Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2020 20:30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. Markmið er að öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær auk þess sem nýstárlegar hugmyndir á borð við bátastrætó eru á lofti. Græna planið er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagslegum samdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur. Aðgerðir skulu vera í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Í þessu felst að allar aðgerðir borgarinnar verði grænar. „En líka áætlun um nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf. Síðast en ekki síst áætlun um það að allar ákvarðanir okkar séu jafnframt ákvarðanir sem miða að markmiðum í loftslagsmálum. Markmiðum um góða borg með hámarks lífsgæðum,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Næsti áratugur verði því áratugur aðgerða í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Markmiðið er öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær. Hluti af grænum samgönguinnviðum er meðal annars tilraunaverkefni með bátastrætó. „Þetta er hugmynd sem var sett fram þegar sýnin um fríríki frumkvöðla í Gufunesi kom fram. Okkur finnst spennandi að tengja Gufunesið, bryggjuhverfið, kannski Viðey en alla vega miðborgina með bátastrætó. Við erum ekki búin að útfæra hana en þetta er eiginlega of góð hugmynd til að prófa hana ekki,“ sagði Dagur. Græna planið var kynnt á blaðamannafundi klukkan 13 í dag. Elisabet Inga Gert er ráð fyrir að átak í uppbyggingu húsnæðis haldi áfram auk þess sem grænum svæðum verði fjölgað. Á næstu vikum mun borgarstjóri efna til samráðs með fyrirtækjum í borginni, aðilum vinnumarkaðarins og eiga viðræður við ríkisstjórnina um græna atvinnusköpum. Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Græna planið Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. 2. júní 2020 17:00 Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. 2. júní 2020 14:07 Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“ Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. 2. júní 2020 12:42 Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. 2. júní 2020 12:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. Markmið er að öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær auk þess sem nýstárlegar hugmyndir á borð við bátastrætó eru á lofti. Græna planið er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagslegum samdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur. Aðgerðir skulu vera í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Í þessu felst að allar aðgerðir borgarinnar verði grænar. „En líka áætlun um nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf. Síðast en ekki síst áætlun um það að allar ákvarðanir okkar séu jafnframt ákvarðanir sem miða að markmiðum í loftslagsmálum. Markmiðum um góða borg með hámarks lífsgæðum,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Næsti áratugur verði því áratugur aðgerða í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Markmiðið er öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær. Hluti af grænum samgönguinnviðum er meðal annars tilraunaverkefni með bátastrætó. „Þetta er hugmynd sem var sett fram þegar sýnin um fríríki frumkvöðla í Gufunesi kom fram. Okkur finnst spennandi að tengja Gufunesið, bryggjuhverfið, kannski Viðey en alla vega miðborgina með bátastrætó. Við erum ekki búin að útfæra hana en þetta er eiginlega of góð hugmynd til að prófa hana ekki,“ sagði Dagur. Græna planið var kynnt á blaðamannafundi klukkan 13 í dag. Elisabet Inga Gert er ráð fyrir að átak í uppbyggingu húsnæðis haldi áfram auk þess sem grænum svæðum verði fjölgað. Á næstu vikum mun borgarstjóri efna til samráðs með fyrirtækjum í borginni, aðilum vinnumarkaðarins og eiga viðræður við ríkisstjórnina um græna atvinnusköpum.
Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Græna planið Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. 2. júní 2020 17:00 Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. 2. júní 2020 14:07 Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“ Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. 2. júní 2020 12:42 Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. 2. júní 2020 12:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Græna planið Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. 2. júní 2020 17:00
Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. 2. júní 2020 14:07
Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“ Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. 2. júní 2020 12:42
Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. 2. júní 2020 12:11