Umfjöllun: Álftanes - Fram 0-4 | Vandræðalaust hjá Fram á Bessastaðavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2020 19:14 Lengjudeildarlið Fram lenti ekki í miklum vandræðum á Álftanesi í dag. vísir/haraldur Álftanes tók á móti Fram í 1. umferð Mjólkurbikars karla í dag. Það voru gestirnir úr Grafarholtinu sem höfðu betur og unnu sannfærandi 4-0 sigur. Framarar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu en Álftnesingar fengu tvö hættuleg færi eftir skyndisókn þegar staðan var enn markalaus. Það var síðan á 19. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Alexander Már Þorláksson skoraði þá fyrir Framara eftir mikinn darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Þegar Framarar höfðu brotið ísinn bættu þeir enn frekar í. Frederico Saraiva skoraði annað og þriðja mark Framara á 28. og 39. mínútu. Tvö lagleg mörk. Alexander Már bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 42. mínútu með glæsilegu skallamarki. Staðan í hálfleik 0-4 fyrir gestunum. Það dró til tíðinda í upphafi seinni hálfleiks þegar Haraldur Einar Ásgrímsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 52. mínútu. Framarar spiluðu því manni færri það sem eftir lifði leiks. Heimamenn í Álftanesi náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Framarar voru líklegri til að bæta við heldur en Álftnesingar að minnka muninn. Lokatölur voru 4-0 sigur Framara og munu þeir mæta Haukum í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Álftanes stóð í Fram, í síðari hálfleik.vísir/haraldur Jón Sveinsson: Höfum séð öskubuskusögur í þessari keppni ,,Ég er mjög sáttur bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik, aðallega kannski hugarfarslega. Það er oft erfitt að mæta liðum úr neðri deildum á þessum tímapunkti og við höfum séð marga öskubuskusöguna gerast í þessari keppni, þannig ég er mjög ánægður með solid frammistöðu og sigur,‘‘ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram við Vísi eftir leik. ,,Við byrjuðum aðeins erfiðlega, ég veit að það er erfitt að spila hérna, rok og völlurinn þurr og erfitt að rekja boltann og svoleiðis þannig við töluðum um að spila honum hraðar í færri snertingum. Þegar við náðum því upp í fyrri hálfleik gekk vel og svo misstum við mann útaf í seinni og þá var þetta bara solid eftir það, engin vandræði en ekki mikið um færi heldur.‘‘ Aðspurður um markmið liðsins fyrir Lengjudeildina í sumar segir Nonni að liðið stefni á að vera í toppbaráttunni: ,,Við ætlum að berjast í efri kantinum og vonandi eiga möguleika á að fara upp þegar kemur að seinni hluta mótsins.‘‘ Úr leiknum í dag.vísir/haraldur Arnar Már: Getum verið stoltir af spilamennskunni Arnar Már Björgvinsson þjálfari Álftaness var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir slæm úrslit. ,,Við getum verið nokkuð stoltir af spilamennskunni. Við mættum þeim og vorum óhræddir við að halda boltanum. Það vantaði kannski smá upp á gæðin á síðasta þriðjungnum sem þeir höfðu fram yfir okkur. Við ræddum það aðeins í hálfleik að manni fannst axlirnar síga aðeins eftir að þeir skoruðu en mér fannst við samt tækla þetta bara ágætlega.‘‘ ,,Fyrir neðrideildarliðin er þetta bara spurning hversu langt ævintýrið hérna endist en við reynum að finna einhvern sniðugan leik til að ná endurheimt næstu helgi og svo er mót að byrja eftir tvær vikur og við ætlum að vera klárir þegar það byrjar,‘‘ sagði Arnar að lokum. Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Álftanes tók á móti Fram í 1. umferð Mjólkurbikars karla í dag. Það voru gestirnir úr Grafarholtinu sem höfðu betur og unnu sannfærandi 4-0 sigur. Framarar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu en Álftnesingar fengu tvö hættuleg færi eftir skyndisókn þegar staðan var enn markalaus. Það var síðan á 19. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Alexander Már Þorláksson skoraði þá fyrir Framara eftir mikinn darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Þegar Framarar höfðu brotið ísinn bættu þeir enn frekar í. Frederico Saraiva skoraði annað og þriðja mark Framara á 28. og 39. mínútu. Tvö lagleg mörk. Alexander Már bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 42. mínútu með glæsilegu skallamarki. Staðan í hálfleik 0-4 fyrir gestunum. Það dró til tíðinda í upphafi seinni hálfleiks þegar Haraldur Einar Ásgrímsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 52. mínútu. Framarar spiluðu því manni færri það sem eftir lifði leiks. Heimamenn í Álftanesi náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Framarar voru líklegri til að bæta við heldur en Álftnesingar að minnka muninn. Lokatölur voru 4-0 sigur Framara og munu þeir mæta Haukum í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Álftanes stóð í Fram, í síðari hálfleik.vísir/haraldur Jón Sveinsson: Höfum séð öskubuskusögur í þessari keppni ,,Ég er mjög sáttur bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik, aðallega kannski hugarfarslega. Það er oft erfitt að mæta liðum úr neðri deildum á þessum tímapunkti og við höfum séð marga öskubuskusöguna gerast í þessari keppni, þannig ég er mjög ánægður með solid frammistöðu og sigur,‘‘ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram við Vísi eftir leik. ,,Við byrjuðum aðeins erfiðlega, ég veit að það er erfitt að spila hérna, rok og völlurinn þurr og erfitt að rekja boltann og svoleiðis þannig við töluðum um að spila honum hraðar í færri snertingum. Þegar við náðum því upp í fyrri hálfleik gekk vel og svo misstum við mann útaf í seinni og þá var þetta bara solid eftir það, engin vandræði en ekki mikið um færi heldur.‘‘ Aðspurður um markmið liðsins fyrir Lengjudeildina í sumar segir Nonni að liðið stefni á að vera í toppbaráttunni: ,,Við ætlum að berjast í efri kantinum og vonandi eiga möguleika á að fara upp þegar kemur að seinni hluta mótsins.‘‘ Úr leiknum í dag.vísir/haraldur Arnar Már: Getum verið stoltir af spilamennskunni Arnar Már Björgvinsson þjálfari Álftaness var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir slæm úrslit. ,,Við getum verið nokkuð stoltir af spilamennskunni. Við mættum þeim og vorum óhræddir við að halda boltanum. Það vantaði kannski smá upp á gæðin á síðasta þriðjungnum sem þeir höfðu fram yfir okkur. Við ræddum það aðeins í hálfleik að manni fannst axlirnar síga aðeins eftir að þeir skoruðu en mér fannst við samt tækla þetta bara ágætlega.‘‘ ,,Fyrir neðrideildarliðin er þetta bara spurning hversu langt ævintýrið hérna endist en við reynum að finna einhvern sniðugan leik til að ná endurheimt næstu helgi og svo er mót að byrja eftir tvær vikur og við ætlum að vera klárir þegar það byrjar,‘‘ sagði Arnar að lokum.
Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti