Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júní 2020 19:00 Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. Rannsóknin á morðinu á Palme er sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar. Engström var upphaflega vitni í málinu en á blaðamannafundi í morgun sagði Krister Petersson saksóknari að vitnisburður Engström og lýsingar hans á framvindunni hafi ekki passað við frásagnir allra annarra sem voru á vettvangi. Hann hafi haft aðgang að vopni sem gæti hafa verið notað. Eitt er þó víst, Engström verður ekki ákærður enda stytti hann sér aldur árið 2000. „Þar sem Stig Engström er látinn get ég ekki sótt hann til saka né yfirheyrt. Því hef ég ákveðið að rannsókninni sé nú lokið, enda sá grunaði látinn,“ sagði Petersson. Joakim Palme, sonur þeirra Olof og Lisbet forsætisráðherrahjóna, segist viss um að Engström sé sá seki. „Mér þykir saksóknarar hafa nýtt sönnunargögnin af vettvangi eins vel og hægt er og það dugar til að sannfæra mig um það hver sá seki er,“ sagði Joakim Palme. Stefan Löfven, núverandi forsætisráðherra, boðaði til blaðamannafundar og sagði þetta afar tilfinningaþrunginn dag. „Í réttarríki er ekki ríkisstjórnarinnar að fella dóm né byggja ákvarðanir á niðurstöðu saksóknara. En sem manneskja og sem leiðtogi sama flokks og Olof Palme get ég sagt að þetta er afar tilfinningaþrunginn dagur. Besta leiðin til að binda endi á þetta hefði auðvitað verið að fá sakfellingu.“ Morðið á Olof Palme Svíþjóð Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. Rannsóknin á morðinu á Palme er sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar. Engström var upphaflega vitni í málinu en á blaðamannafundi í morgun sagði Krister Petersson saksóknari að vitnisburður Engström og lýsingar hans á framvindunni hafi ekki passað við frásagnir allra annarra sem voru á vettvangi. Hann hafi haft aðgang að vopni sem gæti hafa verið notað. Eitt er þó víst, Engström verður ekki ákærður enda stytti hann sér aldur árið 2000. „Þar sem Stig Engström er látinn get ég ekki sótt hann til saka né yfirheyrt. Því hef ég ákveðið að rannsókninni sé nú lokið, enda sá grunaði látinn,“ sagði Petersson. Joakim Palme, sonur þeirra Olof og Lisbet forsætisráðherrahjóna, segist viss um að Engström sé sá seki. „Mér þykir saksóknarar hafa nýtt sönnunargögnin af vettvangi eins vel og hægt er og það dugar til að sannfæra mig um það hver sá seki er,“ sagði Joakim Palme. Stefan Löfven, núverandi forsætisráðherra, boðaði til blaðamannafundar og sagði þetta afar tilfinningaþrunginn dag. „Í réttarríki er ekki ríkisstjórnarinnar að fella dóm né byggja ákvarðanir á niðurstöðu saksóknara. En sem manneskja og sem leiðtogi sama flokks og Olof Palme get ég sagt að þetta er afar tilfinningaþrunginn dagur. Besta leiðin til að binda endi á þetta hefði auðvitað verið að fá sakfellingu.“
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira