Grunar að Jón Arnór eigi hinsta dansinn eftir Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 21:00 Körfuboltaferli Jóns Arnórs Stefánssonar gæti hafa lokið í vetur. VÍSIR/BÁRA Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon gætu vel átt eftir að spila með KR á næstu leiktíð og freista þess að tryggja liðinu sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð í körfubolta. Þetta mátti heyra á Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag. Hann kvaðst hafa átt góðan fund í síðustu viku með leikmönnum en viðurkenndi að staðan væri óljós varðandi Jón Arnór og Helga Má. Jón Arnór sagði í viðtali í Sportinu í kvöld þann 1. apríl að meiri líkur en minni væru á að hann væri nú hættur að spila körfubolta. „Ég veit ekki alveg stöðuna með Jón Arnór. Hann segist vera farinn að hallast að því að hann sé hættur en mig grunar nú að hann eigi eftir að skipta um skoðun í sumar og taka hinsta dansinn, og klára mótið. Það er hundleiðinlegt að hafa ekki getað klárað. Helgi Magnússon liggur líka undir feldi og er að hugsa málið. Við erum ekki með neina pressu á þá en þeir þurfa bara að gefa okkur svör þegar líður á sumarið,“ sagði Böðvar en minntist ekki á Jakob Örn Sigurðarson, sem ku vera samningslaus. Spurður út í Kristófer Acox, sem nýráðinn þjálfari Darri Freyr Atlason sagði í dag að þyrfti að axla enn meiri ábyrgð en áður hjá KR, svaraði Böðvar: „Kristófer Acox er flottur leikmaður og það er ekkert skrýtið þó að önnur lið hafi áhuga á honum en hann er samningsbundinn KR þannig að hann verður hér áfram,“ og benti svo á að einnig væri til staðar hjá KR góður efniviður ungra leikmanna. Klippa: Sportið í dag - Vongóður um að Jón Arnór spili á næstu leiktíð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 „Meiri líkur á að ég hætti“ „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. 1. apríl 2020 20:24 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon gætu vel átt eftir að spila með KR á næstu leiktíð og freista þess að tryggja liðinu sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð í körfubolta. Þetta mátti heyra á Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag. Hann kvaðst hafa átt góðan fund í síðustu viku með leikmönnum en viðurkenndi að staðan væri óljós varðandi Jón Arnór og Helga Má. Jón Arnór sagði í viðtali í Sportinu í kvöld þann 1. apríl að meiri líkur en minni væru á að hann væri nú hættur að spila körfubolta. „Ég veit ekki alveg stöðuna með Jón Arnór. Hann segist vera farinn að hallast að því að hann sé hættur en mig grunar nú að hann eigi eftir að skipta um skoðun í sumar og taka hinsta dansinn, og klára mótið. Það er hundleiðinlegt að hafa ekki getað klárað. Helgi Magnússon liggur líka undir feldi og er að hugsa málið. Við erum ekki með neina pressu á þá en þeir þurfa bara að gefa okkur svör þegar líður á sumarið,“ sagði Böðvar en minntist ekki á Jakob Örn Sigurðarson, sem ku vera samningslaus. Spurður út í Kristófer Acox, sem nýráðinn þjálfari Darri Freyr Atlason sagði í dag að þyrfti að axla enn meiri ábyrgð en áður hjá KR, svaraði Böðvar: „Kristófer Acox er flottur leikmaður og það er ekkert skrýtið þó að önnur lið hafi áhuga á honum en hann er samningsbundinn KR þannig að hann verður hér áfram,“ og benti svo á að einnig væri til staðar hjá KR góður efniviður ungra leikmanna. Klippa: Sportið í dag - Vongóður um að Jón Arnór spili á næstu leiktíð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 „Meiri líkur á að ég hætti“ „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. 1. apríl 2020 20:24 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
„Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00
Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16
„Meiri líkur á að ég hætti“ „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. 1. apríl 2020 20:24