„Get ekki beðið eftir því að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2020 14:00 Guðmundur á æfingu með Selfossi. mynd/arnar helgi magnússon Fyrstu keppnisleikir fótboltasumarsins 2020 fara fram í kvöld þegar fyrsta umferð Mjólkurbikars karla hefst með þremur leikjum. ÍR tekur á móti KÁ, nýtt lið Smára og Njarðvík eigast við og Selfoss fær Snæfell í heimsókn. „Maður hefur beðið spenntur lengi,“ sagði Guðmundur Tyrfingsson, hinn bráðefnilegi leikmaður Selfoss, í samtali við Vísi. Leikið verður á grasvellinum á Selfossi sem gengur formlega undir heitinu JÁVERK-völlurinn. Að sögn Guðmundar kemur hann vel undan vetri. „Völlurinn hefur sjaldan litið betur út og ég get ekki beðið eftir því að spila á honum,“ sagði Guðmundur. Selfoss er eitt af sterkustu liðum 2. deildar á meðan Snæfell leikur í fjórðu og neðstu deild. Selfyssingar eru því miklu sigurstranglegri fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19:15. „Ég á von á skemmtilegum leik. Við vanmetum ekki Snæfell þótt þeir séu í lakari deild. Þetta er bikarkeppni og þar getur allt gerst,“ sagði Guðmundur. Guðmundur lék sína fyrstu leiki með Selfossi 2018, þá aðeins fimmtán ára.mynd/arnar helgi magnússon Fyrsti leikur Selfoss í 2. deildinni er gegn Kára á Akranesi á Þjóðhátíðardaginn. Selfyssingar enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðasta tímabili og stefna á að gera betur í sumar. „Markmiðið er klárlega að fara upp og við erum enn hungraðari núna,“ sagði Guðmundur sem lék nítján af 22 deildarleikjum Selfoss í fyrra, þá aðeins sextán ára. Guðmundur, sem hefur leikið sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands, hefur áhuga á að spila í sterkari deild en einbeitir sér að fullu að Selfossi í sumar. „Auðvitað hef ég metnað til að spila á hærra getustigi og betri deild. En núna hugsa ég bara um Selfoss og sé svo til hvað gerist eftir tímabilið,“ sagði Guðmundur að lokum. Mjólkurbikarinn UMF Selfoss Árborg Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Fyrstu keppnisleikir fótboltasumarsins 2020 fara fram í kvöld þegar fyrsta umferð Mjólkurbikars karla hefst með þremur leikjum. ÍR tekur á móti KÁ, nýtt lið Smára og Njarðvík eigast við og Selfoss fær Snæfell í heimsókn. „Maður hefur beðið spenntur lengi,“ sagði Guðmundur Tyrfingsson, hinn bráðefnilegi leikmaður Selfoss, í samtali við Vísi. Leikið verður á grasvellinum á Selfossi sem gengur formlega undir heitinu JÁVERK-völlurinn. Að sögn Guðmundar kemur hann vel undan vetri. „Völlurinn hefur sjaldan litið betur út og ég get ekki beðið eftir því að spila á honum,“ sagði Guðmundur. Selfoss er eitt af sterkustu liðum 2. deildar á meðan Snæfell leikur í fjórðu og neðstu deild. Selfyssingar eru því miklu sigurstranglegri fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19:15. „Ég á von á skemmtilegum leik. Við vanmetum ekki Snæfell þótt þeir séu í lakari deild. Þetta er bikarkeppni og þar getur allt gerst,“ sagði Guðmundur. Guðmundur lék sína fyrstu leiki með Selfossi 2018, þá aðeins fimmtán ára.mynd/arnar helgi magnússon Fyrsti leikur Selfoss í 2. deildinni er gegn Kára á Akranesi á Þjóðhátíðardaginn. Selfyssingar enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðasta tímabili og stefna á að gera betur í sumar. „Markmiðið er klárlega að fara upp og við erum enn hungraðari núna,“ sagði Guðmundur sem lék nítján af 22 deildarleikjum Selfoss í fyrra, þá aðeins sextán ára. Guðmundur, sem hefur leikið sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands, hefur áhuga á að spila í sterkari deild en einbeitir sér að fullu að Selfossi í sumar. „Auðvitað hef ég metnað til að spila á hærra getustigi og betri deild. En núna hugsa ég bara um Selfoss og sé svo til hvað gerist eftir tímabilið,“ sagði Guðmundur að lokum.
Mjólkurbikarinn UMF Selfoss Árborg Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira