NBA deildin frestar öllu tímabilinu út af kórónuveirunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 06:00 LeBron James, Anthony Davis og félagar þeirra í Los Angeles Lakers eru komnir í ótímabundið frí vegna kórónuveirunnar. Getty/Harry How Hlutirnir gerðust hratt hjá NBA deildinni í nótt og áður en ákveðið var að spila án áhorfenda þá tóku forráðamenn NBA þá stóru ákvörðun að fresta öllum leikjum í ótakmarkaðan tíma. NBA tók þessa ákvörðun eftir að leikmaður Utah Jazz liðsins greindist með kórónuveiruna og hún var tilkynnt rétt áður en leikur Utah Jazz og Oklahoma City Thunder átti að hefjast í nótt. NBA To Suspend Season Following Tonight's Games pic.twitter.com/2PTx2fkLlW— NBA (@NBA) March 12, 2020 NBA sagði að leikmaður Utah Jazz, sem greindist með kórónuveiruna, hafi ekki verið á leiknum en óstaðfestar fréttir er að leikmaðurinn sé franski miðherjinn Rudy Gobert. Samkvæmt heimildum bandarísku fjölmiðlamannanna innan raða Utah Jazz þá komust læknar fyrst af því að Rudy Gobert væri hvorki með inflúensu eða öndunarfærasýking en svo hafi þeir prófað að kanna hvort hann væri með Covid-19 og það próf var jákvætt. „Þetta er klikkun. Þetta getur ekki verið satt. Það er eins og þetta sé sena í kvikmynd. Óraunverulegt,“ sagði Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, þegar hann fékk fréttirnar. When Utah Jazz center Rudy Gobert tested positive for coronavirus, it put the league in a corner on a decision it should have made earlier, writes @JeffZillgitt. https://t.co/Ez8IPHGnrX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 12, 2020 „Þetta snýst ekki um körfubolta eða peninga. Þetta er að stækka svo hratt og nú er maður farinn að hugsa um fjölskyldurnar. Við erum að passa upp á það að geta þetta á réttan hátt,“ sagði Cuban. „Það er mjög alvarlegt ástand þessa stundina og ég held að deildin hafi gert það hárrétta í stöðunni,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Áður en kom að frestun NBA deildarinnar hafði Golden State Warriors, fyrst liða, tilkynnt að allir heimaleikir liðsins yrðu spilaðir án áhorfenda. Ástæðan var að San Francisco hafði bannað fjöldasamkomur með meira en þúsund gesti. Ekkert kom þó að því þar sem NBA deildin steig einu risastóru skrefi lengra. NBA Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Hlutirnir gerðust hratt hjá NBA deildinni í nótt og áður en ákveðið var að spila án áhorfenda þá tóku forráðamenn NBA þá stóru ákvörðun að fresta öllum leikjum í ótakmarkaðan tíma. NBA tók þessa ákvörðun eftir að leikmaður Utah Jazz liðsins greindist með kórónuveiruna og hún var tilkynnt rétt áður en leikur Utah Jazz og Oklahoma City Thunder átti að hefjast í nótt. NBA To Suspend Season Following Tonight's Games pic.twitter.com/2PTx2fkLlW— NBA (@NBA) March 12, 2020 NBA sagði að leikmaður Utah Jazz, sem greindist með kórónuveiruna, hafi ekki verið á leiknum en óstaðfestar fréttir er að leikmaðurinn sé franski miðherjinn Rudy Gobert. Samkvæmt heimildum bandarísku fjölmiðlamannanna innan raða Utah Jazz þá komust læknar fyrst af því að Rudy Gobert væri hvorki með inflúensu eða öndunarfærasýking en svo hafi þeir prófað að kanna hvort hann væri með Covid-19 og það próf var jákvætt. „Þetta er klikkun. Þetta getur ekki verið satt. Það er eins og þetta sé sena í kvikmynd. Óraunverulegt,“ sagði Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, þegar hann fékk fréttirnar. When Utah Jazz center Rudy Gobert tested positive for coronavirus, it put the league in a corner on a decision it should have made earlier, writes @JeffZillgitt. https://t.co/Ez8IPHGnrX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 12, 2020 „Þetta snýst ekki um körfubolta eða peninga. Þetta er að stækka svo hratt og nú er maður farinn að hugsa um fjölskyldurnar. Við erum að passa upp á það að geta þetta á réttan hátt,“ sagði Cuban. „Það er mjög alvarlegt ástand þessa stundina og ég held að deildin hafi gert það hárrétta í stöðunni,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Áður en kom að frestun NBA deildarinnar hafði Golden State Warriors, fyrst liða, tilkynnt að allir heimaleikir liðsins yrðu spilaðir án áhorfenda. Ástæðan var að San Francisco hafði bannað fjöldasamkomur með meira en þúsund gesti. Ekkert kom þó að því þar sem NBA deildin steig einu risastóru skrefi lengra.
NBA Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira