Heilsulaus í boði Reykjavíkurborgar Jónína Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2020 09:01 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið sunnudagskvöld birtist viðtal við dóttur mína, þar ræddi hún um bréf sem hún sendi nýverið til umboðsmanns barna. Ástæðan fyrir bréfinu til umboðsmanns barna er sú að dóttir mín hefur fundið fyrir miklum einkennum sem rekja má til raka- og loftgæðaskemmda í húsnæði Fossvogsskóla. Einkennin lýsa sér helst í þrálátum höfuðverkjum. Afleiðingarnar koma oft á tíðum í veg fyrir að hún geti stundað tómstundir og verið með vinum eftir skóla. Einkennin hafa þar að auki leitt til minni áhuga á mætingu í skólann af ótta við að fá mikla verki. Þessi staða hefur haft slæm áhrif á líðan hennar, andlega og líkamlega. Ég er orðin gjörsamlega ráðþrota. Við höfum leitað til lækna, sjúkraþjálfara, augnlæknis, leitað álits hjá sálfræðingi og sérfræðings í tannréttingum til þess að reyna að komast til botns í því hvað veldur verkjunum. Ekkert hefur komið út úr heimsóknum til fjölda ólíkra sérfræðinga. Að eiga barn sem glímir við slæm einkenni sem þessi er íþyngjandi og erfitt. Hins vegar er sú glíma sem við foreldrar höfum þurft að eiga við Reykjavíkurborg ekkert minna íþyngjandi ofan á allt. Okkur var lofað að húsnæðið yrði ekki opnað að nýju fyrr en fram hefði farið heildstæð úttekt á skólanum eftir að fyrst var farið í framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda. Sú sjálfsagða úttekt á húsnæðinu sem lofað var hefur enn ekki verið gerð og skólinn verið opinn síðan sl. haust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í fyrstu er staðan orðin sú að fulltrúar borgarinnar sjá sér ekki einu sinni lengur fært að svara áhyggjufullum foreldrum sem óttast um heilsu barna sinna. Málið er mjög alvarlegt. Börnin sem hafa veikst munu bera merki þess alla æfi og með vanhæfni borgarinnar í málinu er þeim sýnd vanvirðing. Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur ráðið sér lögfræðing til þess að reyna að knýja fram svör við spurningum sem fulltrúum borgarinnar ber skylda að svara. Enginn samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar milli foreldra barna í Fossvogsskóla og yfirvalda. Að foreldrafélag grunnskóla þurfi að ráða sér lögfræðing sýnir kannski í hvaða hnút Reykjavíkurborg er komin með málið. Kröfur foreldra skólans eru sjálfsagðar en meðal annars hefur verið fram á að: fram fari úttekt á húsnæði skólans af óháðum sérfræðingi, öðrum en Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að fá staðfestingu á því að allt rakaskemmt efni hafi verið fjarlægt úr húsnæðinu að stofnaður verði samráðsvettvangur fyrir foreldra, starfsfólk og borgina að unnin verði viðbragðsáætlun vegna veikinda og barna og starfsfólks Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein sem birtist á vísi.is um málið. Þar fór ég yfir ástandið og hversu gáttuð ég var og er enn á stöðunni. Ég hef enn ekki fengið svör við spurningum sem ég spurði að þá og er enn gáttuð á pólitískum útúrsnúningi borgaryfirvalda. Ég veit ekki hvort beðið sé eftir að málið fjari út eins og oft verður með mál sem koma á borð borgarinnar, ljóst er að borgin þarf að fara í sjálfsskoðun og skoða vandlega alla þá þætti sem hefðu betur mátt fara. Reykjavíkurborg hefur brugðist börnunum og starfsfólki í Fossvogsskóla. Viðbrögð vegna viðtalsins hafa verið hvetjandi og jákvæð. Einhugur virðist vera um þá einkennilegu staðreynd að 11 ára gamalt barn sjái sig knúið til þess að skrifa umboðsmanni barna bréf og koma fram í fréttum því fullorðna fólkið vinnur ekki vinnuna sína. Hvernig væri staðan í dag hefði verið farið strax í óháða úttekt á skólahúsnæðinu eftir síðustu framkvæmdir? Hvernig væri staðan í dag hefðu foreldrar, starfsmenn og börn samráðsvettvang við borgina um málið? Hvernig væri ef borgaryfirvöld leyfðu heilsu barna að njóta vafans? Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Rómur Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið sunnudagskvöld birtist viðtal við dóttur mína, þar ræddi hún um bréf sem hún sendi nýverið til umboðsmanns barna. Ástæðan fyrir bréfinu til umboðsmanns barna er sú að dóttir mín hefur fundið fyrir miklum einkennum sem rekja má til raka- og loftgæðaskemmda í húsnæði Fossvogsskóla. Einkennin lýsa sér helst í þrálátum höfuðverkjum. Afleiðingarnar koma oft á tíðum í veg fyrir að hún geti stundað tómstundir og verið með vinum eftir skóla. Einkennin hafa þar að auki leitt til minni áhuga á mætingu í skólann af ótta við að fá mikla verki. Þessi staða hefur haft slæm áhrif á líðan hennar, andlega og líkamlega. Ég er orðin gjörsamlega ráðþrota. Við höfum leitað til lækna, sjúkraþjálfara, augnlæknis, leitað álits hjá sálfræðingi og sérfræðings í tannréttingum til þess að reyna að komast til botns í því hvað veldur verkjunum. Ekkert hefur komið út úr heimsóknum til fjölda ólíkra sérfræðinga. Að eiga barn sem glímir við slæm einkenni sem þessi er íþyngjandi og erfitt. Hins vegar er sú glíma sem við foreldrar höfum þurft að eiga við Reykjavíkurborg ekkert minna íþyngjandi ofan á allt. Okkur var lofað að húsnæðið yrði ekki opnað að nýju fyrr en fram hefði farið heildstæð úttekt á skólanum eftir að fyrst var farið í framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda. Sú sjálfsagða úttekt á húsnæðinu sem lofað var hefur enn ekki verið gerð og skólinn verið opinn síðan sl. haust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í fyrstu er staðan orðin sú að fulltrúar borgarinnar sjá sér ekki einu sinni lengur fært að svara áhyggjufullum foreldrum sem óttast um heilsu barna sinna. Málið er mjög alvarlegt. Börnin sem hafa veikst munu bera merki þess alla æfi og með vanhæfni borgarinnar í málinu er þeim sýnd vanvirðing. Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur ráðið sér lögfræðing til þess að reyna að knýja fram svör við spurningum sem fulltrúum borgarinnar ber skylda að svara. Enginn samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar milli foreldra barna í Fossvogsskóla og yfirvalda. Að foreldrafélag grunnskóla þurfi að ráða sér lögfræðing sýnir kannski í hvaða hnút Reykjavíkurborg er komin með málið. Kröfur foreldra skólans eru sjálfsagðar en meðal annars hefur verið fram á að: fram fari úttekt á húsnæði skólans af óháðum sérfræðingi, öðrum en Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að fá staðfestingu á því að allt rakaskemmt efni hafi verið fjarlægt úr húsnæðinu að stofnaður verði samráðsvettvangur fyrir foreldra, starfsfólk og borgina að unnin verði viðbragðsáætlun vegna veikinda og barna og starfsfólks Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein sem birtist á vísi.is um málið. Þar fór ég yfir ástandið og hversu gáttuð ég var og er enn á stöðunni. Ég hef enn ekki fengið svör við spurningum sem ég spurði að þá og er enn gáttuð á pólitískum útúrsnúningi borgaryfirvalda. Ég veit ekki hvort beðið sé eftir að málið fjari út eins og oft verður með mál sem koma á borð borgarinnar, ljóst er að borgin þarf að fara í sjálfsskoðun og skoða vandlega alla þá þætti sem hefðu betur mátt fara. Reykjavíkurborg hefur brugðist börnunum og starfsfólki í Fossvogsskóla. Viðbrögð vegna viðtalsins hafa verið hvetjandi og jákvæð. Einhugur virðist vera um þá einkennilegu staðreynd að 11 ára gamalt barn sjái sig knúið til þess að skrifa umboðsmanni barna bréf og koma fram í fréttum því fullorðna fólkið vinnur ekki vinnuna sína. Hvernig væri staðan í dag hefði verið farið strax í óháða úttekt á skólahúsnæðinu eftir síðustu framkvæmdir? Hvernig væri staðan í dag hefðu foreldrar, starfsmenn og börn samráðsvettvang við borgina um málið? Hvernig væri ef borgaryfirvöld leyfðu heilsu barna að njóta vafans? Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar