Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2020 21:28 Dettifoss, nýjasta og stærsta skip Eimskipafélagsins. Mynd/TLS shipping & trading. Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína en þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands í fyrsta sinn um miðjan júlí. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eimskipafélagið fékk Dettifoss afhentan frá skipasmíðastöðinni í Kína í lok aprílmánaðar og fær síðan systurskipið Brúarfoss í haust. Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line er þegar komið með samskonar skip í notkun en formlegt samstarf skipafélaganna hefst í þessari viku, sem markar þáttaskil í samskiptum Íslendinga og Grænlendinga. Skipin eru öll sérstaklega styrkt til siglinga á hafíssvæðum í kringum Grænland. Sjá nánar um sterkari vinabönd Grænlendinga og Íslendinga með siglingasamstarfi: Sextán manna íslensk áhöfn siglir Dettifossi heim frá Kína undir stjórn skipstjórans Braga Björgvinssonar. Vegna kórónufaraldursins reyndist flókið að fylgja skipinu úr höfn og þurfti hópurinn að dvelja í fjórtán daga sóttkví í Kína við erfiðar aðstæður. Bragi Björgvinsson skipstjóri í brú Dettifoss. Sextán manna áhöfn Íslendinga siglir skipinu heim.Mynd/Eimskip. Heimsiglingin til Íslands hófst frá borginni Guangzhou þann 7. maí en Dettifoss byrjaði á því að sækja vörur til borgarinnar Taicang, kom síðan við í Singapore og Sri Lanka. Í dag kom Dettifoss svo að Suesskurðinum og er búist að hann sigli þar í gegn í nótt eða á morgun inn í Miðjarðarhaf. Þaðan liggur leiðin til Danmerkur og er áætlað að skipið leggi upp frá Árósum þann 10. júlí og komi loks til Reykjavíkur þann 14. júlí. Dettifoss kom að Súesskurðinum í dag. Skipið hóf heimsiglinguna frá Kína þann 7. maí og er áætlað að það komi til Reykjavíkur 68 dögum síðar, þann 14. júlí.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip í sögu Eimskips og stærstu gámaskip í sögu íslenska kaupskipaflotans, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2150 gámaeiningar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Sjá nánar um samstarf Eimskips og Royal Arctic Line: Sjá nánar um ákvörðun um smíði skipanna: Skipaflutningar Samgöngur Grænland Verslun Norðurslóðir Kína Súesskurðurinn Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína en þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands í fyrsta sinn um miðjan júlí. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eimskipafélagið fékk Dettifoss afhentan frá skipasmíðastöðinni í Kína í lok aprílmánaðar og fær síðan systurskipið Brúarfoss í haust. Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line er þegar komið með samskonar skip í notkun en formlegt samstarf skipafélaganna hefst í þessari viku, sem markar þáttaskil í samskiptum Íslendinga og Grænlendinga. Skipin eru öll sérstaklega styrkt til siglinga á hafíssvæðum í kringum Grænland. Sjá nánar um sterkari vinabönd Grænlendinga og Íslendinga með siglingasamstarfi: Sextán manna íslensk áhöfn siglir Dettifossi heim frá Kína undir stjórn skipstjórans Braga Björgvinssonar. Vegna kórónufaraldursins reyndist flókið að fylgja skipinu úr höfn og þurfti hópurinn að dvelja í fjórtán daga sóttkví í Kína við erfiðar aðstæður. Bragi Björgvinsson skipstjóri í brú Dettifoss. Sextán manna áhöfn Íslendinga siglir skipinu heim.Mynd/Eimskip. Heimsiglingin til Íslands hófst frá borginni Guangzhou þann 7. maí en Dettifoss byrjaði á því að sækja vörur til borgarinnar Taicang, kom síðan við í Singapore og Sri Lanka. Í dag kom Dettifoss svo að Suesskurðinum og er búist að hann sigli þar í gegn í nótt eða á morgun inn í Miðjarðarhaf. Þaðan liggur leiðin til Danmerkur og er áætlað að skipið leggi upp frá Árósum þann 10. júlí og komi loks til Reykjavíkur þann 14. júlí. Dettifoss kom að Súesskurðinum í dag. Skipið hóf heimsiglinguna frá Kína þann 7. maí og er áætlað að það komi til Reykjavíkur 68 dögum síðar, þann 14. júlí.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip í sögu Eimskips og stærstu gámaskip í sögu íslenska kaupskipaflotans, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2150 gámaeiningar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Sjá nánar um samstarf Eimskips og Royal Arctic Line: Sjá nánar um ákvörðun um smíði skipanna:
Skipaflutningar Samgöngur Grænland Verslun Norðurslóðir Kína Súesskurðurinn Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira