Vanhugsun eða falin dagskrá? - breytingartillaga um útlendingalög Toshiki Toma skrifar 9. júní 2020 16:33 Í frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga sem er nú lagt fyrir á Alþingi eru margskonar gallar sem geta valdið alvarlegum skerðingum á réttindum flóttafólks og erlendra ríkisborgara. Mig langar að benda á einn þeirra hér, en hann varðar skerðingu á grunnréttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem bíður eftir framkvæmd brottvísunar. 33. grein núgildandi útlendingalaga kveður á um að ,,Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, (...)". Þessi lagaákvæði byggjast á ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar sem fela í sér að tryggð séu grunnmannréttindi allra manneskja til að lifamannsæmandi lífi jafnvel þó að maður sé í sérstökum lífsaðstæðum eins og að vera á flótta. En þetta boð um tryggingu réttinda er ekki ótakmörkuð og sama greinin kveður einnig um að ,,Ráðherra setur (...) reglugerð með nánari ákvæðum um (...) þ.m.t. kröfu um að umsækjandi beri sjálfur kostnað af framfærslu sinni hér á landi og um aðgang að menntun og starfsþjálfun." Þetta er skiljanlegt. Lögin fela í sér tryggingu grunnréttinda, en reglugerðin felur í sér takmörkun, í samræmi við tilgang lagaákvæðis, svo að lagaákvæðið sé ekki misnotað. En í breytingartillögunni er eftirfarandi bætt í lögin sjálf: ,,Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun". Málið er að ef breytingartillagan verður að lagaákvæði, getur Útlendingastofnun hætt að veita hælisleitanda húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilsugæsluþjónustu þegar viðkomandi fær endanlega synjun um hælisumsókn sína. En í núverandi lögum og reglugerðum eru þessi grunnréttindi tryggð þangað til brottvísun kemur til framkvæmdar. Mig langar að koma á framfæri einu mikilvægu atriði hér. Þegar hælisleitandi hefur fengið endanlega synjun kemur brottvísun ekki alltaf strax til framkvæmdar. Stundum líða þrír til sex mánuðir, eða jafnvel eitt ár eftir ákvörðun um synjun. Á þessu tímabili milli endanlegrar synjunar og framkvæmdar brottvísunar, má viðkomandi oftast ekki vinna og hefur viðkomandi því ekki önnur úrræði en að reiða sig á þjónustu sem yfirvöld veita honum. Hvernig getur viðkomandi lifað af í marga mánuði ef Útlendingastofnun hættir þjónustu við hann? Nú er ég með tvær spurningar. Eins og ég sagði áðan, eru húsnæði, framfærsla og nauðsynleg heilsugæsluþjónusta grunnréttindi manneskjunnar fyrir mannsæmandi lífi. Ef yfirvöld vilja eða verða að skerða þessi grunnréttindi, þá hlýtur að vera ,,skiljanleg og óhjákvæmileg ástæða" þar að baki. Ég spyr: Hver er ástæðan? Það er engin ástæða gefin.Greinargerð um viðkomandi breytingartillögu sem fylgir frumvarpinu segir ekkert um ástæðu breytingarinnar. Misnotkun þjónustu getur ekki verið ástæða af því að reglugerðin getur séð um það atriði eins og ég benti á áðan. En ég tel af orðum í inngangi greinargerðarinnar, að ástæðan sé að spara peninga. Ef ástæðan er sparnaður í ríkissjóði, hvers vegna útskýrir greinargerðin um hana þá ekki með því að leggja fram nægileg gögn svo að almenningleg umræða standist? Þetta er allt of stór galli þegar um svona mikilvægt mál um grunnréttindi manns er að ræða. Önnur spurning mín er þessi: hver er hugmynd yfirvalda um afleiðingar af skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitanda sem bíður brottvísunnar? Hvað á viðkomandi að gera ef hann hefur engan gististað, peninga til að kaupa mat og umönnun ef hann veikist? Hvaða úrræði leggja yfirvöld til í slíkum tilfellum? Ég get ekki ímyndað mér að þau séu ekki að hugsa um afleiðingarnar sem fylgja skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitendur. En hugmyndir um önnur úrræði eftir skerðingu sjást hvergi í frumvarpinu né greinargerðinni. Er þetta bara vegna vanhugsunar? Mig grunar að svo sé ekki. Mig grunar að yfirvöld búist við því að annað hvort finni viðkomandi hælisleitandi leið til að flýja Ísland sjálfur fremur en að búa á götunni eða að góðgerðarsamtök og almenningur með góðan vilja muni hjálpa viðkomandi um húsnæði, framfærslu og læknisþjónustu. Ég vona sjálfur að grunsemdir mínar séu ekki réttar. En ef það er ,,falin dagskrá" hjá yfirvöldum, þá munu þau tapa trausti almennings. Um breytingartillögu um 33. grein útlendingalaga er allt of mikið óljóst að mínu mati. Ég skóra á dómsmálaráðherra að viðkomandi tillaga sé tekin úr frumvarpinu eða frumvarpið sem heild sé dregið til baka. Höfundur er prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga sem er nú lagt fyrir á Alþingi eru margskonar gallar sem geta valdið alvarlegum skerðingum á réttindum flóttafólks og erlendra ríkisborgara. Mig langar að benda á einn þeirra hér, en hann varðar skerðingu á grunnréttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem bíður eftir framkvæmd brottvísunar. 33. grein núgildandi útlendingalaga kveður á um að ,,Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, (...)". Þessi lagaákvæði byggjast á ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar sem fela í sér að tryggð séu grunnmannréttindi allra manneskja til að lifamannsæmandi lífi jafnvel þó að maður sé í sérstökum lífsaðstæðum eins og að vera á flótta. En þetta boð um tryggingu réttinda er ekki ótakmörkuð og sama greinin kveður einnig um að ,,Ráðherra setur (...) reglugerð með nánari ákvæðum um (...) þ.m.t. kröfu um að umsækjandi beri sjálfur kostnað af framfærslu sinni hér á landi og um aðgang að menntun og starfsþjálfun." Þetta er skiljanlegt. Lögin fela í sér tryggingu grunnréttinda, en reglugerðin felur í sér takmörkun, í samræmi við tilgang lagaákvæðis, svo að lagaákvæðið sé ekki misnotað. En í breytingartillögunni er eftirfarandi bætt í lögin sjálf: ,,Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun". Málið er að ef breytingartillagan verður að lagaákvæði, getur Útlendingastofnun hætt að veita hælisleitanda húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilsugæsluþjónustu þegar viðkomandi fær endanlega synjun um hælisumsókn sína. En í núverandi lögum og reglugerðum eru þessi grunnréttindi tryggð þangað til brottvísun kemur til framkvæmdar. Mig langar að koma á framfæri einu mikilvægu atriði hér. Þegar hælisleitandi hefur fengið endanlega synjun kemur brottvísun ekki alltaf strax til framkvæmdar. Stundum líða þrír til sex mánuðir, eða jafnvel eitt ár eftir ákvörðun um synjun. Á þessu tímabili milli endanlegrar synjunar og framkvæmdar brottvísunar, má viðkomandi oftast ekki vinna og hefur viðkomandi því ekki önnur úrræði en að reiða sig á þjónustu sem yfirvöld veita honum. Hvernig getur viðkomandi lifað af í marga mánuði ef Útlendingastofnun hættir þjónustu við hann? Nú er ég með tvær spurningar. Eins og ég sagði áðan, eru húsnæði, framfærsla og nauðsynleg heilsugæsluþjónusta grunnréttindi manneskjunnar fyrir mannsæmandi lífi. Ef yfirvöld vilja eða verða að skerða þessi grunnréttindi, þá hlýtur að vera ,,skiljanleg og óhjákvæmileg ástæða" þar að baki. Ég spyr: Hver er ástæðan? Það er engin ástæða gefin.Greinargerð um viðkomandi breytingartillögu sem fylgir frumvarpinu segir ekkert um ástæðu breytingarinnar. Misnotkun þjónustu getur ekki verið ástæða af því að reglugerðin getur séð um það atriði eins og ég benti á áðan. En ég tel af orðum í inngangi greinargerðarinnar, að ástæðan sé að spara peninga. Ef ástæðan er sparnaður í ríkissjóði, hvers vegna útskýrir greinargerðin um hana þá ekki með því að leggja fram nægileg gögn svo að almenningleg umræða standist? Þetta er allt of stór galli þegar um svona mikilvægt mál um grunnréttindi manns er að ræða. Önnur spurning mín er þessi: hver er hugmynd yfirvalda um afleiðingar af skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitanda sem bíður brottvísunnar? Hvað á viðkomandi að gera ef hann hefur engan gististað, peninga til að kaupa mat og umönnun ef hann veikist? Hvaða úrræði leggja yfirvöld til í slíkum tilfellum? Ég get ekki ímyndað mér að þau séu ekki að hugsa um afleiðingarnar sem fylgja skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitendur. En hugmyndir um önnur úrræði eftir skerðingu sjást hvergi í frumvarpinu né greinargerðinni. Er þetta bara vegna vanhugsunar? Mig grunar að svo sé ekki. Mig grunar að yfirvöld búist við því að annað hvort finni viðkomandi hælisleitandi leið til að flýja Ísland sjálfur fremur en að búa á götunni eða að góðgerðarsamtök og almenningur með góðan vilja muni hjálpa viðkomandi um húsnæði, framfærslu og læknisþjónustu. Ég vona sjálfur að grunsemdir mínar séu ekki réttar. En ef það er ,,falin dagskrá" hjá yfirvöldum, þá munu þau tapa trausti almennings. Um breytingartillögu um 33. grein útlendingalaga er allt of mikið óljóst að mínu mati. Ég skóra á dómsmálaráðherra að viðkomandi tillaga sé tekin úr frumvarpinu eða frumvarpið sem heild sé dregið til baka. Höfundur er prestur innflytjenda
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun