Eldur kviknaði í sumarbústað í Rjúpnastekki í uppsveitum Árnessýslu nú á áttunda tímanum í kvöld. Bústaðurinn er alelda og eldurinn hefur læst sig í nærliggjandi gróður. Ekki er þó talin hætta á frekari útbreiðslu eldsins, samkvæmt upplýsingum frá Hauk Grönli, varaslökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu.
Slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni voru kallaðir út þegar tilkynning barst um eldinn. Fyrstu menn voru að mæta á staðinn nú um klukkan hálf átta.
Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.