Topp 5 í kvöld: Gummi Steinars, Þórir og Guðjón Pétur segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2020 13:00 Guðjón Pétur Lýðsson er ekki bara handlaginn heldur einnig sparkviss með afbrigðum. vísir/bára Fjórði þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 20:00. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Guðmundur Steinarsson, Þórir Guðjónsson og Guðjón Pétur Lýðsson um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund tala um glæsilegt mark sem hann skoraði fyrir Keflavík gegn KR suður með sjó sumarið 2001. Klippa: Topp 5 - Guðmundur Steinarsson Guðmundur Steinarsson (fæddur 1979) er einn af markahæstu leikmönnum í sögu efstu deildar á Íslandi. Hann er Keflvíkingur og lék lengst af ferilsins með liðinu. Guðmundur hóf ferilinn með Keflavík 1996 og varð bikarmeistari með liðinu árið eftir. Hann lék með KA í 1. deild sumarið 1999 en fór svo aftur til Keflavíkur. Guðmundur fór til Brønshøj Boldklub í Danmörku 2002 og lék þar í tvö ár. Sumarið 2003 lék hann með Fram. Guðmundur kom svo aftur til Keflavíkur 2004 og lék þar til 2012 ef frá eru taldir nokkrir mánuðir þar sem hann var í láni hjá Vaduz í Liechtenstein. Guðmundur varð bikarmeistari með Keflavík 2004 og 2006 og sumarið 2008 var hann markahæstur og valinn leikmaður ársins. Guðmundur lauk svo ferlinum með Njarðvík. Guðmundur lék 255 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 81 mark. Hann fékk gullskóinn 2008, silfurskóinn 2000 og var valinn leikmaður ársins 2008. Guðmundur varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Keflavík. Hann lék þrjá A-landsleiki. Þórir Guðjónsson (fæddur 1991) er uppalinn hjá Fram en fór í Val í þriðja flokki. Hann lék sem lánsmaður með Leikni R. 2011 og var svo lánaður til Fjölnis 2012 og gekk til liðs við Grafarvogsliðið ári seinna. Þórir lék með Fjölni til 2018 þegar hann fór í Breiðablik. Í vetur gekk hann svo til liðs við Fram. Þórir hefur leikið 128 leiki í efstu deild og skorað 33 mörk. Guðjón Pétur Lýðsson (fæddur 1987) er frá Álftanesi. Fyrstu árin í meistaraflokki lék hann með Haukum, Breiðabliki, Stjörnunni og Álftanesi. Hann festi svo rætur hjá Haukum og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild 2009. Eftir tímabilið 2010 fór Guðjón til Vals. Þar lék hann í tvö ár og var einnig um tíma í herbúðum Helsingborg sem varð sænskur meistari tímabilið sem hann lék með þeim. Guðjón fór til Breiðabliks 2013 og var þar í þrjú ár. Hann lék svo með Val og varð Íslandsmeistari með liðinu 2017 og 2018. Eftir tímabilið 2018 samdi Guðjón við KA. Hann stoppaði stutt við á Akureyri og fór aftur til Breiðabliks áður en tímabilið í fyrra hófst. Guðjón hefur leikið 200 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 45 mörk. Hann varð Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Fjórði þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 20:00. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Guðmundur Steinarsson, Þórir Guðjónsson og Guðjón Pétur Lýðsson um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund tala um glæsilegt mark sem hann skoraði fyrir Keflavík gegn KR suður með sjó sumarið 2001. Klippa: Topp 5 - Guðmundur Steinarsson Guðmundur Steinarsson (fæddur 1979) er einn af markahæstu leikmönnum í sögu efstu deildar á Íslandi. Hann er Keflvíkingur og lék lengst af ferilsins með liðinu. Guðmundur hóf ferilinn með Keflavík 1996 og varð bikarmeistari með liðinu árið eftir. Hann lék með KA í 1. deild sumarið 1999 en fór svo aftur til Keflavíkur. Guðmundur fór til Brønshøj Boldklub í Danmörku 2002 og lék þar í tvö ár. Sumarið 2003 lék hann með Fram. Guðmundur kom svo aftur til Keflavíkur 2004 og lék þar til 2012 ef frá eru taldir nokkrir mánuðir þar sem hann var í láni hjá Vaduz í Liechtenstein. Guðmundur varð bikarmeistari með Keflavík 2004 og 2006 og sumarið 2008 var hann markahæstur og valinn leikmaður ársins. Guðmundur lauk svo ferlinum með Njarðvík. Guðmundur lék 255 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 81 mark. Hann fékk gullskóinn 2008, silfurskóinn 2000 og var valinn leikmaður ársins 2008. Guðmundur varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Keflavík. Hann lék þrjá A-landsleiki. Þórir Guðjónsson (fæddur 1991) er uppalinn hjá Fram en fór í Val í þriðja flokki. Hann lék sem lánsmaður með Leikni R. 2011 og var svo lánaður til Fjölnis 2012 og gekk til liðs við Grafarvogsliðið ári seinna. Þórir lék með Fjölni til 2018 þegar hann fór í Breiðablik. Í vetur gekk hann svo til liðs við Fram. Þórir hefur leikið 128 leiki í efstu deild og skorað 33 mörk. Guðjón Pétur Lýðsson (fæddur 1987) er frá Álftanesi. Fyrstu árin í meistaraflokki lék hann með Haukum, Breiðabliki, Stjörnunni og Álftanesi. Hann festi svo rætur hjá Haukum og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild 2009. Eftir tímabilið 2010 fór Guðjón til Vals. Þar lék hann í tvö ár og var einnig um tíma í herbúðum Helsingborg sem varð sænskur meistari tímabilið sem hann lék með þeim. Guðjón fór til Breiðabliks 2013 og var þar í þrjú ár. Hann lék svo með Val og varð Íslandsmeistari með liðinu 2017 og 2018. Eftir tímabilið 2018 samdi Guðjón við KA. Hann stoppaði stutt við á Akureyri og fór aftur til Breiðabliks áður en tímabilið í fyrra hófst. Guðjón hefur leikið 200 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 45 mörk. Hann varð Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira