Eldur kom upp í beltagröfu við námu í Núpstúni í Hrunamannahreppi nokkru eftir hádegi. Grafan var alelda og lagði dökkan reyk frá henni. Engin slys urðu á fólki, en alls mættu á vettvang sex menn á dælubíl og vatnstankbíl. Engin slys urðu á fólki.
Sverrir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir í samtali við Vísi að grafan sé að öllum líkindum ónýt.
Hann segir einnig að reynt verði eftir fremsta megni að tryggja að slökkvistarf hafi sem minnst áhrif á umhverfi, bæði með tilliti til vatns sem notað er við slökkvistarf, sem og reyksins sem leggur nú frá gröfunni.
Fréttin hefur verið uppfærð.