LeBron ekki tilbúinn að gefa tímabilið upp á bátinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 19:45 LeBron James ásamt Giannis Antetokounmpo, gríska undrinu í liði Milwaukee Bucks, í stjörnuleiknum á síðasta ári. Andrew D. Bernstein/Getty Images LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, segir leikmenn ekki tilbúna að gefa yfirstandandi tímabil upp á bátinn. Þetta kemur fram á vefsíðu deildarinnar. LeBron segir að hann, liðsfélagar sínir sem og aðrir leikmenn deildarinnar vilji spila. Hann tekur þó fram að það sé ekki hægt fyrr en hægt sé að tryggja heilsu allra sem munu koma að leikjunum. „Þetta er faraldur sem við getum ekki stjórnað,“ segir LeBron en kórónufaraldurinn hefur dregið yfir hundrað þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar, sagði þann 8. maí síðastliðinn að deildin væri að reyna finna lausn á því hvernig mætti klára tímabilið. Hefur hann talað um að deildin muni gefa út tilkynningu þann 5. júní með hvernig framhaldið verði. Í ljósi þess að aðrar íþróttir í Bandaríkjunum virðast í þann mund að fara aftur af stað þá vill LeBron að körfuboltinn fari einnig af stað. „Við sjáum að íþróttaviðburðir eins og UFC, fótbolti og hafnabolti eru að fara aftur af stað og við viljum einnig fara aftur á völlinn. Ég elska körfubolta og ég veit hversu mikil áhrif hann getur haft. Ég veit hvað íþróttin getur verið hvetjandi svo um leið og við getum þa´væri ég til í að fara aftur út völl.“ „Ég veit að við söknum öll körfubolta, Ég væri að ljúga ef ég segði að við gerðum það ekki,“ sagði LeBron að lokum. Los Angeles Lakers voru á toppi Vesturdeildar þegar NBA-deildinni var frestað þann 11. mars síðastliðinn. Liðið hafði unnið 49 leiki og tapað fjórtán, aðeins Milwaukee Bucks eru með betri árangur í deildinni á þessari leiktíð. Þá var félagið nú þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Er það í fyrsta skipti síðan 2013 sem Lakers kemst í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. King James in his element #BestOfLakersBucks pic.twitter.com/RzXBPBhRJU— Los Angeles Lakers (@Lakers) May 29, 2020 Körfubolti NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Beeman gekk frá fyrrum félögum Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, segir leikmenn ekki tilbúna að gefa yfirstandandi tímabil upp á bátinn. Þetta kemur fram á vefsíðu deildarinnar. LeBron segir að hann, liðsfélagar sínir sem og aðrir leikmenn deildarinnar vilji spila. Hann tekur þó fram að það sé ekki hægt fyrr en hægt sé að tryggja heilsu allra sem munu koma að leikjunum. „Þetta er faraldur sem við getum ekki stjórnað,“ segir LeBron en kórónufaraldurinn hefur dregið yfir hundrað þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar, sagði þann 8. maí síðastliðinn að deildin væri að reyna finna lausn á því hvernig mætti klára tímabilið. Hefur hann talað um að deildin muni gefa út tilkynningu þann 5. júní með hvernig framhaldið verði. Í ljósi þess að aðrar íþróttir í Bandaríkjunum virðast í þann mund að fara aftur af stað þá vill LeBron að körfuboltinn fari einnig af stað. „Við sjáum að íþróttaviðburðir eins og UFC, fótbolti og hafnabolti eru að fara aftur af stað og við viljum einnig fara aftur á völlinn. Ég elska körfubolta og ég veit hversu mikil áhrif hann getur haft. Ég veit hvað íþróttin getur verið hvetjandi svo um leið og við getum þa´væri ég til í að fara aftur út völl.“ „Ég veit að við söknum öll körfubolta, Ég væri að ljúga ef ég segði að við gerðum það ekki,“ sagði LeBron að lokum. Los Angeles Lakers voru á toppi Vesturdeildar þegar NBA-deildinni var frestað þann 11. mars síðastliðinn. Liðið hafði unnið 49 leiki og tapað fjórtán, aðeins Milwaukee Bucks eru með betri árangur í deildinni á þessari leiktíð. Þá var félagið nú þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Er það í fyrsta skipti síðan 2013 sem Lakers kemst í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. King James in his element #BestOfLakersBucks pic.twitter.com/RzXBPBhRJU— Los Angeles Lakers (@Lakers) May 29, 2020
Körfubolti NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Beeman gekk frá fyrrum félögum Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira