Margar sögur í gangi og kannski einhverjir að reyna að sundra okkur Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 22:00 Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, með nokkra af fjölmörgum verðlaunagripum KR-inga í baksýn. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hafa verið margar sögur í gangi og ég veit ekki alveg forsendur þess hvað það fóru margar sögur í gang. Kannski er það bara af því að þetta er KR.“ Þetta sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag þegar talið barst að kvennaliði KR og framtíðarhorfum þess. Ljóst er að tveir af bestu leikmönnum Domino‘s-deildarinnar í vetur, Hildur Björg Kjartansdóttir og Danielle Rodriguez, verða ekki áfram hjá KR á næstu leiktíð en fregnir af dauða liðsins eru hins vegar stórlega ýktar: „Kannski eru einhverjir að reyna að sundra okkur. Þetta er sigursæll klúbbur og allt það. En það kom aldrei til greina að leggja eitt eða neitt niður, eða fara með liðið niður í 1. deild,“ sagði Böðvar sem í dag kynnti til leiks nýjan þjálfara kvennaliðs KR, sem tekur við af landsliðsþjálfaranum Benedikt Guðmundssyni. „Við erum að ráða hérna gríðarlega hæfan þjálfara í meistaraflokk kvenna, Francisco Garcia sem hefur verið að þjálfa í efstu deild á Spáni, var aðstoðarþjálfari U18 kvenna á Spáni, hefur þjálfað í Skandinavíu, á Indlandi, og verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Skallagrími í Borgarnesi. Ég er búinn að eiga mörg samtöl við hann undanfarið og maður finnur alveg hvað hann lifir fyrir körfubolta. Það er einmitt þannig fólk sem ég vil fá inn í klúbbinn. Fólk sem er vinnusamt og gefur af sér,“ sagði Böðvar. Vonum að við getum gefið Val verðuga keppni „Hann [Garcia] verður líka með stúlknaflokk og það er frábært að hafa tengingu á milli meistaraflokks og stúlknaflokks. Það er mikill metnaður fyrir kvennastarfinu eins og alltaf hérna og það verða allir aðrir leikmenn áfram hérna. Við erum full tilhlökkunar fyrir næsta tímabil og vonum að við getum gefið Valskonum verðuga keppni, ásamt öðrum liðum,“ sagði Böðvar, og það er því á honum að heyra að lið KR verði samkeppnishæft á næstu leiktíð, ekki síður í kvennaflokki en í karlaflokki: „Við værum ekkert í þessu öðruvísi en að gera það. Að sama skapi þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti, bæði kvennamegin og karlamegin. En eitt af gildum KR er jafnrétti og menn fara eftir því, ekki spurning.“ Klippa: Sportið í dag - Böðvar um framtíð kvennaliðs KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna KR Sportið í dag Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
„Það hafa verið margar sögur í gangi og ég veit ekki alveg forsendur þess hvað það fóru margar sögur í gang. Kannski er það bara af því að þetta er KR.“ Þetta sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag þegar talið barst að kvennaliði KR og framtíðarhorfum þess. Ljóst er að tveir af bestu leikmönnum Domino‘s-deildarinnar í vetur, Hildur Björg Kjartansdóttir og Danielle Rodriguez, verða ekki áfram hjá KR á næstu leiktíð en fregnir af dauða liðsins eru hins vegar stórlega ýktar: „Kannski eru einhverjir að reyna að sundra okkur. Þetta er sigursæll klúbbur og allt það. En það kom aldrei til greina að leggja eitt eða neitt niður, eða fara með liðið niður í 1. deild,“ sagði Böðvar sem í dag kynnti til leiks nýjan þjálfara kvennaliðs KR, sem tekur við af landsliðsþjálfaranum Benedikt Guðmundssyni. „Við erum að ráða hérna gríðarlega hæfan þjálfara í meistaraflokk kvenna, Francisco Garcia sem hefur verið að þjálfa í efstu deild á Spáni, var aðstoðarþjálfari U18 kvenna á Spáni, hefur þjálfað í Skandinavíu, á Indlandi, og verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Skallagrími í Borgarnesi. Ég er búinn að eiga mörg samtöl við hann undanfarið og maður finnur alveg hvað hann lifir fyrir körfubolta. Það er einmitt þannig fólk sem ég vil fá inn í klúbbinn. Fólk sem er vinnusamt og gefur af sér,“ sagði Böðvar. Vonum að við getum gefið Val verðuga keppni „Hann [Garcia] verður líka með stúlknaflokk og það er frábært að hafa tengingu á milli meistaraflokks og stúlknaflokks. Það er mikill metnaður fyrir kvennastarfinu eins og alltaf hérna og það verða allir aðrir leikmenn áfram hérna. Við erum full tilhlökkunar fyrir næsta tímabil og vonum að við getum gefið Valskonum verðuga keppni, ásamt öðrum liðum,“ sagði Böðvar, og það er því á honum að heyra að lið KR verði samkeppnishæft á næstu leiktíð, ekki síður í kvennaflokki en í karlaflokki: „Við værum ekkert í þessu öðruvísi en að gera það. Að sama skapi þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti, bæði kvennamegin og karlamegin. En eitt af gildum KR er jafnrétti og menn fara eftir því, ekki spurning.“ Klippa: Sportið í dag - Böðvar um framtíð kvennaliðs KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna KR Sportið í dag Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
„Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00
KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16