Icelandair sagt íhuga að semja við nýtt stéttarfélag flugfreyja Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2020 06:41 Stjórnendur Icelandair reyna nú hvað þeir geta til að forða félaginu frá þroti. Vísir/vilhelm Komið hefur til tals að setja á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja, hvers félagsmenn væru flugfreyjur sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Þetta hefur Morgunblaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ sínum í dag. Þá íhugar Icelandair nú að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, þannig að hægt sé að ráða flugfreyjur til félagsins sem standa utan FFÍ. Þetta herma heimildir Markaðarins í Fréttablaðinu í morgun. Viðræður í kjaradeilu Icelandair og FFÍ eru nú á afar viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samninganefnd Icelandair hefur farið fram á aukið vinnuframlag fyrir sömu laun, sem FFÍ lítur á sem verulega kjaraskerðingu. Heimildir Morgunblaðsins herma nú að vel komi til greina innan Icelandair að semja við nýtt félag flugfreyja, náist ekki samningar við FFÍ. Flugfélagið vilji þann kost frekar en að fá sjálfstæða verktaka til vinnu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Þá greinir Fréttablaðið frá því í morgun, einnig samkvæmt heimildum, að Icelandair líti til þess að láta reyna á ákvæði um FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningar við félagið. Þannig yrði unnt að ráða flugfreyjur sem standa utan FFÍ. Icelandair gat ekki tjáð sig um málið við Markaðinn. Icelandair rær nú lífróður vegna faraldurs kórónuveiru, sem lamað hefur starfsemi félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur sagt að nauðsynlegt sé að semja við flugstéttir hjá félaginu svo unnt verði að forða því frá þroti. Þegar hefur verið samið við flugvirkja og flugmenn en ekki flugfreyjur. Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda FFÍ og Icelandair nú klukkan 8:30. Fundurinn mun fara fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. Fundi nefndanna sem átti að hefjast klukkan 17 í gær var frestað skömmu áður en að áætlað var að hann hæfist. Samninganefndirnar funduðu stíft í fyrradag og lauk ellefu klukkustunda viðræðum þeirra án samkomulags klukkan eitt um nótt. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag. 18. maí 2020 01:37 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. 19. maí 2020 23:26 Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað. 19. maí 2020 17:22 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Komið hefur til tals að setja á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja, hvers félagsmenn væru flugfreyjur sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Þetta hefur Morgunblaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ sínum í dag. Þá íhugar Icelandair nú að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, þannig að hægt sé að ráða flugfreyjur til félagsins sem standa utan FFÍ. Þetta herma heimildir Markaðarins í Fréttablaðinu í morgun. Viðræður í kjaradeilu Icelandair og FFÍ eru nú á afar viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samninganefnd Icelandair hefur farið fram á aukið vinnuframlag fyrir sömu laun, sem FFÍ lítur á sem verulega kjaraskerðingu. Heimildir Morgunblaðsins herma nú að vel komi til greina innan Icelandair að semja við nýtt félag flugfreyja, náist ekki samningar við FFÍ. Flugfélagið vilji þann kost frekar en að fá sjálfstæða verktaka til vinnu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Þá greinir Fréttablaðið frá því í morgun, einnig samkvæmt heimildum, að Icelandair líti til þess að láta reyna á ákvæði um FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningar við félagið. Þannig yrði unnt að ráða flugfreyjur sem standa utan FFÍ. Icelandair gat ekki tjáð sig um málið við Markaðinn. Icelandair rær nú lífróður vegna faraldurs kórónuveiru, sem lamað hefur starfsemi félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur sagt að nauðsynlegt sé að semja við flugstéttir hjá félaginu svo unnt verði að forða því frá þroti. Þegar hefur verið samið við flugvirkja og flugmenn en ekki flugfreyjur. Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda FFÍ og Icelandair nú klukkan 8:30. Fundurinn mun fara fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. Fundi nefndanna sem átti að hefjast klukkan 17 í gær var frestað skömmu áður en að áætlað var að hann hæfist. Samninganefndirnar funduðu stíft í fyrradag og lauk ellefu klukkustunda viðræðum þeirra án samkomulags klukkan eitt um nótt.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag. 18. maí 2020 01:37 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. 19. maí 2020 23:26 Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað. 19. maí 2020 17:22 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag. 18. maí 2020 01:37
Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35
Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. 19. maí 2020 23:26
Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað. 19. maí 2020 17:22