Innan við 200 manns fengu hýdroxíklórókín hér á landi Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2020 11:42 Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum Vísir/Sigurjón Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti. Samantekt á rannsókn notagildis hýdroxíklórókíns var birt á vef læknisfræðitimaritsins Lancet fyrir helgi. Þar kom fram að dánarhlutfall sjúklinga sem fékk lyfið var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfið. Íslenska lyfjafyrirtækið Alvogen gaf Landspítalanum 50.000 skammta af lyfinu í vetur vegna kórónuveirunnar. Var lyfið notað í afmörkuðum tilfellum í tilraunaskyni hér á landi. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, segir noktun þess hafa verið hætt fyrir nokkru síðan. „Við höfum tekið það út úr okkar leiðbeiningum. Það stendur ekki til að nota það nema eitthvað mikið breytist og við fáum upplýsingar um gagnsemi þess. Við bíðum eins og aðrir eftir niðurstöðum úr þessum stóru rannsóknum sem eru í gagni, þar á meðal þeirri sem WHO hefur staðið fyrir,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum. Hann segir þekkt að lyfið getur leitt til hjartsláttaróreglu hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Lyfið geti lengt ákveðið bil í hjartarafriti sem getur leitt til þessarar hjartsláttaróreglu. „Það er alveg á hreinu að stefnulaus notkun á þessu lyfi án góðrar vöktunar, með töku hjartarafrits, kann ekki góðri lukku að stýra. Við gerðum okkur far um það hér þegar við notuðum lyfið að fylgjast með þessu. En við höfum haft spurnir af því að erlendis hefur notkunin verið frjálslegri og víðtækari og ekkert endilega verið að fylgja þessum tilmælum um að taka hjartarafrit og fylgjast með lengingu á þessu tiltekna bili sem skiptir máli,“ segir Magnús. Fylgst var vel með sjúklingum sem fengu lyfið hér á landi Þeir sem fengu lyfið hér á landi voru þeir sem lögðust inn á spítala. „Þannig að það var eðli málsins samkvæmt fólk sem var fylgst með og taka hjartarit. Örfáir einstaklingar sem tóku lyfið undir eftirliti í heimahúsi en voru þá í sambandi við göngudeildina. En þetta er ekki mikill fjöldi, innan við 200 manns alls, þetta er innan við 10 prósent í mesta lagi af heildarfjöldanum sem greindist með Covid,“ segir Magnús. Eiga Remdesivir og Favipir Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar hafa sýnt góð áhrif ebólulyfsins Remdesivir á baráttu fólks við Covid-19. Magnús segir þetta jákvæðar fréttir og sem betur fer hafi Landspítalinn tryggt sér þetta lyf. „Og erum ágætlega undir það búin ef nauðsyn skapast á að gefa það lyf. Það eru ákveðnar takmarkanir á notkun þess. Við vonum að þær verði minni eftir því sem við áttum okkur betur á ábendingum og gagnsemi lyfsins,“ segir Magnús. Hann segir framleiðanda lyfsins setja þessar takmarkanir. Hingað til hefur aðeins mátt nota það á sjúklinga í öndunarvél. Þá hefur Landspítalinn einnig fengið japanska lyfið Favipir en Magnús segir enn beðið niðurstaðna um rannsóknir á virkni þess gegn veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti. Samantekt á rannsókn notagildis hýdroxíklórókíns var birt á vef læknisfræðitimaritsins Lancet fyrir helgi. Þar kom fram að dánarhlutfall sjúklinga sem fékk lyfið var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfið. Íslenska lyfjafyrirtækið Alvogen gaf Landspítalanum 50.000 skammta af lyfinu í vetur vegna kórónuveirunnar. Var lyfið notað í afmörkuðum tilfellum í tilraunaskyni hér á landi. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, segir noktun þess hafa verið hætt fyrir nokkru síðan. „Við höfum tekið það út úr okkar leiðbeiningum. Það stendur ekki til að nota það nema eitthvað mikið breytist og við fáum upplýsingar um gagnsemi þess. Við bíðum eins og aðrir eftir niðurstöðum úr þessum stóru rannsóknum sem eru í gagni, þar á meðal þeirri sem WHO hefur staðið fyrir,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum. Hann segir þekkt að lyfið getur leitt til hjartsláttaróreglu hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Lyfið geti lengt ákveðið bil í hjartarafriti sem getur leitt til þessarar hjartsláttaróreglu. „Það er alveg á hreinu að stefnulaus notkun á þessu lyfi án góðrar vöktunar, með töku hjartarafrits, kann ekki góðri lukku að stýra. Við gerðum okkur far um það hér þegar við notuðum lyfið að fylgjast með þessu. En við höfum haft spurnir af því að erlendis hefur notkunin verið frjálslegri og víðtækari og ekkert endilega verið að fylgja þessum tilmælum um að taka hjartarafrit og fylgjast með lengingu á þessu tiltekna bili sem skiptir máli,“ segir Magnús. Fylgst var vel með sjúklingum sem fengu lyfið hér á landi Þeir sem fengu lyfið hér á landi voru þeir sem lögðust inn á spítala. „Þannig að það var eðli málsins samkvæmt fólk sem var fylgst með og taka hjartarit. Örfáir einstaklingar sem tóku lyfið undir eftirliti í heimahúsi en voru þá í sambandi við göngudeildina. En þetta er ekki mikill fjöldi, innan við 200 manns alls, þetta er innan við 10 prósent í mesta lagi af heildarfjöldanum sem greindist með Covid,“ segir Magnús. Eiga Remdesivir og Favipir Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar hafa sýnt góð áhrif ebólulyfsins Remdesivir á baráttu fólks við Covid-19. Magnús segir þetta jákvæðar fréttir og sem betur fer hafi Landspítalinn tryggt sér þetta lyf. „Og erum ágætlega undir það búin ef nauðsyn skapast á að gefa það lyf. Það eru ákveðnar takmarkanir á notkun þess. Við vonum að þær verði minni eftir því sem við áttum okkur betur á ábendingum og gagnsemi lyfsins,“ segir Magnús. Hann segir framleiðanda lyfsins setja þessar takmarkanir. Hingað til hefur aðeins mátt nota það á sjúklinga í öndunarvél. Þá hefur Landspítalinn einnig fengið japanska lyfið Favipir en Magnús segir enn beðið niðurstaðna um rannsóknir á virkni þess gegn veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira