Góðir hlutir gerast hægt Eymundur L. Eymundsson skrifar 4. júní 2020 19:00 Ég er fæddur 1967 og hef verið með slitgigt frá 1994. Árið 2005 þurfti ég að fara á verkjasvið inn á Kristnes í Eyjarfirði þegar mjaðmaliðaskipting númer tvö heppnaðist ekki nógu vel. Ég vissi ekki á þeim tíma að ég myndi eignast það líf sem ég hef í dag eftir alla þá hjálp sem ég hef fengið frá 2005. Á Kristnesi voru mér réttir bæklingar um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það er óhætt að segja á þeim tíma var ég þakklátur að glíma við slitgigt og verki. Það kom nefnilega í ljós þegar ég las þessa bæklinga að ég var að lesa um mig frá A til Ö. Að vera orðinn 38 ára gamall og sjá ástæður fyrir minni vanlíðan fyrir forðunarhegðun var mér ómetanlegt. Allur sá feluleikur sem ég hafði stundað frá barnsaldri var hægt að vinna með svo ég kæmist út úr myrkrinu til að vera þáttakandi í lífinu. Sem dæmi þorði ég ekki á húsfundi þar sem ég bjó í 11 íbúða fjölbýli nema vera búinn að fá mér nokkra bjóra. Í dag er ég formaður húsfélags þar sem 23 íbúðir eru. Ég forðaðist að taka þátt í flestu sem fjölskyldan mín var að gera. Í eitt skipti var yngsta systir mín að skíra eldri dóttur sína í kirkju og ég þorði ekki í kirkjuna en drakk nokkra bjóra til að mæta í skírnarveisluna og leið ömurlega þar sem ég þráði að taka þátt í öllu. En 2008 var sama systir að skíra yngri dóttur sína og þá stóð ég upp við altari sem guðfaðir og tók þátt í öllu og leið vel með. Nú er árið 2020 og ég stofnaði Grófina árið 2013 ásamt góðu fólki og er nú formaður stjórnar Grófarinnar sem er staður þar sem fólk sem glímir við geðræna erfiðleika hittir aðra í sömu sporum til að efla sína geðheilsu, ekki ólíkt krabbameinsfélagi Akureyrar. Ég hef menntað mig og er þátttakandi í samfélaginu og geri mitt besta til að rjúfa þögnina svo aðrir treysti sér til að leita sér hjálpar. Það er eitt að vita hvað hrjáir mann og svo er annað að framkvæma og ekki síður mikilvægt að finna fyrir stuðningi eins og t.d. við krabbameini. Fólk fer mismunandi leiðir en að upplýsa samfélagið og losna við skömmina getur byggt upp líf og bjargað mannslífum. Ég var heppinn að lifa af með þá vanlíðan sem stjórnaði mínu lífi frá barnsaldri en get alveg sagt að ég er langþreyttur á verkjum og kvölum sem fylgja slitgigt. Mig langaði að deila með dæmum sem vonandi hjálpar öðrum að vita að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir að fá hjálp til að takast við lífið. Ef þið viljið vita meira þá er margt til í dag af greinum og viðtölum sem ég hef farið í síðustu ár til að auka skilning og rjúfa þá þögn sem hefur ríkt um andlega vanlíðan. Ég gef vonandi öðrum von og Grófin er ágætur staður þar sem fólk getur unnið í sjálfu sér. Góðir hlutir gerast hægt, dropinn fyllir steininn og gott er að sjá glasið hálffullt í staðinn fyrir hálftómt. Höfundur er formaður stjórnar Grófarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er fæddur 1967 og hef verið með slitgigt frá 1994. Árið 2005 þurfti ég að fara á verkjasvið inn á Kristnes í Eyjarfirði þegar mjaðmaliðaskipting númer tvö heppnaðist ekki nógu vel. Ég vissi ekki á þeim tíma að ég myndi eignast það líf sem ég hef í dag eftir alla þá hjálp sem ég hef fengið frá 2005. Á Kristnesi voru mér réttir bæklingar um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það er óhætt að segja á þeim tíma var ég þakklátur að glíma við slitgigt og verki. Það kom nefnilega í ljós þegar ég las þessa bæklinga að ég var að lesa um mig frá A til Ö. Að vera orðinn 38 ára gamall og sjá ástæður fyrir minni vanlíðan fyrir forðunarhegðun var mér ómetanlegt. Allur sá feluleikur sem ég hafði stundað frá barnsaldri var hægt að vinna með svo ég kæmist út úr myrkrinu til að vera þáttakandi í lífinu. Sem dæmi þorði ég ekki á húsfundi þar sem ég bjó í 11 íbúða fjölbýli nema vera búinn að fá mér nokkra bjóra. Í dag er ég formaður húsfélags þar sem 23 íbúðir eru. Ég forðaðist að taka þátt í flestu sem fjölskyldan mín var að gera. Í eitt skipti var yngsta systir mín að skíra eldri dóttur sína í kirkju og ég þorði ekki í kirkjuna en drakk nokkra bjóra til að mæta í skírnarveisluna og leið ömurlega þar sem ég þráði að taka þátt í öllu. En 2008 var sama systir að skíra yngri dóttur sína og þá stóð ég upp við altari sem guðfaðir og tók þátt í öllu og leið vel með. Nú er árið 2020 og ég stofnaði Grófina árið 2013 ásamt góðu fólki og er nú formaður stjórnar Grófarinnar sem er staður þar sem fólk sem glímir við geðræna erfiðleika hittir aðra í sömu sporum til að efla sína geðheilsu, ekki ólíkt krabbameinsfélagi Akureyrar. Ég hef menntað mig og er þátttakandi í samfélaginu og geri mitt besta til að rjúfa þögnina svo aðrir treysti sér til að leita sér hjálpar. Það er eitt að vita hvað hrjáir mann og svo er annað að framkvæma og ekki síður mikilvægt að finna fyrir stuðningi eins og t.d. við krabbameini. Fólk fer mismunandi leiðir en að upplýsa samfélagið og losna við skömmina getur byggt upp líf og bjargað mannslífum. Ég var heppinn að lifa af með þá vanlíðan sem stjórnaði mínu lífi frá barnsaldri en get alveg sagt að ég er langþreyttur á verkjum og kvölum sem fylgja slitgigt. Mig langaði að deila með dæmum sem vonandi hjálpar öðrum að vita að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir að fá hjálp til að takast við lífið. Ef þið viljið vita meira þá er margt til í dag af greinum og viðtölum sem ég hef farið í síðustu ár til að auka skilning og rjúfa þá þögn sem hefur ríkt um andlega vanlíðan. Ég gef vonandi öðrum von og Grófin er ágætur staður þar sem fólk getur unnið í sjálfu sér. Góðir hlutir gerast hægt, dropinn fyllir steininn og gott er að sjá glasið hálffullt í staðinn fyrir hálftómt. Höfundur er formaður stjórnar Grófarinnar á Akureyri.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun