Segir kröfu um afsökunarbeiðni ófaglega og ummælin eðlilega athugun á störfum Neyðarlínunnar Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 19:44 Dóra Björt hefur svarað yfirlýsingu Neyðarlínunnar. Vísir/Vilhelm „Neyðarlínan hefur ekki verið sett á sakabekk af mér né borginni. Aðeins hefur verið óskað eftir svörum og skýrum merkjum um að atvikið sé tekið alvarlega og staðfestingu á að ekki sé um kerfisbundið vandamál að ræða heldur einstaka atvik,“ segir borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir um kröfu Neyðarlínunnar um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem Dóra lét falla í útvarpi á Rás 2 í morgun. Sjá einnig: Neyðarlínan krefur borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni vegna „grófra og meiðandi ásakana“ Dóra segir viðbrögð Neyðarlínunnar hryggja sig og segir ummælin eingöngu hafa verið eðlileg athugun á störfum fyrirtækisins í kjölfar kvartana borgarbúa. „Yfirlýsingin sem send var út í dag er ekki til þess gerð að ýta undir opna umræðu og faglega skoðun á því atviki sem til umræðu hefur verið að undanförnu,“ skrifar Dóra Björt á Facebook-síðu sína. Borgarfulltrúinn segir það rangt að hún hafi sagt atvikið ekki hafa verið tekið alvarlega vegna fordóma gegn minnihlutahópum. „Í viðtalinu í morgun sagði ég það sanngjarnt að spyrja hvort viðbrögðin voru eðlileg. Um leið sagði ég að í kjölfar þessa atviks hafi ég heyrt frá fleirum þá tilfinningu að viðhorfið sé ójafnt eftir því hvern um er að ræða.“ Þetta sé ekki ásökun af hálfu oddvita Pírata í borgarstjórn heldur tilvitnun til opinberrar umræðu. Dóra Björt segir kröfuna um afsökunarbeiðni ekki hafa verið faglega og ekki merki um vilja til þess að fara yfir það hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. „Enn síður er það gagnlegt að gera mér upp skoðanir og ásakanir sem fara fyrir brjóstið á yfirmönnum Neyðarlínunnar og er haldið fram opinberlega af öðrum og í kjölfarið krefjast afsökunarbeiðni fyrir þann tilbúning,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Sjá má færslu Dóru Bjartar í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Neyðarlínan hefur ekki verið sett á sakabekk af mér né borginni. Aðeins hefur verið óskað eftir svörum og skýrum merkjum um að atvikið sé tekið alvarlega og staðfestingu á að ekki sé um kerfisbundið vandamál að ræða heldur einstaka atvik,“ segir borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir um kröfu Neyðarlínunnar um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem Dóra lét falla í útvarpi á Rás 2 í morgun. Sjá einnig: Neyðarlínan krefur borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni vegna „grófra og meiðandi ásakana“ Dóra segir viðbrögð Neyðarlínunnar hryggja sig og segir ummælin eingöngu hafa verið eðlileg athugun á störfum fyrirtækisins í kjölfar kvartana borgarbúa. „Yfirlýsingin sem send var út í dag er ekki til þess gerð að ýta undir opna umræðu og faglega skoðun á því atviki sem til umræðu hefur verið að undanförnu,“ skrifar Dóra Björt á Facebook-síðu sína. Borgarfulltrúinn segir það rangt að hún hafi sagt atvikið ekki hafa verið tekið alvarlega vegna fordóma gegn minnihlutahópum. „Í viðtalinu í morgun sagði ég það sanngjarnt að spyrja hvort viðbrögðin voru eðlileg. Um leið sagði ég að í kjölfar þessa atviks hafi ég heyrt frá fleirum þá tilfinningu að viðhorfið sé ójafnt eftir því hvern um er að ræða.“ Þetta sé ekki ásökun af hálfu oddvita Pírata í borgarstjórn heldur tilvitnun til opinberrar umræðu. Dóra Björt segir kröfuna um afsökunarbeiðni ekki hafa verið faglega og ekki merki um vilja til þess að fara yfir það hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. „Enn síður er það gagnlegt að gera mér upp skoðanir og ásakanir sem fara fyrir brjóstið á yfirmönnum Neyðarlínunnar og er haldið fram opinberlega af öðrum og í kjölfarið krefjast afsökunarbeiðni fyrir þann tilbúning,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Sjá má færslu Dóru Bjartar í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent