Erfitt fyrir suma að stíga aftur út í samfélagið vegna heilsukvíða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2020 18:33 Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur. Vísir/Friðrik Þór Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. Einn smitaðist af kórónuveirunni síðasta sólarhringinn og eru því þrjú virk smit á landinu. Einungis sex hafa smitast af veirunni í maímánuði. Slakað hefur verið á takmörkunum og erum við nú að nálgast það sem kalla má eðlilegt líf. „Það er sól og blíða í miðbænum í dag. Eins og sést fyrir aftan mig eru flestir farnir aftur á stjá, byrjaðir að umgangast fólk og taka þátt í almennu félagslífi á ný eftir að faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Það eru þó einhverjir sem sitja enn heima af ótta við að stíga út í samfélagið á ný.“ Heilsukvíði tengdur kórónuveirunni felst í því að mikill ótti er um að smitast af veirunni eða smita aðra. „Og þá er kannski hegðun sem því fylgir mikil varkárni og kannski stundum aðeins um of hjá sumum,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Hulda segir þá óttaslegnustu hafa fundið fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar. Óttinn felist nú í því að snúa aftur út í samfélagið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum.vísir/getty Hún minnir á að við stjórnvölinn sé öflugt þríeyki sem heldur landsmönnum upplýstum og gefur okkur örugg fyrirmæli. Mikilvægt sé að fylgja þeim fyrirmælum. „En það er spurning hvort þetta er orðið vandi þegar fólk er farið að gera meira en það og farið að neita sér um hluti sem veita þeim almennt ánægju vegna þess að það er hrætt við að fá veiruna, vera smitberi eða við framhaldið, hvað gerist,“ sagði Hulda. Þá er hætta á að kvíði byggst upp hjá fólki sem veldur því að sífellt verður erfiðara að taka skrefið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum. „Það er betra að hugsa það þannig að það gerist sem gerist og ég ætla að gera það sem gleður mig og fá að lifa mínu daglega lífi, næra mig, vera til núna en ekki vera til í framtíðinni,“ sagði Hulda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. Einn smitaðist af kórónuveirunni síðasta sólarhringinn og eru því þrjú virk smit á landinu. Einungis sex hafa smitast af veirunni í maímánuði. Slakað hefur verið á takmörkunum og erum við nú að nálgast það sem kalla má eðlilegt líf. „Það er sól og blíða í miðbænum í dag. Eins og sést fyrir aftan mig eru flestir farnir aftur á stjá, byrjaðir að umgangast fólk og taka þátt í almennu félagslífi á ný eftir að faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Það eru þó einhverjir sem sitja enn heima af ótta við að stíga út í samfélagið á ný.“ Heilsukvíði tengdur kórónuveirunni felst í því að mikill ótti er um að smitast af veirunni eða smita aðra. „Og þá er kannski hegðun sem því fylgir mikil varkárni og kannski stundum aðeins um of hjá sumum,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Hulda segir þá óttaslegnustu hafa fundið fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar. Óttinn felist nú í því að snúa aftur út í samfélagið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum.vísir/getty Hún minnir á að við stjórnvölinn sé öflugt þríeyki sem heldur landsmönnum upplýstum og gefur okkur örugg fyrirmæli. Mikilvægt sé að fylgja þeim fyrirmælum. „En það er spurning hvort þetta er orðið vandi þegar fólk er farið að gera meira en það og farið að neita sér um hluti sem veita þeim almennt ánægju vegna þess að það er hrætt við að fá veiruna, vera smitberi eða við framhaldið, hvað gerist,“ sagði Hulda. Þá er hætta á að kvíði byggst upp hjá fólki sem veldur því að sífellt verður erfiðara að taka skrefið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum. „Það er betra að hugsa það þannig að það gerist sem gerist og ég ætla að gera það sem gleður mig og fá að lifa mínu daglega lífi, næra mig, vera til núna en ekki vera til í framtíðinni,“ sagði Hulda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira