Segir ekkert koma í veg fyrir VAR á Íslandi annað en ákvörðunartökuna Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 19:30 Rikki G og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson í VAR-herberginu þar sem leikur KR og Víkings R. var til skoðunar. MYND/STÖÐ 2 Á meðan á leik KR og Víkings R. stóð í meistarakeppni KSÍ í gærkvöld prófuðu starfsmenn íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins OZ myndbandsdómarakerfi sitt. Það verður hugsanlega notað í íslenska boltanum á næstu árum. Milliríkjadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er einn þeirra sem vinna að gerð VAR-kerfis OZ og hann segir í raun aðallega vanta skýra ákvörðun íslensku knattspyrnuforystunnar svo að VAR verði tekið í notkun í íslenska boltanum. Rikki G heimsótti Vilhjálm í „VAR-herbergið“ í Sportpakkanum á Stöð 2: „Við sýndum fram á það í gær að við gátum verið með VAR-kerfi í gangi en engin samskipti við dómara eða áhrif á leikinn. Við vorum bara að vinna með myndbandsefnið. En það sem þarf að gera er að knattspyrnusambönd þurfa að sækja um að fá að innleiða VAR, og þá fer ferli í gang með FIFA og IFAB, og þá þarf að fara af stað þjálfun dómara því það er ekki bara hægt að ýta á play og byrja með VAR. En við sjáum að það er í raun ekkert sem stoppar annað en ákvörðunartakan,“ segir Vilhjálmur. Ekki notað á leikjum í sumar Aðspurður segir Vilhjálmur þó ekki inni í myndinni að VAR verði notað á einstaka leikjum hér á landi í sumar. „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt. Það verður alla vega ekki neinn leikur í sumar þar sem að VAR mun hjálpa dómaranum með því að leggja til leiðréttingu á ákvörðun, en vonandi getum við haldið áfram að prófa búnaðinn okkar og gera hann ennþá betri og tilbúnari fyrir Ísland og önnur lönd,“ segir Vilhjálmur. Nú þegar VAR hefur verið tekið í notkun í fjölda knattspyrnudeilda um allan heim stefnir OZ að því að skapa sér pláss á markaðnum með sinni lausn. „Við erum í samskiptum við ýmis sambönd og vonandi sjáum við okkar kerfi notað á sem flestum stöðum úti í heimi í framtíðinni,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Sportpakkinn - Prófuðu sig áfram með VAR á leik KR og Víkings Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá. 26. mars 2020 19:00 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Á meðan á leik KR og Víkings R. stóð í meistarakeppni KSÍ í gærkvöld prófuðu starfsmenn íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins OZ myndbandsdómarakerfi sitt. Það verður hugsanlega notað í íslenska boltanum á næstu árum. Milliríkjadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er einn þeirra sem vinna að gerð VAR-kerfis OZ og hann segir í raun aðallega vanta skýra ákvörðun íslensku knattspyrnuforystunnar svo að VAR verði tekið í notkun í íslenska boltanum. Rikki G heimsótti Vilhjálm í „VAR-herbergið“ í Sportpakkanum á Stöð 2: „Við sýndum fram á það í gær að við gátum verið með VAR-kerfi í gangi en engin samskipti við dómara eða áhrif á leikinn. Við vorum bara að vinna með myndbandsefnið. En það sem þarf að gera er að knattspyrnusambönd þurfa að sækja um að fá að innleiða VAR, og þá fer ferli í gang með FIFA og IFAB, og þá þarf að fara af stað þjálfun dómara því það er ekki bara hægt að ýta á play og byrja með VAR. En við sjáum að það er í raun ekkert sem stoppar annað en ákvörðunartakan,“ segir Vilhjálmur. Ekki notað á leikjum í sumar Aðspurður segir Vilhjálmur þó ekki inni í myndinni að VAR verði notað á einstaka leikjum hér á landi í sumar. „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt. Það verður alla vega ekki neinn leikur í sumar þar sem að VAR mun hjálpa dómaranum með því að leggja til leiðréttingu á ákvörðun, en vonandi getum við haldið áfram að prófa búnaðinn okkar og gera hann ennþá betri og tilbúnari fyrir Ísland og önnur lönd,“ segir Vilhjálmur. Nú þegar VAR hefur verið tekið í notkun í fjölda knattspyrnudeilda um allan heim stefnir OZ að því að skapa sér pláss á markaðnum með sinni lausn. „Við erum í samskiptum við ýmis sambönd og vonandi sjáum við okkar kerfi notað á sem flestum stöðum úti í heimi í framtíðinni,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Sportpakkinn - Prófuðu sig áfram með VAR á leik KR og Víkings
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá. 26. mars 2020 19:00 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45
Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá. 26. mars 2020 19:00
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn