Vægum viðbrögðum kennt um margfalda dánartíðni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. apríl 2020 15:53 Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, hefur mikið verið á milli tannanna á fólki í Svíþjóð síðustu vikurnar. AP Sænsk stjórnvöld segjast ósátt við umfjöllun heimspressunnar um viðbrögð Svía við kórónuveirufaraldrinum. Á fjórtánda þúsund hafa nú smitast í Svíþjóð og fjórtán hundruð látið lífið. Ríkisstjórnin hefur ekki lokað skólum né sett á útgöngubann, líkt og flest nágrannaríkin, og hefur það vakið þó nokkra athygli. Þá hafa Svíar sömuleiðis tekið tiltölulega fá sýni. Öfugt við Svía hafa Norðmenn, Finnar og Danir beitt útgöngubanni og lokað skólum. Ef litið er til fjölda smitaðra og látinna í þessum löndum má sjá að andlát eru mun tíðari í Svíþjóð en hinum löndunum. Þessi vægari viðbrögð Svía hafa vakið gagnrýni og umtal. Hafa gagnrýnt viðbrögð yfirvalda Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á Twitter í gærkvöldi að tala látinna sýndi hversu miklu munaði á aðgerðum ríkjanna. 22 læknar og fræðimenn birtu gagnrýni á stjórnvöld í Dagens Nyheter á þriðjudag og sögðu stjórnvöld hafa brugðist. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, mótmælti þessu. Sagði hann að misræmið í dánartíðni skýrðist af miklu leyti af því að sóttin hafi borist á fleiri hjúkrunarheimili í Svíþjóð en annars staðar. Þetta sé sum sé ekki aðgerðaleysi að kenna heldur því að Svíum hafi mistekist almennt að vernda eldri borgara. Goðsaga, ímyndin sem dregin er upp erlendis Félagsmálaráðherra og utanríkismálaráðherra héldu blaðamannafund í dag og sögðust ósammála því að viðbrögð Svía væru gjörólík því sem sést hefur annars staðar. „Það er goðsaga að daglegt líf haldi áfram líkt og ekkert hafi í skorist í Svíþjóð,“ sagði utanríkisráðherrann Ann Linde. Fjölga sýnatökum Johan Carlson, yfirmaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar, sagði að ástæðan fyrir vægari aðgerðum væri einna helst sú að þannig þurfi Svíar ekki strax að hugsa um afléttingu aðgerða líkt og fjöldi ríkja gerir nú. Í rauninni væri hægt að halda áfram á þessari sömu braut allt fram til ársins 2022 ef nauðsyn krefur. Stefan Löfven forsætisráðherra sagði að nú stæði til að fjölga sýnatökum. Varaði hann þó við því að þúsundir muni liggja í valnum þegar upp er staðið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Sænsk stjórnvöld segjast ósátt við umfjöllun heimspressunnar um viðbrögð Svía við kórónuveirufaraldrinum. Á fjórtánda þúsund hafa nú smitast í Svíþjóð og fjórtán hundruð látið lífið. Ríkisstjórnin hefur ekki lokað skólum né sett á útgöngubann, líkt og flest nágrannaríkin, og hefur það vakið þó nokkra athygli. Þá hafa Svíar sömuleiðis tekið tiltölulega fá sýni. Öfugt við Svía hafa Norðmenn, Finnar og Danir beitt útgöngubanni og lokað skólum. Ef litið er til fjölda smitaðra og látinna í þessum löndum má sjá að andlát eru mun tíðari í Svíþjóð en hinum löndunum. Þessi vægari viðbrögð Svía hafa vakið gagnrýni og umtal. Hafa gagnrýnt viðbrögð yfirvalda Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á Twitter í gærkvöldi að tala látinna sýndi hversu miklu munaði á aðgerðum ríkjanna. 22 læknar og fræðimenn birtu gagnrýni á stjórnvöld í Dagens Nyheter á þriðjudag og sögðu stjórnvöld hafa brugðist. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, mótmælti þessu. Sagði hann að misræmið í dánartíðni skýrðist af miklu leyti af því að sóttin hafi borist á fleiri hjúkrunarheimili í Svíþjóð en annars staðar. Þetta sé sum sé ekki aðgerðaleysi að kenna heldur því að Svíum hafi mistekist almennt að vernda eldri borgara. Goðsaga, ímyndin sem dregin er upp erlendis Félagsmálaráðherra og utanríkismálaráðherra héldu blaðamannafund í dag og sögðust ósammála því að viðbrögð Svía væru gjörólík því sem sést hefur annars staðar. „Það er goðsaga að daglegt líf haldi áfram líkt og ekkert hafi í skorist í Svíþjóð,“ sagði utanríkisráðherrann Ann Linde. Fjölga sýnatökum Johan Carlson, yfirmaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar, sagði að ástæðan fyrir vægari aðgerðum væri einna helst sú að þannig þurfi Svíar ekki strax að hugsa um afléttingu aðgerða líkt og fjöldi ríkja gerir nú. Í rauninni væri hægt að halda áfram á þessari sömu braut allt fram til ársins 2022 ef nauðsyn krefur. Stefan Löfven forsætisráðherra sagði að nú stæði til að fjölga sýnatökum. Varaði hann þó við því að þúsundir muni liggja í valnum þegar upp er staðið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira