Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 18:07 Fangar úr röðum Talíbana bíða eftir að vera leystir úr haldi af afgönskum yfirvöldum. EPA/STR Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. Þetta er hluti af fangaskiptum sem sammælst var um með samningi milli Talíbana og Bandaríkjanna í Doha í febrúar. Bandaríkin þjónuðu hlutverki milligöngumanns í friðarviðræðum Talíbana og Afganistan í von um að ljúka tveggja áratuga löngu stríði. Fangaskiptin eru þau fjölmennustu sem gerð hafa verið milli stríðandi fylkinga. Javid Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafa Afganistan, sagði á blaðamannafundi að framlenging vopnahlés sé nauðsynleg til að forðast frekari blóðsúthellingar og að Afganska ríkisstjórnin væri undirbúin fyrir vopnahléið. Talíbanar tilkynntu þriggja daga vopnahlé fyrir trúarhátíðina Eid al-Fitr sem lýkur Ramadan, helgum mánuði múslima. Talíbanar hafa enn ekki tilkynnt hvort þeir séu tilbúnir til að framlengja vopnahléinu eftir að því líkur á miðnætti að staðartíma. Í síðasta mánuði neitaði hópurinn vopnahléi sem afgönsk stjórnvöld kölluðu eftir fyrir Ramadan mánuðinn. Átök milli afganskra fylkinga og Talíbana urðu meiri áður en vopnahléið skall á og ríkisstjórn landsins gaf það út að árásir myndu hefjast að nýju á stríðandi fylkingu talíbana vegna mannskæðra árása sem gerðar voru í liðnum mánuði. Fangaskiptaferlið hófst í apríl en hefur verið fremur hægt og hefur frestast vegna átaka milli ríkisins og Talíbana. Samkvæmt Doha samningnum á Afganistan að leysa 5.000 fanga úr haldi á meðan Talíbanar eiga að leysa þúsund hermenn Afganistan úr haldi. Nú hafa afgönsk yfirvöld leyst þúsund vígamenn úr haldi og Talíbanar 105 samkvæmt upplýsingum sem Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafans Hamdullah Mohib, gaf fréttastofu Reuters fyrir blaðamannafundinn. Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. 14. maí 2020 08:48 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. Þetta er hluti af fangaskiptum sem sammælst var um með samningi milli Talíbana og Bandaríkjanna í Doha í febrúar. Bandaríkin þjónuðu hlutverki milligöngumanns í friðarviðræðum Talíbana og Afganistan í von um að ljúka tveggja áratuga löngu stríði. Fangaskiptin eru þau fjölmennustu sem gerð hafa verið milli stríðandi fylkinga. Javid Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafa Afganistan, sagði á blaðamannafundi að framlenging vopnahlés sé nauðsynleg til að forðast frekari blóðsúthellingar og að Afganska ríkisstjórnin væri undirbúin fyrir vopnahléið. Talíbanar tilkynntu þriggja daga vopnahlé fyrir trúarhátíðina Eid al-Fitr sem lýkur Ramadan, helgum mánuði múslima. Talíbanar hafa enn ekki tilkynnt hvort þeir séu tilbúnir til að framlengja vopnahléinu eftir að því líkur á miðnætti að staðartíma. Í síðasta mánuði neitaði hópurinn vopnahléi sem afgönsk stjórnvöld kölluðu eftir fyrir Ramadan mánuðinn. Átök milli afganskra fylkinga og Talíbana urðu meiri áður en vopnahléið skall á og ríkisstjórn landsins gaf það út að árásir myndu hefjast að nýju á stríðandi fylkingu talíbana vegna mannskæðra árása sem gerðar voru í liðnum mánuði. Fangaskiptaferlið hófst í apríl en hefur verið fremur hægt og hefur frestast vegna átaka milli ríkisins og Talíbana. Samkvæmt Doha samningnum á Afganistan að leysa 5.000 fanga úr haldi á meðan Talíbanar eiga að leysa þúsund hermenn Afganistan úr haldi. Nú hafa afgönsk yfirvöld leyst þúsund vígamenn úr haldi og Talíbanar 105 samkvæmt upplýsingum sem Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafans Hamdullah Mohib, gaf fréttastofu Reuters fyrir blaðamannafundinn.
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. 14. maí 2020 08:48 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41
Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28
Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. 14. maí 2020 08:48