Án samninga og réttinda en samt í framlínu Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. júní 2020 07:40 Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. Því miður þá virðist svo vera sem verkfallsvopnið bíti frekar á einkaaðila en hið opinbera. Samningar á einkamarkaði eru keyrðir áfram vegna þess fjátjóns sem verkfall veldur á meðan vikur og mánuðir líða án samningafunda við hið opinbera. Hér á landi brúka stjórnvöld það að hefja ekki samningaviðræður fyrr en mánuðum eftir að kjarasamningar renna út. Virðist viðmót stjórnvalda oft og tíðum vera að þreyta fólk til samninga ef marka má orð samninganefnda launafólks sem mæta áhugaleysi og þrástögun á sama tilboði mánuðum saman. Ráðherrar segjast svo aðspurðir ekki sitja við samningaborðið og beri því litla ábyrgð á ástandinu. Nú hafa hjúkrunarfræðingar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Heyrist hefur úr þeirra ranni að sá gerðardómur sem stéttin mátti þola eftir síðustu kjarabaráttu 2015 hafi þrátt fyrir allt verið skárri en sá samningur sem hjúkrunarfræðingar náðu eftir árs samningaviðræður við stjórnvöld. Sá samningur var felldur fyrr í vor. Verkfall þessarar framlínustéttar, sem kom okkur til bjargar í Covid áfallinu, blasir við. Framlínustéttar sem mætir til vinnu þrátt fyrir að vera í verkfalli, framlínustéttar sem við hrósum en semjum ekki við. Lögreglumenn, önnur framlínustétt, fá viðlíka móttökur frá stjórnvöldum. Verkfallsréttur þeirra var hins vegar afnuminn með lögum árið 1986 en þeir hafa verið samningslausir í á annað ár! Kauptryggingin sem samið var um í stað verkfallsréttar átti að fela í sér sömu meðalhækkun launa og bandalag annarra opinberra starfsmanna fengju á hverjum tíma og skyldi Hagstofan skila inn nýjustu tölum um launaþróun umræddra. Þetta þótti ríkisvaldinu á endanum of dýrt og var samið um að gerðardómur kæmi í stað kauptryggingar og hafa laun lögreglumanna dregist jafnt og þétt aftur úr viðmiðunarstéttum. Þessi stétt sem sinnir öryggismálum lands og þjóðar hefur þannig dregist verulega aftur úr í kjaramálum undanfarna áratugi og enn þokast ekkert í samningaviðræðum. Ekki má horfa framhjá því að lögreglumönnum hefur fækkað töluvert síðastliðinn áratug þrátt fyrir fólksfjölgun, umtalsverða fjölgun ferðamanna og flóknari verkefni. Álag hefur þannig aukist til muna en stjórnvöld, sem á tyllidögum tala um framlínusveit, draga það mánuðum og nú árum saman að semja við stéttina svo enn kvarnast úr hópnum. Álag, kulnun og vanlíðan er orðin algengari og reyndir lögreglumenn flýja til annarra starfa. Við sem þjóð getum ekki komið fram með þessum hætti við okkar lykilfólk. Nú þarf að bretta upp ermar og semja við þessar framlínustéttir. Á því bera stjórnvöld svo sannarlega ábyrgð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Helga Vala Helgadóttir Verkföll 2020 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. Því miður þá virðist svo vera sem verkfallsvopnið bíti frekar á einkaaðila en hið opinbera. Samningar á einkamarkaði eru keyrðir áfram vegna þess fjátjóns sem verkfall veldur á meðan vikur og mánuðir líða án samningafunda við hið opinbera. Hér á landi brúka stjórnvöld það að hefja ekki samningaviðræður fyrr en mánuðum eftir að kjarasamningar renna út. Virðist viðmót stjórnvalda oft og tíðum vera að þreyta fólk til samninga ef marka má orð samninganefnda launafólks sem mæta áhugaleysi og þrástögun á sama tilboði mánuðum saman. Ráðherrar segjast svo aðspurðir ekki sitja við samningaborðið og beri því litla ábyrgð á ástandinu. Nú hafa hjúkrunarfræðingar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Heyrist hefur úr þeirra ranni að sá gerðardómur sem stéttin mátti þola eftir síðustu kjarabaráttu 2015 hafi þrátt fyrir allt verið skárri en sá samningur sem hjúkrunarfræðingar náðu eftir árs samningaviðræður við stjórnvöld. Sá samningur var felldur fyrr í vor. Verkfall þessarar framlínustéttar, sem kom okkur til bjargar í Covid áfallinu, blasir við. Framlínustéttar sem mætir til vinnu þrátt fyrir að vera í verkfalli, framlínustéttar sem við hrósum en semjum ekki við. Lögreglumenn, önnur framlínustétt, fá viðlíka móttökur frá stjórnvöldum. Verkfallsréttur þeirra var hins vegar afnuminn með lögum árið 1986 en þeir hafa verið samningslausir í á annað ár! Kauptryggingin sem samið var um í stað verkfallsréttar átti að fela í sér sömu meðalhækkun launa og bandalag annarra opinberra starfsmanna fengju á hverjum tíma og skyldi Hagstofan skila inn nýjustu tölum um launaþróun umræddra. Þetta þótti ríkisvaldinu á endanum of dýrt og var samið um að gerðardómur kæmi í stað kauptryggingar og hafa laun lögreglumanna dregist jafnt og þétt aftur úr viðmiðunarstéttum. Þessi stétt sem sinnir öryggismálum lands og þjóðar hefur þannig dregist verulega aftur úr í kjaramálum undanfarna áratugi og enn þokast ekkert í samningaviðræðum. Ekki má horfa framhjá því að lögreglumönnum hefur fækkað töluvert síðastliðinn áratug þrátt fyrir fólksfjölgun, umtalsverða fjölgun ferðamanna og flóknari verkefni. Álag hefur þannig aukist til muna en stjórnvöld, sem á tyllidögum tala um framlínusveit, draga það mánuðum og nú árum saman að semja við stéttina svo enn kvarnast úr hópnum. Álag, kulnun og vanlíðan er orðin algengari og reyndir lögreglumenn flýja til annarra starfa. Við sem þjóð getum ekki komið fram með þessum hætti við okkar lykilfólk. Nú þarf að bretta upp ermar og semja við þessar framlínustéttir. Á því bera stjórnvöld svo sannarlega ábyrgð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun