Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2020 15:41 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann telji gagnrýnina vera óþarfa upphlaup. Nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Sett hafi verið fram hugmynd um veglínu sem myndi raska rekstri flugfélagsins Ernis og því hafi fundur verið haldinn með félaginu. Hörð viðbrögð hafi komið fram á þeim fundi og strax í kjölfarið hafi verið óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir. Fundargerð frá umræddum fundi lögfræðinga borgarinnar með fulltrúum Flugfélagsins sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo, að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum húsið og að flugskýli Ernis yrði rifið bótalaust. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir málið vera borgarmeirihlutanum til skammar. „Það er algjörlega forkastanlegt að borgin ætli að eyðileggja í raun og veru flugrekstur þarna með þessum hætti og síðan í raun og veru bíta höfuðið af skömminni með því að ætla ekki að borga bætur fyrir, ég hef bara aldrei séð annað eins. Þetta er náttúrlega alls ekki í lagi,“ segir Eyþór. „Borgarstjóri reynir að bakka með málið en fundargerðin alveg talar sínu máli og þetta er alveg skýrt, það stendur til að fara þarna með veg og það var engin önnur leið sem borgin var með nema að fara bara þarna beint í gegnum þetta flugskýli,“ segir Eyþór. Fram kom í máli lögfræðings borgarinnar á fundinum, að því er segir í fundargerðinni, að flugfélagið hafi engin lóðarréttindi á svæðinu sem leiði til þess að fjarlægja þurfi skýlið. Forstjóri Ernis vísaði þá til þess að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár og vísaði til hefðarréttinda. Lagði forstjóri Ernis til að veglínan yrði færð. Lögfræðingur kvaðst þá munu kanna hvort aðrar lausnir væru í boði en „taldi þó hætt við að búið væri að skoða það,“ eins og það er orðað í fundargerðinni. Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann telji gagnrýnina vera óþarfa upphlaup. Nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Sett hafi verið fram hugmynd um veglínu sem myndi raska rekstri flugfélagsins Ernis og því hafi fundur verið haldinn með félaginu. Hörð viðbrögð hafi komið fram á þeim fundi og strax í kjölfarið hafi verið óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir. Fundargerð frá umræddum fundi lögfræðinga borgarinnar með fulltrúum Flugfélagsins sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo, að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum húsið og að flugskýli Ernis yrði rifið bótalaust. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir málið vera borgarmeirihlutanum til skammar. „Það er algjörlega forkastanlegt að borgin ætli að eyðileggja í raun og veru flugrekstur þarna með þessum hætti og síðan í raun og veru bíta höfuðið af skömminni með því að ætla ekki að borga bætur fyrir, ég hef bara aldrei séð annað eins. Þetta er náttúrlega alls ekki í lagi,“ segir Eyþór. „Borgarstjóri reynir að bakka með málið en fundargerðin alveg talar sínu máli og þetta er alveg skýrt, það stendur til að fara þarna með veg og það var engin önnur leið sem borgin var með nema að fara bara þarna beint í gegnum þetta flugskýli,“ segir Eyþór. Fram kom í máli lögfræðings borgarinnar á fundinum, að því er segir í fundargerðinni, að flugfélagið hafi engin lóðarréttindi á svæðinu sem leiði til þess að fjarlægja þurfi skýlið. Forstjóri Ernis vísaði þá til þess að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár og vísaði til hefðarréttinda. Lagði forstjóri Ernis til að veglínan yrði færð. Lögfræðingur kvaðst þá munu kanna hvort aðrar lausnir væru í boði en „taldi þó hætt við að búið væri að skoða það,“ eins og það er orðað í fundargerðinni.
Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira