Innan við 200 manns fengu hýdroxíklórókín hér á landi Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2020 11:42 Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum Vísir/Sigurjón Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti. Samantekt á rannsókn notagildis hýdroxíklórókíns var birt á vef læknisfræðitimaritsins Lancet fyrir helgi. Þar kom fram að dánarhlutfall sjúklinga sem fékk lyfið var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfið. Íslenska lyfjafyrirtækið Alvogen gaf Landspítalanum 50.000 skammta af lyfinu í vetur vegna kórónuveirunnar. Var lyfið notað í afmörkuðum tilfellum í tilraunaskyni hér á landi. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, segir noktun þess hafa verið hætt fyrir nokkru síðan. „Við höfum tekið það út úr okkar leiðbeiningum. Það stendur ekki til að nota það nema eitthvað mikið breytist og við fáum upplýsingar um gagnsemi þess. Við bíðum eins og aðrir eftir niðurstöðum úr þessum stóru rannsóknum sem eru í gagni, þar á meðal þeirri sem WHO hefur staðið fyrir,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum. Hann segir þekkt að lyfið getur leitt til hjartsláttaróreglu hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Lyfið geti lengt ákveðið bil í hjartarafriti sem getur leitt til þessarar hjartsláttaróreglu. „Það er alveg á hreinu að stefnulaus notkun á þessu lyfi án góðrar vöktunar, með töku hjartarafrits, kann ekki góðri lukku að stýra. Við gerðum okkur far um það hér þegar við notuðum lyfið að fylgjast með þessu. En við höfum haft spurnir af því að erlendis hefur notkunin verið frjálslegri og víðtækari og ekkert endilega verið að fylgja þessum tilmælum um að taka hjartarafrit og fylgjast með lengingu á þessu tiltekna bili sem skiptir máli,“ segir Magnús. Fylgst var vel með sjúklingum sem fengu lyfið hér á landi Þeir sem fengu lyfið hér á landi voru þeir sem lögðust inn á spítala. „Þannig að það var eðli málsins samkvæmt fólk sem var fylgst með og taka hjartarit. Örfáir einstaklingar sem tóku lyfið undir eftirliti í heimahúsi en voru þá í sambandi við göngudeildina. En þetta er ekki mikill fjöldi, innan við 200 manns alls, þetta er innan við 10 prósent í mesta lagi af heildarfjöldanum sem greindist með Covid,“ segir Magnús. Eiga Remdesivir og Favipir Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar hafa sýnt góð áhrif ebólulyfsins Remdesivir á baráttu fólks við Covid-19. Magnús segir þetta jákvæðar fréttir og sem betur fer hafi Landspítalinn tryggt sér þetta lyf. „Og erum ágætlega undir það búin ef nauðsyn skapast á að gefa það lyf. Það eru ákveðnar takmarkanir á notkun þess. Við vonum að þær verði minni eftir því sem við áttum okkur betur á ábendingum og gagnsemi lyfsins,“ segir Magnús. Hann segir framleiðanda lyfsins setja þessar takmarkanir. Hingað til hefur aðeins mátt nota það á sjúklinga í öndunarvél. Þá hefur Landspítalinn einnig fengið japanska lyfið Favipir en Magnús segir enn beðið niðurstaðna um rannsóknir á virkni þess gegn veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti. Samantekt á rannsókn notagildis hýdroxíklórókíns var birt á vef læknisfræðitimaritsins Lancet fyrir helgi. Þar kom fram að dánarhlutfall sjúklinga sem fékk lyfið var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfið. Íslenska lyfjafyrirtækið Alvogen gaf Landspítalanum 50.000 skammta af lyfinu í vetur vegna kórónuveirunnar. Var lyfið notað í afmörkuðum tilfellum í tilraunaskyni hér á landi. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, segir noktun þess hafa verið hætt fyrir nokkru síðan. „Við höfum tekið það út úr okkar leiðbeiningum. Það stendur ekki til að nota það nema eitthvað mikið breytist og við fáum upplýsingar um gagnsemi þess. Við bíðum eins og aðrir eftir niðurstöðum úr þessum stóru rannsóknum sem eru í gagni, þar á meðal þeirri sem WHO hefur staðið fyrir,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum. Hann segir þekkt að lyfið getur leitt til hjartsláttaróreglu hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Lyfið geti lengt ákveðið bil í hjartarafriti sem getur leitt til þessarar hjartsláttaróreglu. „Það er alveg á hreinu að stefnulaus notkun á þessu lyfi án góðrar vöktunar, með töku hjartarafrits, kann ekki góðri lukku að stýra. Við gerðum okkur far um það hér þegar við notuðum lyfið að fylgjast með þessu. En við höfum haft spurnir af því að erlendis hefur notkunin verið frjálslegri og víðtækari og ekkert endilega verið að fylgja þessum tilmælum um að taka hjartarafrit og fylgjast með lengingu á þessu tiltekna bili sem skiptir máli,“ segir Magnús. Fylgst var vel með sjúklingum sem fengu lyfið hér á landi Þeir sem fengu lyfið hér á landi voru þeir sem lögðust inn á spítala. „Þannig að það var eðli málsins samkvæmt fólk sem var fylgst með og taka hjartarit. Örfáir einstaklingar sem tóku lyfið undir eftirliti í heimahúsi en voru þá í sambandi við göngudeildina. En þetta er ekki mikill fjöldi, innan við 200 manns alls, þetta er innan við 10 prósent í mesta lagi af heildarfjöldanum sem greindist með Covid,“ segir Magnús. Eiga Remdesivir og Favipir Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar hafa sýnt góð áhrif ebólulyfsins Remdesivir á baráttu fólks við Covid-19. Magnús segir þetta jákvæðar fréttir og sem betur fer hafi Landspítalinn tryggt sér þetta lyf. „Og erum ágætlega undir það búin ef nauðsyn skapast á að gefa það lyf. Það eru ákveðnar takmarkanir á notkun þess. Við vonum að þær verði minni eftir því sem við áttum okkur betur á ábendingum og gagnsemi lyfsins,“ segir Magnús. Hann segir framleiðanda lyfsins setja þessar takmarkanir. Hingað til hefur aðeins mátt nota það á sjúklinga í öndunarvél. Þá hefur Landspítalinn einnig fengið japanska lyfið Favipir en Magnús segir enn beðið niðurstaðna um rannsóknir á virkni þess gegn veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira