu Hafþórs og það er greinilegt á nýjum myndum af Eddie Hall að hann tekur undirbúninginn sinn mjög alvarlega. ?? 2017: 196kg?? 2020: 163kgHall is looking RIPPED ahead of his fight against The Mountain! ????https://t.co/br6DaJ2DcO— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 11, 2020 Eddie Hall birti nýja mynd af sér á Instagram og þar lítur kappinn frábærlega út. Hann er búinn að taka af sér 33 kíló síðan að hann var þyngstur fyrir þremur árum. Það má greina kviðvöðvana þar sem áður var hrein og klár bumba en Eddie Hall lét vita af því á dögunum að hann hefði tekið hundrað magaæfingar á dag í 30 daga. Með því hefur Bretinn farið úr því að vera 196 kíló árið 2017 í að vera orðinn 163 kíló í dag. Hafþór Júlíus er stærri og nú mun þyngri. Hann er búinn að létta sig um næstum því tuttugu kíló en er enn samt 188 kíló að þyngd. Hafþór Júlíus Björnsson sendi Eddie Hall tóninn eftir að hann tók heimsmetið í réttstöðulyftu af Hall. „Ég sló metið þitt og nú ætla ég að slá þig niður í hringnum,“ sagði Hafþór strax eftir að hann bætti heimsmetið. „Ég vona að þú sért ánægður því ég er ánægður. Ég græði fullt af pening og fær líka að stíga inn í hringinn með þér og gera allt hlutina upp sem er algjörlega frábært,“ sagði Eddie Hall. Hnefaleikabardagi Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Eddie Hall fer fam í Las Vegas í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Það verður örugglega fylgst vel með þessum tveimur þangað til því mikið verk er enn fyrir höndum og þá sérstaklega hjá Fjallinu.
Box Kraftlyftingar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira