Þurftu að fækka plássum á Vogi um helming í samkomubanni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2020 20:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Einar Árnason Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Ríflega fimm hundruð eru á biðlista. Starfsemi SÁÁ hefur ekki farið varhluta af áhrifum covid-19, jafnvel þótt dregið hafi úr aðsókn í meðferð á Vogi í apríl. „Á Vogi vorum við með helmingi færri en venjulega, þannig að við keyrðum á helmings afköstum á Vogi,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Það var meðal annars svo unnt væri að virða tveggja metra regluna. Nú eru afköst að aukast að nýju en ríflega 500 eru á biðlista eftir að komast að á Vogi. „Núna það sem eftir lifir árs þá þurfum við að keyra á færri innritunum en venjulega vegna þess að við þurfum að draga saman. Við höfum minna fé, sjálfsaflafé þetta árið, þannig að það verður því miður ekki hægt að bregðast við, ef á verður þörf, þá er ekki hægt að bregðast við með auknum innlögnum. Við verðum með færri innlagnir þetta árið,“ segir Valgerður. Á sama tíma hafi fjárframlög frá ríkinu haldist óbreytt fyrir utan 30 milljóna einskiptis framlag sem samþykkt var nýverið í fjáraukalögum í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er eitthvað sem á eftir að tala um við okkur hvernig kemur til okkar. Hvort að það verði með einhverjum samningum eða ég bara veit ekki hvernig það stendur. En það voru mjög góðar fréttir.“ Hún segir að það muni skýrast betur á næstu vikum á mánuðum hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn hafi haft á fíknisjúkdóminn. Samkvæmt tölum yfir kortaveltu jókst sala í ÁTVR um ríflega 50% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma dró þó úr sölu á börum, veitingastöðum og í fríhöfninni. „Það sem að stingur mann aðeins er að mér finnst vera svolítið mikill vandi af áfengi. Fólk sem kemur til okkar, fullorðið fólk eða á miðjum aldri, með áfengisvanda. Það er svolítið áberandi núna,“ segir Valgerður. Hún merkir litla breytingu hvað varðar lyfja- og fíkniefnaneyslu. Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Fíkn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Ríflega fimm hundruð eru á biðlista. Starfsemi SÁÁ hefur ekki farið varhluta af áhrifum covid-19, jafnvel þótt dregið hafi úr aðsókn í meðferð á Vogi í apríl. „Á Vogi vorum við með helmingi færri en venjulega, þannig að við keyrðum á helmings afköstum á Vogi,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Það var meðal annars svo unnt væri að virða tveggja metra regluna. Nú eru afköst að aukast að nýju en ríflega 500 eru á biðlista eftir að komast að á Vogi. „Núna það sem eftir lifir árs þá þurfum við að keyra á færri innritunum en venjulega vegna þess að við þurfum að draga saman. Við höfum minna fé, sjálfsaflafé þetta árið, þannig að það verður því miður ekki hægt að bregðast við, ef á verður þörf, þá er ekki hægt að bregðast við með auknum innlögnum. Við verðum með færri innlagnir þetta árið,“ segir Valgerður. Á sama tíma hafi fjárframlög frá ríkinu haldist óbreytt fyrir utan 30 milljóna einskiptis framlag sem samþykkt var nýverið í fjáraukalögum í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er eitthvað sem á eftir að tala um við okkur hvernig kemur til okkar. Hvort að það verði með einhverjum samningum eða ég bara veit ekki hvernig það stendur. En það voru mjög góðar fréttir.“ Hún segir að það muni skýrast betur á næstu vikum á mánuðum hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn hafi haft á fíknisjúkdóminn. Samkvæmt tölum yfir kortaveltu jókst sala í ÁTVR um ríflega 50% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma dró þó úr sölu á börum, veitingastöðum og í fríhöfninni. „Það sem að stingur mann aðeins er að mér finnst vera svolítið mikill vandi af áfengi. Fólk sem kemur til okkar, fullorðið fólk eða á miðjum aldri, með áfengisvanda. Það er svolítið áberandi núna,“ segir Valgerður. Hún merkir litla breytingu hvað varðar lyfja- og fíkniefnaneyslu.
Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Fíkn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira